Mannréttindaráð
Ár 2012, 9. október var haldinn 101. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.17. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Magnús Þór Gylfason, Marta Guðjónsdóttir, Bjarni Jónsson, Ingibjörg Elín Sigurðardóttir, og SJÓN. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri á skipulags- og byggingarsviði kynnti drög að tillögu um aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.
-Kl. 12.22 tekur Magnús Þór Gylfason sæti á fundinum.
-Kl. 13.04 tekur Margrét Kristín Blöndal sæti á fundinum.
2. Kynbundinn launamunur. Umræðu frestað að ósk fulltrúa Sjálfstæðisflokks til næsta fundar.
3. Lagt fram minnisblað um undirbúning fjölmenningarþings 2012 ásamt kosningarreglum og drögum að dagskrá. (R10100356).
4. Lögð fram starfslýsing umboðsmanns borgara. (R12030116).
Fulltrúar meirihluta mannréttindaráð lögðu fram eftirfarandi umsögn:
Fulltrúar meirihluta mannréttindaráðs fagna því að komið verði á fót nýju embætti umboðsmanns borgarbúa sem veitir ráðgjöf til borgarbúa sem vilja leita réttar síns gagnvart borginni. Meirihlutinn telur þetta mikilvægt framfaraskref á sviði mannréttinda sem eykur lýðræðislega þjónustu við borgarana. Meirihlutinn lýsir ánægju með að krafist er lögfræðimenntunar í starfið, ásamt afburða hæfni í mannlegum samskiptum. Þá telur ráðið jákvætt að um er að ræða tilraunaráðningu til 1-2ja ára meðan starfið er í mótun og síðan verði reynslan af starfi umboðsmannsins metin, meðal annars verði litið til sjálfstæðis hans í starfi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til fyrri bókana um sama mál á fundi borgarstjórnar 22. maí sl. og fundi mannréttindaráðs 29. maí þar sem stjórnkerfisbreytingar voru gagnrýndar og vakin athygli á óljósu sjálfstæði embættis umboðsmanns borgarbúa gagnvart borgarkerfinu og næstu yfirmönnum.
Fundi slitið kl. 13.55
Margrét K. Sverrisdóttir
Marta Guðjónsdóttir SJÓN
Magnús Þór Gylfason Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir Margrét Kristín Blöndal