Mannréttindaráð - Fundur nr. 100

Mannréttindaráð

Ár 2012, 25. september var haldinn 100. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.17. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Magnús Þór Gylfason, Bjarni Jónsson, Ingibjörg Óðinsdóttir, Elín Sigurðardóttir, og SJÓN. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að starfsáætlun í mannréttindamálum 2013 og umræður fóru fram um hana.
Fulltrúi Vinstri- grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Drög að starfsáætlun mannréttindaskrifstofu 2013 eru nú lögð fyrir og rædd. Ekki fara fram umræður um fjárhagsáætlun 2013 samhliða því eins og venjan hefur verið. Fulltrúi Vinstri-grænna í mannréttindaráði telur ekki ásættanlegt að kynning á fjárhagsáætlun 2013 hafi fram til þessa falist í einni tölu með ramma skrifstofunnar fyrir næsta ár. Fulltrúi Vinstri-grænna ítrekar mikilvægi þess að forsendur fjárhagsáætlunar fyrir mannréttindaskrifstofu liggji fyrir á sama tíma og forsendur fjárhagsáætlana fyrir önnur fagsvið borgarinnar. Með þeim hætti er hægt að tryggja að aðkoma kjörinna fulltrúa í mannréttindaráði verði með sambærilegum hætti og í öðrum fagráðum borgarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Besta flokks mannréttindaráðs leggja fram gagnbókun:
Forsendur fjárhagsáætlunar 2013 lágu fyrir og voru kynntar á síðasta fundi ráðsins þann 18. Þm.

2. Lögð fram drög að frumvarpi til laga um málefni innflytjenda. (Lagt fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013.) Umsögn um frumvarpið verður unnin af mannréttindaskrifstofu og send í hennar nafni.

3. Lögð fram drög að aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Afgreiðslu frestað til næsta fundar ráðsins.

4. Lögð fram drög að starfslýsingu umboðsmanns borgara.

Kl.14.15 var gert hlé á fundi
Kl.14.20 hófst fundur að nýju.

Formaður bar upp tillögu um að 4. liður yrði tekinn af dagskrá. Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14.35.

Margrét K. Sverrisdóttir

Ingibjörg Óðinsdóttir SJÓN
Magnús Þór Gylfason Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir Margrét Kristín Blöndal