Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
Ár 2022, fimmtudaginn 8. desember var haldinn 8. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.00. Fundinn sátu Magnús Davíð Norðdahl, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf, Helga Þórðardóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram greinargerð mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. desember 2022, um fund Nordic Safe Cities Summit 2022. MSS21110025
Muhammed Emin Kizilkaya tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. desember 2022, þar sem óskað er eftir að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð samþykki breytingu á 7. gr. úthlutunarreglna um hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um stofnun stýrihóps sem kortleggur aukinn vopnaburð eggvopna meðal ungmenna, sbr. 9. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 10. nóvember 2022
Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22100160
Frestað.- Kl. 13.25 tekur Árelía Eydís Guðmundsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um samvinnu vegna aukins ofbeldis ungmenna þar sem eggvopn koma við sögu, sbr.10. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 10. nóvember 2022. MSS22090060
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um auknar forvarnir, sbr. 11. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 10. nóvember 2022. MSS22090179
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að fjármagn til NPA samninga sé ekki nægjanlegt, sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 10. nóvember 2022. MSS22100261
Tillögunni er vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks fólksins.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands taka undir sjónarmið Flokks fólksins hvað varðar mikilvægi þess að ríkið efni skuldbindingar sínar í tengslum við NPA samninga. Tryggja verður réttindi umrædds hóps í hvívetna. Þar sem samtalið við ríkið er hins vegar langt á veg komið og hillir undir lausn teljum við rétt að vísa frá tillögunni á þessu stigi.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs 27. október 2022; Tillaga fulltrúa Flokks fólksins um NPA samninga: Fjármagn til NPA samninga er ekki nægjanlegt. Vegna vanfjármögnunar í þennan málaflokk er verið að brjóta lög sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga. Spurning hvort ekki sé verið að brjóta mannréttindi á okkar allra viðkvæmustu þegnum. Flokkur fólksins leggur til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð beiti sér í þessu máli. Sendi frá sér ályktun til Ríkisstjórnar Íslands um að setja meira fjármagn í þennan málaflokk. Fulltrúi Flokks fólksins vill gjarnan að mannréttinda og ofbeldisvarnarráð vinni sameiginlega að þessari ályktun.
- Kl. 13.49 víkur Magnús Davíð Norðdahl og Unnur Þöll Benediktsdóttir
tekur sæti á fundinum.
- Kl. 13.50 víkur Helga Þórðardóttir og Einar Sveinbjörn Guðmundsson tekur sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að kynningar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði verði opnar borgarbúum, sbr. 13 lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 10. nóvember 2022. MSS22100262
Tillögunni er vísað frá með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks fólksins.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins lagði til að kynningar sem fluttar eru í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði verði aðgengilegar borgarbúum. Flokki fólksins finnst miður að ekki fleiri en ráðsmenn mannréttindaráðs njóti allra þeirra flottu kynninga sem eru á fundum ráðsins. Það er synd að bjóða ekki borgarbúum sem áhuga hafa á efninu aðgang að því. Ekki síður er mikilvægt er að bjóða borgarbúum upp á þessa fræðslu. Þess vegna er lagt til að hún verði auglýst á vef borgarinnar til þess að borgarbúar geti notið notið góðs af. Flokkur fólksins minnir á að Píratar og Viðreisn hafa oft talað um gagnsæi og að gera upplýsingar aðgengilegar borgarbúum. Tillögunni er vísað frá á grundvelli þess að mannréttindaráð hefur ekki ákvörðunarvald til að opna fundi. Fulltrúi flokks fólksins vill því hvetja Pírata og aðra í borgarstjórn sem hafa áhuga á auknu gagnsæi og lýðræði til að standa með Flokki fólksins og bera þetta fram þar sem það á við.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um myndavélar á leikvöllum borgarinnar, sbr. 14. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 10. nóvember 2022. MSS22100263
Tillögunni er vísað frá með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks fólksins.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillögunni er vísað frá þar sem nú þegar er vinna í gangi á skóla- og frístundasviði að móta áætlun um öryggi barna í borginni í nánu samstarfi við fagfólk í framlínunni
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð beiti sér í samræmi við samþykktir Ráðsins fyrir því að settar verði upp myndavélar á alla leikvelli á vegum borgarinnar. Það hefur færst í vöxt að stofnanir grípi til þess að setja upp öryggismyndavélar og er það ekki af ástæðulausu. Vissulega kemur myndavél ekki í veg fyrir að glæpur sé framinn en myndavél hefur fælingarmátt og gerist eitthvað er hægt að skoða atburðarás í myndavél og hver var aðili/aðilar í málinu. Mörg dæmi eru um að öryggismyndavélar hafi komið að mjög góðu gagni við að upplýsa mál. Flokki fólksins finnst að mannréttindaráð ætti að beita sér með öllum ráðum og dáðum til að vernda okkar viðkvæmustu hópa og þar fara börnin fremst í flokki. Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð. Tillagan er felld og harmar Flokkur fólksins afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. desember 2022, um yfirlit yfir ferðir mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu erlendis árið 2022. MSS22120013
Fylgigögn
-
Lögð fram dagskrá um opinn fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs sem fram fer þann 12. desember 2022, undir yfirskriftinni Örugg borg - Betra samfélag. MSS22110179.
Fylgigögn
-
Lagðar fram styrkumsóknir til mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. MSS22110029
Samþykkt að veita verkefninu Málþing Samhjálpar, styrk að upphæð kr. 205.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Léttir, styrk að upphæð kr. 345.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Viltu buisness?, styrk að upphæð kr. 350.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Fræðsluefni fyrir fólk af erlendum uppruna, styrk að upphæð kr. 200.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Sumarfrí innanlands, styrk að upphæð kr. 500.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Kvennaborðið, styrk að upphæð kr. 500.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Sjúkt spjall, styrk að upphæð kr. 2.000.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Gaman að læra íslensku, styrk að upphæð kr. 300.000,-Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14:35
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Þorvaldur Daníelsson Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Unnur Þöll Benediktsdóttir Sabine Leskopf
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 8. desember 2022