Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 9

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2022, fimmtudaginn 12. desember var haldinn 9. fundur, opinn fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst kl. 11.30. Fundinn sátu Magnús Davíð Norðdahl, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf, Helga Þórðardóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Magnús Davíð Norðdahl, formaður mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs heldur ávarp og setur opinn fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs; Örugg Borg – Betra samfélag. MSS22110179

  2. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, heldur ávarp; Breytingar á ofbeldi í Reykjavík og möguleg viðbrögð. MSS22110179

  3. Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við menntavísindasvið Háskóla Íslands, heldur ávarp; Ímynd og ofbeldi. MSS22110179

  4. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, heldur ávarp; Ofbeldisfull öfgahyggja og ungt fólk. MSS22110179

    Fylgigögn

  5. Fram fara umræður og spurningar gesta. Til máls taka eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf og Helga Þórðardóttir.

  6. Magnús Davíð Norðdahl fundarstjóri og formaður mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs, dregur saman umræður og slítur fundi.

Fundi slitið kl. 13:40

Magnús Davíð Norðdahl Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Sabine Leskopf

Helga Þórðardóttir Friðjón R. Friðjónsson

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 12. desember 2022