Mannréttindaráð - Fundur nr. 1
Mannréttindaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 27. mars var haldinn 1. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Guðný Maja Riba, Andrea Helgadóttir, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar samráðshóps um málefni fatlaðs fólks: Björgvin Björgvinsson, Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir, Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Katarzyna Kubiś. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. febrúar 2025, um kosningu sjö fulltrúa og sjö til vara á fundi borgarstjórnar þann 21. febrúar sl. í mannréttindaráð. Sabine Leskopf var kosinn formaður ráðsins. MSS25020083
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgastjórnar dags 19. mars 2025, um samþykkt mannréttindaráðs ásamt fylgiskjölum, sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 18. mars sl. MSS23010279
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. febrúar 2025, um að Sara Björg Sigurðardóttir taki sæti í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur. MSS22060044
Fylgigögn
-
Lagt fram fundardagatal mannréttindaráðs vor 2025. MSS25030087
Fylgigögn
-
Fram fer kynning umhverfis- og skipulagssviðs á störfum aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar. MSS24090014
Kl. 13.28 tekur Helga Margrét Marzellíusardóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir góða kynningu á Aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar og á hlutverki aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar. Mikill áfangasigur varð í málaflokknum þegar loksins fékkst fjármagn fyrir stöðu aðgengisfulltrúa í síðasta meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Mikilvægt er að halda áfram að aðgengisbæta þjónustu og starfsstaði Reykjavíkurborgar með það að markmiði að Reykjavík sé aðgengileg borg fyrir alla íbúa og gesti borgarinnar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning velferðarsviðs á skipulagi skrifstofu í málaflokki fatlaðs fólks. MSS23060073
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir góða kynningu á nýju skipulagi á skrifstofu í málaflokki fatlaðs fólks. Í síðasta meirihluta lagði Framsókn til að farið væri í greiningu á málaflokknum og í kjölfar þeirrar greiningar varð þessi tillaga lögð til. Breytingarnar munu koma til með að einfalda yfirsýn málaflokksins og bæta flæði ráðgjafa innan borgarinnar eftir því hvar álagið er mest til að bæta bæði jafnræði á milli íbúa og þjónustu við íbúa. Það er afar jákvætt að þau hagsmunasamtök sem rætt var við tóku vel í breytingarnar. Mikilvægt er að við séum alltaf með augun opin til að bæta þjónustu borgarinnar. Fulltrúi Framsóknar þakkar einnig starfsfólki velferðarsviðs fyrir þeirra vinnu og gott samstarf við velferðarráð.
Aðalbjörg Traustadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa ÖBÍ réttindasamtaka dags. 21. janúar 2025:
Lagt er til að aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík samþykki að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að Reykjavíkurborg stuðli að inngildingu og útbreiðslu nýs umferðarmerkis nr. 554.2 um bílastæði hreyfihamlaðra. Í því felst að gerð verður úttekt á fjölda og gerð bílastæða hreyfihamlaðra í borgarlandinu og að nýja umferðarmerkið verði sett upp við þau bílastæði sem þykja eiga við. Aðgengishópur ÖBÍ hefur gefið Reykjavíkurborg umferðarmerki sem var afhent borgarstjóra og afhjúpað við Laugardalslaug í september 2024.
Greinagerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS25030044- Kl. 14.30 víkja af fundi Björgvin Björgvinsson, Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir, Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir, Hallgrímur Eymundsson og Katarzyna Kubiś, Valgerður Jónsdóttir, Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 21. mars 2025, um greinargerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar við framlagningu ársuppgjörs Reykjavíkurborgar 2024.
Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. FAS25010016
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 31. janúar 2025, um skil á gögnum vegna undirbúnings fjárhagsáætlun 2026 – 2030. FAS25010023
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um valnefnd mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2025.
Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að setja saman valnefnd. MSS25030092
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. mars 2024, um afgreiðslu í borgarstjórn þann 4. mars 2025, á tillögu borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um aðgerðir gegn ofbeldi. MSS25020124
Fulltrúi Framsóknarflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er mikilvægt að borgin sé með öfluga aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á börnum og ungmennum. Í borgarstjórnarfundi í janúar var aðgerðaáætlun gegn ofbeldi 2025-2028 sem unnið hefur verið að undanfarin misseri samþykkt í borgarstjórn. Eðlilegra væri að nýta tíma og fjármagn borgarinnar til þess að ráðast í þær aðgerðir sem þar er kveðið á um og uppfæra þá aðgerðaáætlun ef þurfa þykir. Þar sem aðgerðaáætlunin er svo nýlega samþykkt ættu samstarfsflokkarnir fimm að þekkja vel til hennar og geta nýtt hana sem vinnuplagg í stað þess að leggja ómælda vinnu á starfsfólk borgarinnar upp á nýtt. Það getur varla talist góð nýting á fjármunum og vinnutíma fólksins. Tekið er undir mikilvægi þess að áætlanir til að grípa inn í ofbeldi séu kortlögð.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 18. mars 2025, um umfjöllunarefni borgaraþings Reykjavíkur árið 2025. MSS25010177
Fylgigögn
-
Lagt er til að Magnús Davíð Norðdahl verði kosinn varaformaður mannréttindaráðs.
Samþykkt. MSS25020083
-
Lögð fram greinagerð Stígamóta vegna styrks fyrir verkefnið Vændi - vitundarvakning. MSS25030011
Fundi slitið kl.15.08
Sabine Leskopf Guðný Maja Riba
Andrea Helgadóttir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Helga Margrét Marzellíusardóttir
Friðjón R. Friðjónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 27. mars 2025