Mannréttindaráð - Fundur nr. 102

Mannréttindaráð

Ár 2012, 23. október var haldinn 102. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.19. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Sveinn H. Skúlason, Þórey Viljálmsdóttir, Bjarni Jónsson, Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Halldóra Gunnarsdóttir sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu kynnti sameiginlegt verkefni mannréttindaskrifstofu, skóla- og frístundasviðs og Jafnréttisstofu; Jafnréttisfræðslu í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Lagt fram minnisblað dags.10.10.2012.

Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar þeirri vinnu sem mannréttindaskrifstofa, skóla -og frístundasvið og Jafnréttisstofa hafa lagt í við að skipuleggja nýtt átak í jafnréttisfræðslu í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi.

2. Halldóra Gunnarsdóttir kynnti nýja úttekt á hlutföllum karla og kvenna í ráðum og nefnum Reykjavíkurborgar. Lögð fram úttekt frá 19.09.12.

3. Tekin fyrir styrkbeiðni vegna tölvukaupa fyrir verkefnið „Tölvufærni og samskipti kynslóðanna“. Samþykkt samhljóða að veita kr.1.000.000,- til verkefnisins.

4. Lögð fram drög að efni fyrir fréttablað mannréttindaskrifstofu sem gefið verður út í nóvember.

5. Rætt um opinn fund mannréttindaráðs 10. desember. Ákveðið að hafa yfirskrift fundarins; Sjálfstæði og val eldra fólks.

6. Alþjóðadagur hins fangelsaða rithöfundar 15. nóvember. Mannréttindastjóri kynnti hugmynd að viðburði.

Fundi slitið kl. 13.54.

Margrét K. Sverrisdóttir

Sveinn H. Skúlason
Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir Margrét Kristín Blöndal