Mannréttindaráð - 267. fundur

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2004, hinn 6. október, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 267. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Margrét Einarsdóttir og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf, dags. 20. september 2004, um úthlutun fjárhagsramma stjórnar borgarinnar á svið og skrifstofur. Fram kemur að fjárhagsrammi jafnréttismála hækkar úr 12,9 mkr. fyrir árið 2004 í 13 mkr. fyrir árið 2005.
Jafnréttisráðgjafa falið að skila greinargerð um þróun fjárveitinga til jafnréttismála fyrir næsta fund.

2. Rætt um reglur jafnréttisnefndar vegna styrkveitinga 2005.
Jafnréttisráðgjafa falið að gera tillögu að reglum til nefndarinnar.

3. Farið yfir stöðu í vinnu að starfs- og fjárhagsáætlun 2005.

4. Mælikvarðar í þjónustukönnun.
Samþykkt að leggja til að inn í orðalag spurningarinnar komi “….vel eða illa í að vinna að jafnrétti …”


Fundi slitið kl. 13.45


Marsibil Sæmundsdóttir

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Tinna Traustadóttir Margrét Einarsdóttir