Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 27

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2023, fimmtudagur 14. desember var haldinn 27. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 11.30. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnús Davíð Norðdahl, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir.
Einnig sat eftirfarandi embættismaður fundinn: Anna Kristinsdóttir 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 7. desember 2023, um að Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taki sæti í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Trausta Breiðfjörð Magnússonar. Jafnframt að Andrea Jóhanna Helgadóttir taki sæti sem varamaður í stað Ástu Þórdísar. MSS22060044

    -    Kl. 11. 33 tekur Helga Þórðardóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram styrkumsóknir til mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. MSS23100060

    Samþykkt að veita verkefninu Geltu! stuttmynd um hatursorðræðu, styrk að upphæð kr. 500.000,- 

    Samþykkt að veita verkefninu Kynjaþing, styrk að upphæð kr.400.000,- vegna veitinga, táknmálstúlkun og tækniþjónustu. 

    Samþykkt að veita verkefninu Stafræn þróun og fólk með þroskahömlun, styrk að upphæð kr. 1.000.0000,-

    Samþykkt að veita verkefninu Sjúk ást og Sjúkt spjall, styrk að upphæð kr.1.750.000,-  

    Samþykkt að veita verkefninu Mannflóran, hlaðvarpsþættir um fjölmenningu í íslensku samfélagi, styrk að upphæð kr. 250.000,- 

    Samþykkt að veita verkefninu ADHD á pólsku, styrk að upphæð kr. 250.000,-

    Samþykkt að veita verkefninu Greeks in Iceland, styrk að upphæð kr. 250.000,- 

     

    Öðrum styrkumsóknum er hafnað. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundadagatal mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs vor 2024. MSS22060205 

    Fylgigögn

11.44

Magnús Davíð Norðdahl Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Sabine Leskopf Ásta Björg Björgvinsdóttir

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Helga Þórðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
27. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 14. desember 2023