Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
Ár 2022, fimmtudaginn 27. október var haldinn 5. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu Magnús Davíð Norðdahl, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Þorvaldur Daníelsson, Helga Þórðardóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hulda Elsa Björgvinsdóttir, Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu; Jenný Ingudóttir, Embætti Landlæknis; Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Stígamót; Linda Dröfn Gunnarsdóttir, Samtök um Kvennaathvarf. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. október 2022, um að Trausti Breiðfjörð Magnússon taki sæti í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Ástu Þórdísar Skjalddal Guðjónsdóttur. Jafnframt að Ásta taki sæti til vara í stað Andreu Helgadóttur. MSS22060044
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu um áheyrnarfulltrúa í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði dags. 26. september 2022. Halla Bergþóra Björnsdóttir taki sæti og Hulda Elsa Björgvinsdóttir til vara. MSS22060044
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning Embætti Landlæknis um áheyrnarfulltrúa í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði dags. 28. september 2022. Jenný Ingudóttir taki sæti og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir til vara. MSS22060044
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning Stígamóta um áheyrnarfulltrúa í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði dags. 26. september 2022. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir taki sæti og Eygló Árnadóttir til vara. MSS22060044
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning Samtaka um Kvennaathvarf um áheyrnarfulltrúa í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði dags. 12. október 2022. Linda Dröfn Gunnarsdóttir taki sæti og Laufey Brá Jónsdóttir til vara. MSS22060044
Fylgigögn
-
Fram fer kynning formanns á áherslum mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs starfsárið 2022 – 2023. MSS22100227
-
Fram fer kynning áheyrnarfulltrúa ofbeldisvarnarmála, helstu viðfangsefni þeirra og áherslur þeirra stofnana/samtaka sem þau eru í forsvari fyrir. MSS22100227
- Kl. 13.23 tekur Sabine Leskopf sæti á fundinum.
- Kl. 13.39 víkja Magnús Davíð Norðdahl og Anna Kristinsdóttir af fundinum.
- Kl. 13.50 taka Magnús Davíð Norðdahl og Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 15.09 víkur Árelía Eydís Guðmundsdóttir af fundinum. -
Umræða um ofbeldi meðal ungmenna. MSS22100253
Frestað.
-
Umræða um stöðu eineltismála. MSS22100254
Frestað.
-
Umræða um hatursorðræðu og aukið aðkast sem hinsegin ungmenni verða fyrir. MSS22100255
Frestað.
-
Lögð fram til upplýsingar auglýsing um Landssamráðsfund félags- og vinnumarkaðsráðuneytis sem fram fer þann 9. nóvember 2022, um aðgerðir gegn ofbeldi. MSS22100105
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:
Fjármagn til NPA samninga er ekki nægjanlegt. Vegna vanfjármögnunar í þennan málaflokk er verið að brjóta lög sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga. Spurning hvort ekki sé verið að brjóta mannréttindi á okkar allra viðkvæmustu þegnum. Flokkur fólksins leggur til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð beiti sér í þessu máli. Sendi frá sér ályktun til Ríkisstjórnar Íslands um að setja meira fjármagn í þennan málaflokk. MSS22100261
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að kynningar sem fluttar eru í mannréttinda- og ofbeldisvarnaráði verði aðgengilegar borgarbúum. Ráðsmenn fá mikið af kynningum og fræðslu inn á lokuðum fundum mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði. Ekki síður er mikilvægt er að bjóða borgarbúum upp á þessu fræðslu og þess vegna er lagt til að hún verði auglýst á vef borgarinnar til að borgarbúar geti notið notið góðs af. MSS22100262
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:
Ógn ytra ofbeldis er sífellt að færast í aukana. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð beiti sér í samræmi við samþykktir Ráðsins fyrir því að settar verði upp myndavélar á alla leikvelli á vegum borgarinnar. Það heyrir til mannréttinda að tryggja börnum fyllsta öryggi í borginni hvar sem er. Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Vissulega kemur myndavél ekki í veg fyrir að glæpur sé framinn en myndavél hefur fælingarmátt og gerist eitthvað er hægt að skoða atburðarás í myndavél og hver var aðili/aðilar í málinu. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð. MSS22100263
Frestað.
- Kl. 15.51 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundi.
- Kl. 16.01 víkur Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir af fundi.
- Kl. 16.06 víkja Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir og Linda Dröfn Gunnarsdóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 16:10
Magnús Davíð Norðdahl
Þorvaldur Daníelsson
Helga Þórðardóttir
Sabine Leskopf
Magnús Davíð Norðdahl Þorvaldur Daníelsson
Sabine Leskopf Helga Þórðardóttir