No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2013, 8. janúar var haldinn 107. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.16. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, SJÓN, Sveinn H. Skúlason, Bjarni Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík frá 31.12.2012. Einelti.
Bókun mannréttindaréttindaráðs:
Mannréttindaráð hefur fullan skilning á því vandamáli sem einelti er og hefur stutt viðbragðsáætlanir til að berjast gegn því. Þá hefur mannauðsdeild brugðist við einelti á vinnustöðum borgarinnar með fræðslu til nýrra starfsmanna og skipað eineltis- og áreitnisteymi. Einnig hefur verið gefinn út bæklingur. Mannréttindaráð tekur undir mikilvægi þess að einelti sé tekið föstum tökum innan stofnana borgarinnar og tekið sé á vanda bæði gerenda og þolenda.
-Kl. 12.30 tekur Heiða K. Helgadóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um mannréttindi eldri borgara og það samþykkt.
3. Lagt fram viðburðardagatal mannréttindaráðs og mannréttindaskrifstofu fyrir árið 2013.
-Kl. 13.16 tekur Þórey Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.
4. Dóra S. Juliussen sérfræðingur hjá Barnavernd Reykjavíkur fjallaði um ferli tilkynninga varðandi ofbeldi gegn börnum.
Fundi slitið kl. 13.36
Margrét K. Sverrisdóttir
Þórey Vilhjálmsdóttir SJÓN
Sveinn H. Sveinsson Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir Heiða K. Helgadóttir