Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 28

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2024, fimmtudagur 11. janúar var haldinn 28. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Sabine Leskopf, Þorvaldur Daníelsson, Friðjón R. Friðjónsson, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Helga Þórðardóttir. Eftirtalinn fulltrúar tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Einnig sat eftirfarandi embættismaður fundinn: Anna Kristinsdóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun Reykjavíkurborgar. MSS23010175 

    Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. janúar 2024 um stöðu úttektar um kynþátta- og menningarfordóma innan Reykjavíkurborgar. MSS22060212 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju tillaga mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um samráðsvettvang um börn og ungmenni í tengslum við ofbeldi, sbr. 6. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 23. nóvember 2023. 

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Lagt er til að settur verði á fót samráðhópur í Reykjavík sem hafi það hlutverk að vinna að forvörnum gegn ofbeldi meðal barna og ungmenna og samræma þá vinnu. Lögð verði áhersla á þverfaglega samvinnu stofnana og grasrótarsamtaka sem tengjast málefnum barna.

    Tillögunni fylgir greinagerð.
    Breytingartillagan er samþykkt
    Tillagan er samþykkt svo breytt. MSS23060018

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í upphafi kjörtímabilsins lagði Flokkur fólksins fram tillögu um stofnun stýrihóps sem myndi kortleggja aukinn vopnaburð meðal ungmenna í Reykjavík og lagði til aukið samráð þriggja ráða sem koma hvað mest að þjónustu við börn. Þá þegar voru ýmis teikn á lofti um að ofbeldi meðal barna og ungmenna hefði aukist. Fulltrúa Flokks fólksins fannst því mikilvægt að bregðast fljótt við og sporna við þessari þróun með samstilltu átaki. Margir hafa bent á að ofbeldið sé orðið alvarlegra en áður tíðkaðist og jafnframt sýnilegra en áður þar sem það er oft tekið upp og svo dreift á samfélagsmiðla. Þeir sem vinna með börnum eru uggandi vegna þessarar þróunar og telja mikilvægt að brugðist sé við með forvörnum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að allt of langan tíma hafi tekið að bregðast við þessu aukna ofbeldi meðal ungmenna. Þessi tillaga mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um samráðsvettvang um börn og ungmenni í tengslum við ofbeldi hefur þvælst um í kerfinu og hefur margoft verið frestað. Á meðan ekkert er að gert þá heldur ofbeldið áfram með öllum þeim hræðilegu afleiðingum sem það hefur á þá sem fyrir því verða. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að tillagan sé loksins samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um vinnufund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs þann 8. febrúar 2024. MSS23040118 

  5. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um Hverfið mitt, sbr. 7 lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 23. nóvember 2023. MSS23110145 
    Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um starfsemi Bjarkarhlíðar, sbr. 8 lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 23. nóvember 2023. MSS23110146 
    Vísað til umsagnar mannrétttinda- og lýðræðisskrifstofu.

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á stöðu hinsegin málefna. MSS22040247

    Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

Kl. 14.50

Magnús Davíð Norðdahl Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Sabine Leskopf

Friðjón R. Friðjónsson Helga Þórðardóttir

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
28. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 11. janúar 20234