Mannréttindaráð - Fudur nr. 235

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2002, mánudaginn 16. september, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 235. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Tinna Traustadóttir og Áslaug Guðmundsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Formaður kynnti ferð jafnréttisráðgjafa og tveggja fulltrúa jafnréttisnefndar á samþættingarráðstefnu í Leipzig 6.-8. september s.l.

2. Lögð fram skýrsla Rannsóknarstofu í kvennafræðum við HÍ, dags. 13. september 2002, en nú eru liðin tvö ár af þeim þremur sem samningur milli HÍ og Reykjavíkurborgar um kostun á stöðu forstöðumanns hennar nær til.

3. Lagt fram erindi frá Nefnd um aukin hlut kvenna í stjórnmálum, dags. 30. ágúst 2002. Jafnréttisráðgjafa falið að afla nánari upplýsinga.

4. Lögð fram styrkumsókn frá Samtökunum ´78, dags. 9. september 2002, um kr. 150.000 til gerðar fræðslumyndbands um samkynhneigð fyrir skóla og félagsmiðstöðvar. Afgreiðslu frestað.

5. Umræðu um jafnréttisstefnu fram haldið. Frestað.

Fundi slitið kl. 13.35

Marsibil Sæmundsdóttir

Guðný H. Magnúsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Tinna Traustadóttir Áslaug Guðmundsdóttir