Mannréttindaráð - Fundur nr. 10

Mannréttindaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 21. ágúst var haldinn 10. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var vinnufundur og haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 13.09. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Guðný Maja Riba, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Kjartan Magnússon. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar öldungaráðs: Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir, Jóhann Birgisson og Sigurður Ágúst Sigurðsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Viðar Eggertsson. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir og Berglind Magnúsdóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Samþykkt að taka á dagskrá til framlagningar bréf Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dags. 21. ágúst 2025, um að Ásmundur Rúnar Gylfason taki sæti í mannréttindaráði sem vara áheyrnarfulltrúi í stað Margrétar Kristínar Pálsdóttur. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning velferðarsviðs á þjónustu við eldra fólk. MSS25080021 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar velferðarsviðs dags. 30. júní 2025, við fyrirspurn öldungaráðs um lausnarteymi, sbr. 9. lið fundargerðar öldungaráðs frá 9. október 2024. MSS24100061 

    -    Kl. 14.27 víkja af fundinum eftirtaldir fulltrúar öldungaráðs og starfsfólk: Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir, Jóhann Birgisson, Sigurður Ágúst Sigurðsson, Berglind Magnúsdóttir og Viðar Eggertsson aftengist fjarfundarbúnaði. Jafnframt víkja Magnea Gná Jóhannsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Kjartan Magnússon af fundinum og Unnur Þöll Benediktsdóttir, Birna Hafstein og Þorkell Sigurlaugsson taka sæti.

    -    Kl. 14.31 taka sæti á fundinum áheyrnarfulltrúar ofbeldisvarnarmála og starfsfólk:
    Drífa Snædal. Ásmundur Rúnar Gylfason, I. Jenný Ingudóttir, Linda Dröfn Gunnarsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu á greinagerð um verkefnið Saman gegn ofbeldi dags. 19. ágúst 2025. MSS22110176

    Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttindaráð Reykjavíkur þakkar fyrir góða og ítarlega yfirferð á verkefninu Saman gegn ofbeldi og þakkar verkefnastjóra og samstarfsaðilum fyrir yfirgripsmikla vinnu. Ráðið ítrekar mikilvægi þess að samstarf Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfsins, heilsugæslu og sýslumanns sé sterkt og byggist á gagnkvæmu trausti og lausnamiðuðu verklagi. Verkefnið, sem hefur verið á gangi síðan 2014 með það að markmiði að tryggja öryggi borgarbúa, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna í Reykjavík hefur nú skilað sér í aukinni vitund, bættum verkferlum og fjölmörgum úrræðum. Ráðið leggur áherslu á áframhaldandi fjárfestingu í forvörnum og meðferð fyrir gerendur. Þörf er á að styðja betur við fatlað fólk og aldraða sem verða fyrir ofbeldi, styrkja aðkomu innflytjenda og hinsegin fólks að úrræðum og tryggja að fræðsla sé aðgengileg á fjölbreyttum tungumálum og í aðgengilegu formi. Ráðið kallar eftir reglulegum upplýsingum um árangur forvarna, þróun mála og áhrif nýrra úrræða, svo unnt sé að gera tímanlega breytingar á stefnumótun.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning Kvennaathvarfsins á ársskýrslu Samtaka um Kvennaathvarf 2024. MSS25080032 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um áherslur í ofbeldisvörnum veturinn 2025 - 2026. MSS23040118

    -    Kl. 16.03 víkur Birna Hafstein af fundinum.

Fundi slitið kl.16.04

Sabine Leskopf Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Guðný Maja Riba Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns

Þorkell Sigurlaugsson Unnur Þöll Benediktsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 21. ágúst 2025