Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 26

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2023, mánudaginn 11. desember var haldinn 26. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var opinn og haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal og hófst kl. 11.30. Fundinn sátu: Magnús Davíð Norðdahl, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf, Helga Þórðardóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Andrea Jóhanna Helgadóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Magnús Davíð Norðdahl, formaður mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs heldur ávarp og setur opinn fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs sem fram fer undir yfirskriftinni; Lýðræði og tjáningarfrelsi. MSS22110179

    Fylgigögn

  2. Dr. Henry Alexander Henrysson, rannsóknarsérfræðingur á Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, heldur ávarp; Þverhausar og þversagnir: Er skautun umræðunnar óhjákvæmileg afleiðing umburðarlyndis? MSS22110179

    Fylgigögn

  3. Dr. María Rún Bjarnadóttir, forstöðumaður Menntaseturs lögreglu, heldur ávarp; Mörk tjáningarfrelsis. Má ekkert lengur. MSS22110179

    Fylgigögn

  4. Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, heldur ávarp; Mörk og markaleysi í umræðu - í fámennu samfélagi. MSS22110179

  5. Fram fara umræður og spurningar gesta. Til máls taka eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl og Sabine Leskopf. 

  6. Magnús Davíð Norðdahl fundarstjóri, dregur saman umræður og slítur fundi.  

13.03

Magnús Davíð Norðdahl

PDF útgáfa fundargerðar
26. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 11. desember 2023