Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 5

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2022, fimmtudaginn 27. október var haldinn 5. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu Magnús Davíð Norðdahl, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Þorvaldur Daníelsson, Helga Þórðardóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Hulda Elsa Björgvinsdóttir, Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu; Jenný Ingudóttir, Embætti Landlæknis; Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Stígamót; Linda Dröfn Gunnarsdóttir, Samtök um Kvennaathvarf. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. október  2022, um að Trausti Breiðfjörð Magnússon taki sæti í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Ástu Þórdísar Skjalddal Guðjónsdóttur. Jafnframt að Ásta taki sæti til vara í stað Andreu Helgadóttur. MSS22060044

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilnefning Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu um áheyrnarfulltrúa í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði dags. 26. september 2022. Halla Bergþóra Björnsdóttir taki sæti og Hulda Elsa Björgvinsdóttir til vara. MSS22060044

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tilnefning Embætti Landlæknis um áheyrnarfulltrúa í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði dags. 28. september 2022. Jenný Ingudóttir taki sæti og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir til vara. MSS22060044

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tilnefning Stígamóta um áheyrnarfulltrúa í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði dags. 26. september 2022. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir taki sæti og Eygló Árnadóttir til vara. MSS22060044

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tilnefning Samtaka um Kvennaathvarf um áheyrnarfulltrúa í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði dags. 12. október 2022. Linda Dröfn Gunnarsdóttir taki sæti og Laufey Brá Jónsdóttir til vara. MSS22060044

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning formanns á áherslum mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs starfsárið 2022 – 2023. MSS22100227

     

  7. Fram fer kynning áheyrnarfulltrúa ofbeldisvarnarmála, helstu viðfangsefni þeirra og áherslur þeirra stofnana/samtaka sem þau eru í forsvari fyrir. MSS22100227

    -    Kl. 13.23 tekur Sabine Leskopf sæti á fundinum. 
    -    Kl. 13.39 víkja Magnús Davíð Norðdahl og Anna Kristinsdóttir af fundinum. 
    -    Kl. 13.50 taka Magnús Davíð Norðdahl og Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.  
    -    Kl. 15.09 víkur Árelía Eydís Guðmundsdóttir af fundinum.

  8. Umræða um ofbeldi meðal ungmenna. MSS22100253

    Frestað. 

     

  9. Umræða um stöðu eineltismála. MSS22100254

    Frestað.

     

  10. Umræða um hatursorðræðu og aukið aðkast sem hinsegin ungmenni verða fyrir. MSS22100255

    Frestað.

  11. Lögð fram til upplýsingar auglýsing um Landssamráðsfund félags- og vinnumarkaðsráðuneytis sem fram fer þann 9. nóvember 2022, um aðgerðir gegn ofbeldi. MSS22100105

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

    Fjármagn til NPA samninga er ekki nægjanlegt. Vegna vanfjármögnunar í þennan málaflokk er verið að brjóta lög sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga. Spurning hvort ekki sé verið að brjóta mannréttindi á okkar allra viðkvæmustu þegnum. Flokkur fólksins leggur til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð beiti sér í þessu máli. Sendi frá sér ályktun til Ríkisstjórnar Íslands um að setja meira fjármagn í þennan málaflokk. MSS22100261

    Frestað.

     

  13. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins leggur til að kynningar sem fluttar eru í mannréttinda- og ofbeldisvarnaráði verði aðgengilegar borgarbúum. Ráðsmenn fá mikið af kynningum og fræðslu inn á lokuðum fundum mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði. Ekki síður er mikilvægt er að bjóða borgarbúum upp á þessu fræðslu og þess vegna er lagt til að hún verði auglýst á vef borgarinnar til að borgarbúar geti notið notið góðs af. MSS22100262

    Frestað.

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

    Ógn ytra ofbeldis er sífellt að færast í aukana. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð beiti sér í samræmi við samþykktir Ráðsins fyrir því að settar verði upp myndavélar á alla leikvelli á vegum borgarinnar. Það heyrir til mannréttinda að tryggja börnum fyllsta öryggi í borginni hvar sem er. Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna  má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Vissulega kemur myndavél ekki í veg fyrir að glæpur sé framinn en myndavél hefur fælingarmátt og gerist eitthvað er hægt að skoða atburðarás í myndavél og hver var aðili/aðilar í málinu. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð. MSS22100263

    Frestað. 

    -    Kl. 15.51 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundi. 
    -    Kl. 16.01 víkur Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir     af fundi. 
    -    Kl. 16.06 víkja Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir og Linda Dröfn Gunnarsdóttir af fundi.

     

Fundi slitið kl. 16:10

Magnús Davíð Norðdahl
Þorvaldur Daníelsson
Helga Þórðardóttir
Sabine Leskopf

Magnús Davíð Norðdahl Þorvaldur Daníelsson

Sabine Leskopf Helga Þórðardóttir