No translated content text
Mannréttindaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 6. janúar var haldinn 153. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12 og hófst kl. 10.05. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Karl Sigurðsson, Stefán Benediktsson, Kjartan Magnússon og Geir Sveinsson. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson ÍBR, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram starfsáætlun ÍTR 2012. Gísli Árni Eggertsson og Ásdís Ásbjörnsdóttir kynntu starfsáætlunina.
Kl. 10.10 kom Eva Baldursdóttir á fundinn.
Kl. 10.20 kom Jarþrúður Ásmundsdóttir á fundinn.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ritnefnd fyrir góð og vel unnin störf við Starfsáætlun 2012. Starfsáætlunin er gott verkfæri og leiðarvísir fyrir framtíðarstörf ráðs og sviðs.
2. Lagt fram skipurit ÍTR og það kynnt.
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 16. des. sl. vegna málsins.
3. Gísli Árni Eggertsson kynnti verkefnið #GLÓdýrari frístundir#GL og styrki vegna þess m.a. skv. tillögum hverfisráða.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar skrifstofustjóra ÍTR, starfsmönnum og hverfisráðum fyrir vinnu við #GLÓdýrari frístundir#GL verkefnið og felur framkvæmdastjóra að ganga frá úthlutun styrkja. Þá óskar íþrótta- og tómstundaráð þess að sviðið fylgist með framvindu verkefna og mæli árangur sem aðilar ná, sem hafa fengið úthlutað úr sjóði verkefnisins.
4. Lagt fram afrit af bréfi menningar- og ferðamálaráðs dags. 21. des. sl. til borgarráðs vegna starfshóps um framtíð sundlauganna í Reykjavík.
Kl. 11.30 vék Gísli Árni Eggertsson af fundi.
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir stofnun samstarfshóps um ýmis málefni er tengjast sundlaugum í Reykjavík í tengslum við ferðamálastefnu borgarinnar, atvinnustefnu og stefnu ÍTR. Lagt er til að hópnum verði sett erindisbréf.
Samþykkt með 4 atkvæðum og tillögunni vísað til borgarráðs.
Lögð fram eftirfarandi Sjálfstæðisflokksins:
Í nýsamþykktri tillögu er lagt til að fulltrúi úr Menningar- og ferðamálaráði taki sæti í starfshópi um framtíð sundlauga í Reykjavík til að gæta þar hagsmuna ferðaþjónustu. Í ljósi þessa telur Íþrótta- og tómstundaráð rétt að fulltrúi úr Skóla- og frístundaráði og Velferðarráði taki einnig sæti í umræddum starfshópi. Skólasund er mikilvægur þáttur í starfsemi sundlauganna og því eðlilegt að hagsmunir þess séu hafðir í huga við stefnumótun sundlaugarstarfsemi til framtíðar. Þá er eldri borgara sund mikill og vaxandi þáttur í starfsemi sundlauganna og því eðlilegt að hagsmunir þess hóps séu einnig hafðir í huga.
Tillagan er felld með 4 atkvæðum meirihluta.
Lögð fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks:
Það vekur athygli að frumkvæði um stofnun starfshóps um framtíðarstefnumótun sundlauga í Reykjavík skuli koma frá menningar- og ferðamálaráði og að tillaga þar að lútandi skyldi vera send beint til borgarráðs án viðkomu í íþrótta- og tómstundaráði. Eðlilegt væri að slíkt frumkvæði kæmi beint frá íþrótta- og tómstundaráði og að unnið væri að slíkri stefnumótun á vegum þess en að sjálfsögðu í góðri samvinnu við öll ráð og svið borgarinnar. Í ljósi þess sem á undan er gengið kemur því miður ekki á óvart að formaður og aðrir fulltrúar meirihlutans í íþrótta- og tómstundaráði uni slíkum yfirgangi. Sú spurning vaknar hvort um sé að ræða hefðbundið stjórnsýsluklúður af hálfu meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins eða hvort þarna komi fram með óvenju skýrum hætti metnaðarleysi meirihlutans í málefnum ÍTR.
Lögð fram eftirfarandi bókun Bestaflokksins og Samfylkingar.
Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins fagna tillögunni og ítreka að víðtæks samráð verður leitað við þá aðila sem málinu eru viðkomandi, jafnvel þótt þeir verði ekki hluti af samstarfshópnum. Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins harma innilega að tillagan hafi ekki fyrst komið fram í ÍTR heldur Menningar- og ferðamálaráði en vilja benda á að ástæðan er ekki metnaðarleysi meirihlutans gagnvart málaflokknum heldur hefðbundið stjórnsýsluklúður.
5. Lögð fram að nýju tillaga frá síðasta fundi vegna Vesturbæjarlaugar.
Frestað.
6. Lagt fram minnisblað Skipulags- og byggingasviðs dags. 12. des. sl. vegna líkamsræktaraðstöðu við Breiðholtslaug.
Vísað til starfshóps um sundlaugar sbr. liður 4.
7. Lögð fram tillaga um stofnun starfshóps vegna íþróttasala skóla.
Skóla- og frístundaráð og íþrótta- og tómstundaráð samþykkja að setja á fót starfshóp til að meta hagkvæmni og fjárhagslegan ávinning þess að breyta rekstrarfyrirkomulagi stærri íþróttahúsa við grunnskóla. Í hópnum verði tveir fulltrúar úr hvoru ráði auk tveggja starfsmanna frá hvoru sviði. Vinna verði á ábyrgð sviðsstjóra sviðanna sem jafnframt skulu setja hópnum erindisbréf. Niðurstöður hópsins verði lagðar fyrir ráðin eigi síðan en 1. mars n.k.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt samhljóða og að Hermann Valsson og Stefán Benediktsson taki sæti í hópnum. Jafnframt sitji í hópnum Ómar Einarsson og Steinþór Einarsson.
8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skíðasvæða um snjógerð í Ártúnsbrekku. Jafnframt lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. des. sl.
Lögð fram tillaga Samfylkingar og Besta flokksins.
Samþykkt að gera tilraunaverkefni með snjóframleiðslu í Ártúnsbrekku á grundvelli minnisblaðs framkvæmdastjóra skíðasvæða.
Samþykkt samhljóða.
9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 3. janúar sl. ásamt embættisfærslum erinda sem borist hafa.
Fundi slitið kl. 12.05
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Karl Sigurðsson
Stefán Benediktsson Kjartan Magnússon
Geir Sveinsson Jarþrúður Ásmundsdóttir