Mannréttindaráð - Fundur nr. 10

Mannréttindaráð

Ár 2008, þriðjudaginn 24. júní, kl. 12:15, var haldinn 10. fundur mannréttindaráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir formaður, Maria Elvira Mendez Pinedo, Áslaug Friðriksdóttir, Björn Gíslason, Stefán Jóhann Stefánsson, Drífa Snædal, Oddný Sturludóttir og áheyrnarfulltrúinn Marsibil Sæmundsdóttir.
Jafnframt sat fundinn Kristín Þóra Harðardóttir mannréttindastjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Embættisafgreiðslur sbr. fjsk.1

2. Svar lagt fram við fyrirspurn frá 9. fundi mannréttindaráðs um starfshóp um atvinnumöguleika fatlaðra starfsmanna hjá Reykjavíkurborg
Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Vinstri –grænna og áheyrnafulltrúa Framsóknarflokks.
Á fundi mannréttindanefndar þann 20. desember var ákveðið að setja á stofn starfshóp um atvinnumöguleika fatlaðra einstaklinga hjá Reykjavíkurborg. Hópurinn átti að skila niðurstöðu um kosti og galla núverandi fyrirkomulags og koma með tillögur að úrbótum þann 1. Mars 2008. Sá meirihluti sem tók völdin í janúar hefur þrátt fyrir það ekki enn séð ástæðu til að kalla til fundar í þessum starfshópi. Óska fulltrúanir því eftir svörum um það hvenær og þá hvort ætlunin er að boða til fundar í starfshópnum sem skipað var í lok síðasta árs?
Svar við ofangreindri fyrirspurn:
Starfshópurinn um atvinnumöguleika fatlaðra einstaklinga hjá Reykjavíkurborg sem ákveðið var að setja á stofn 20. desember sl. kom aldrei saman í hundrað daga meirihlutanum. Ástæða þess er talin sú að Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafi átt eftir að tilnefna sína fulltrúa í starfshópinn. Á 5. fundi ráðsins, þann 17. apríl sl. var samþykkt breyting á erindisbréfinu í þá veru að niðurstöðum skuli skilað fyrir 1. september 2008. Tilnefningar hafa nú borist frá ÖBÍ og Þroskahjálp og hefur fyrsti fundur í starfshópnum verið boðaður 25. júní nk.

3. Skýrsla starfshóps um öryggi skemmtistöðum lögð fram til kynningar.
Björn formaður starfshópsins kynnti niðurstöður hópsins. Ábending kom frá Marsibil vegna kynningarinnar um þjónustu fyrirtækisins Terr sem skipuleggur öryggisþjónustu í miðbænum um helgar.
Mannréttindaráð þakkar starfshópi um öryggismál á skemmtistöðum fyrir greinargóða skýrslu og tillögu.
Mannréttindaráð samþykkir að starfshópurinn starfi áfram og vinni áfram að útfærslu hugmynda. Jafnframt verði skýrslan kynnt aðgerðarhópi miðborgarinnar og samvinna höfð við aðgerðarhópinn um framkvæmdir. Mannréttindaráð hvetur til áframhaldandi samstarfs og samráðs við félag kráareigenda og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu með það í huga að tryggja öryggi gesta á skemmtistöðum.

4. Lánatryggingasjóður kvenna.
Samþykkt að Reykjavíkurborg taki þátt í stefnumótun um framtíð sjóðsins.

5. Styrkumsókn frá karlahópi femínistafélagsins.
Samþykkt að veita 200 þkr. styrk til verkefnisins: Karlmenn segja NEI vi nauðgunum.

6. Önnur mál.
Beiðni frá Samtökunum 78 um þjónustusamning.
Samþykkt að vísa þvi til mannréttindastjóra að vinna tillögu að samningi við samtökin sem lagður verður fram á næsta fundi.

Kynnt var tillaga borgarráðs um aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og samþykkt að taka málið fyrir á fyrsta fundi eftir sumarfrí.

Fyrsti fundur að loknu sumarleyfi verður 26. ágúst nk.

Fundi slitið kl. 13:46

Marta Guðjónsdóttir

Maria Elvira Mendez Pinedo, Áslaug Friðriksdóttir
Björn Gíslason Stefán Jóhann Stefánsson
Drífa Snædal Oddný Sturludóttir