Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 23

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 12. október var haldinn 23. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.06. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf, Friðjón R. Friðjónsson og Helga Þórðardóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Trausti Breiðfjörð Magnússon. Einnig sat eftirfarandi starfsfólk fundinn: Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 14. júlí 2023 um fjárhagsáætlun 2024 og fimm ára áætlun 2024 - 2028. FAS23010019 

  Fylgigögn

 2. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um bréf til forráðamanna um hnífaburð ungmenna, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 14. september 2023. MSS23090085 
  Samþykkt að vísa til meðferðar skóla- og frístundaráðs. 

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að Reykjavíkurborg sendi foreldrum grunnskólabarna bréf þar sem reglur um bann við vopnaburði væru kynntar og foreldrar hvattir til að ræða þessar reglur við börn sín. Fordæmi eru fyrir slíku bréfi í Kópavogi. Hér er um grafalvarlegt mál að ræða og er nauðsynlegt að grípa til ólíkra aðgerða til að ná til foreldra og barna. Sú tillaga sem hér er lögð fram er einföld kostnaðarlítil aðgerð en gæti skilað góðum árangri. Það eru mörg tilfelli um að unglingar séu með hnífa á sér í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi. Við sem erum í stjórnmálum og þeir sem sitja við stjórnvölinn geta ekki aðeins setið hjá með hendur í skauti. Það þarf bara eitt stungusár til að drepa. Þess vegna þurfa reglur að vera skýrar og foreldrar eru lykilaðilar þegar kemur að því að uppfræða börnin og setja þeim mörk og reglur. Tillögunni er vísað til skóla- og frístundaráðs og vonar fulltrúi Flokks fólksins að tillagan fái góðar viðtökur þar. 

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um valnefnd vegna styrkja mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. MSS23100060
  Lagt er til að Þorvaldur Daníelsson og Helga Þórðardóttir taki sæti í valnefnd. 
  Samþykkt. 

 4. Fram fer umræða um opinn fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs 11. desember 2023. MSS22110179 

 5. Fram fer umræða um skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík 1949 – 1973. MSS23090194

  Mannréttinda- ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Mannréttinda- ofbeldisvarnarráð fagnar framkominni skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 – 1973 sem ráðið telur vel unna. Ráðið harmar þann aðbúnað sem börn bjuggu við á umræddum vistheimilum. Þá telur ráðið afar mikilvægt að Reykjavíkurborg læri af sögunni og tryggi til allrar framtíðar að sambærileg atvik og aðstæður endurtaki sig aldrei. Réttindi og hagsmuni barna ber ávallt að hafa í fyrirrúmi í allri starfsemi borgarinnar sem og annarra opinberra stofnana.

  Fylgigögn

 6. Fram fer kynning á Íslensku æskulýðsrannsókninni. VEL23090087 

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Æskulýðsrannsóknin er viðamikil og gefur hún góða yfirsýn yfir hegðun, stöðu og líðan barna og ungmenna. Sérstaklega er fulltrúa Flokks fólksins brugðið við að sjá hvað líðan unglingsstúlkna er slæm. Það birtist m.a. í því að 23% stúlkna hafa skaðað sig í 10.bekk. Sorglegt að sjá hvað kynferðislegt áreiti er mikið hjá ungmennum bæði frá fullorðnum og jafnöldrum. Það var sláandi að sjá að 58% stúlkna í 10.bekk hafa orðið fyrir stafrænni kynferðislegri áreitni og 35%drengja. Stúlkur eiga marga vini í yngri bekkjum grunnskóla en þegar komið er á unglingsaldur þá eru þær einmanna og telja sig eiga færri vini en drengir. Samskipti stúlkna við foreldra minnka þegar þær eldast og mun færri stúlkur borða kvöldmat með fjölskyldunni en drengir Það þarf að taka alvarlega að stúlkur telja sig ekki eins öruggar og drengir í Reykjavík. Unglingsstúlkur eru mun háðari samfélagsmiðlum en drengir. Börn af erlendum uppruna lenda frekar í einelti og eiga erfiðara með að eignast vini og strákar af erlendum uppruna lenda frekar í slagsmálum. Fulltrúi Flokks fólksins vill hvetja Velferðar yfirvöld til að taka þessar niðurstöður alvarlega og hlúa sérstaklega að þeim hópum sem koma hvað verst út í þessari rannsókn.

  Ragný Þóra Guðjohnsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 7. Fram fer umræða um Kvennaverkfallið sem fram fer 24. október 2023. MSS23100071 

 8. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 9. október 2023, um yfirlit yfir ferðir mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu janúar – september 2023. MSS22120013 

  Fylgigögn

 9. Lagðar fram eftirfarandi greinagerðir vegna styrkja mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs; Hjólakraftur og Rauði krossinn 2021, Sumarfrí innanlands, Sjúkt spjall og Fræðsluefni fyrir fólk af erlendum uppruna 2022 og 2023. MSS22080022 

  Þorvaldur Daníelsson víkur af fundi undir framlagningu greinagerðar um Hjólakraft og Rauða krossinn. 

 10. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 9. október, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu barnasáttmála, sbr. 5. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 14. september 2023. MSS23060047

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Það er eiginlega ótrúlegt að Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaga landsins sé ekki búin að innleiða Barnasáttmálann sem Alþingi lögfesti árið 2013. Það er ekki hægt að lýsa ferlinu öðruvísi en hreinu og kláru hangsi eða sofandahætti. Sannarlega hefur þetta verkefni ekki verið ofarlega á forgangslista þegar kemur að útdeilingu fjármagns. Til að hægt sé að segja að sveitarfélag hafi innleitt sáttmálann þarf öll þjónusta og stjórnsýsla að taka mið af þeim skuldbindingum sem leiða af lögfestingu Barnasáttmálans. Skóla- og frístundasvið er að taka eitt og eitt skref og hægt og bítandi bætast skólar og frístundaheimili við lista þeirra sem hlotið hafa viðurkenningu sem réttindaskólar. En hvað með öll önnur svið? Hvað með stjórnsýsluna? Enda þótt framkvæmd verkefnisins sé í höndum sérhvers stjórnanda þá geta yfirvöld beitt sér með hvatningu og auknu fjármagni. Stjórnvöld geta sett starfsstöðum skilyrði og þannig sett pressu á ferlið. Þetta mál er skýrt dæmi þess að börn eru ekki ofarlega á forgangslista þessa meirihluta né þess síðasta. Hver vísar á annan. Auðvitað á mannréttindaskrifstofa og mannréttindasvið og ráð að beita sér af afli í þessu máli í stað þess að bara bíða og benda á borgarráð. Börn eru látin sitja á hakanum í Reykjavík. Þau eru sett á bið.

  -    Kl. 15.52 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundinum.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl.15.53

Magnús Davíð Norðdahl Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Sabine Leskopf

Friðjón R. Friðjónsson Helga Þórðardóttir

Trausti Breiðfjörð Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 12. október 2023