Mannréttindaráð - Fundur nr. 103

Mannréttindaráð

Ár 2012, 13. nóvember var haldinn 103. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.19. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, SJÓN, Þórey Viljálmsdóttir, Jarþrúður Ásmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Snærós Sindradóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Halldóra Gunnarsdóttir sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu kynnti skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Lagt var fram minnisblað um 16 daga átak gegn ofbeldi.

2. Lagt fram yfirlit styrkbeiðna til mannréttindaráðs.

3. Farið var yfir framkvæmd Fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar 2012.

Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð færir öllum þeim sem komu að framkvæmd fjölmenningarþingsins 10. nóvember sl. bestu þakkir, jafnt sjálfboðaliðum, þáttakendum sem starfsfólki mannréttindaskrifstofu.

4. Mannréttindastjóri kynnti tillögu að þjónustu við innflytjendur árið 2013.

5. Erindi frá UN ric/ UN Women lagt fram. Samþykkt með 5 atkvæðum að veita kr. 25.000 í verkefni tengt 16 daga átaki gegn ofbeldi og óska eftir því mannréttindaskrifstofa leiðbeini framkvæmdaaðilum við framkvæmd. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Þórey Vilhjálmsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

6. Lögð fram tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík; Frítt WI FI hot spot í Reykjavík.

Bókun mannréttindaráðs:
Vísað er í bókun ráðsins frá 10. janúar 2012: Boðið er upp á þráðlausa tengingu (hot spot) á eftirfarandi félagsmiðmiðstöðvum borgarinnar; Hvassaleiti 56, Hæðargarði 31, Aflagranda 40, Vesturgötu 7, Árskógum 4 og Bólstaðarhlíð 43, Gerðubergi og á Korpúlfstöðum. Opnunartími er frá 8.30-16.30 alla virka daga. Alltaf er tölva til afnota fyrir gesti. Á bókasöfnum borgarinnar eru tölvur með nettengingu til afnota fyrir gesti bókasafnana gegn vægu gjaldi; gjaldið er fyrir 1/2 tíma 125 kr., 1 tími 250 kr., 5 tímar 900 kr. og 10 tímar 1.600 kr. Söfnin eru með misjafnan opnunartíma en aðalsafnið er opið alla daga. Einnig hefur verið boðið upp á ókeypis tölvunámskeið á sömu félagsmiðstöðvum árið 2011 og verður framhald á því áfram. Því telur mannréttindaráð að Reykjavíkurborg sinni þessu verkefni sem skyldi

Fundi slitið kl. 13:37

Margrét K. Sverrisdóttir

SJÓN Margrét Kristín Blöndal
Jarþrúður Ásmundsdóttir Þórey Vilhjálmsdóttir
Bjarni Jónsson Snærós Sindradóttir