Mannréttindaráð
JAFNRÉTTISNEFND
Ár 2004, hinn 15. desember, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 271. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Drífa Snædal og Margrét Einarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Jafnréttisnefnd fagnar undirritun samnings hinn 1. desember s.l. um verkefnið Framtíð í nýju landi. Sérstaklega fagnar hún samstarfi þeirra aðila sem að verkefninu standa og væntir mikils af verkefninu í framtíðinni.
2. Lögð fram til kynningar jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar sem samþykkt var 15. júní 2004. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar óskar Hafnfirðingum til hamingju með nýja jafnréttisstefnu.
3. Lögð fram til kynningar skýrsla um námskeið á vegum ESB verkefnis um samþættingu í maí 2004.
4. Styrkumsóknir:
a) Frá Þórði Kristinssyni til rannsóknar á körlum í hjúkrun, kr. 150.000. Samþykkt.
b) Frá Feministafélagi Íslands vegna afmælisársins 2005, kr. 1.500.000. Vísað til borgarráðs.
c) Frá Verunum til útgáfu á Veru, kr. 1.000.000. Synjað.
d) Frá Berglindi Rós Magnúsdóttur til gerðar fræðsluefnis um jafnréttismál,
kr. 200.000 alls. Samþykkt.
e) Frá Félagi ábyrgra feðra til ýmissa verkefna, kr. 1.800.000. Frestað.
f) Styrkumsóknir (2) til þróunarsjóðs grunnskóla vegna fræðsluefnis um jafnréttismál, sem vísað var til jafnréttisnefndar. Synjað.
Fundi slitið kl. 13.15
Marsibil Sæmundsdóttir
Drífa Snædal Margrét Einarsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson