Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 22

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 28. september var haldinn 22. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Magnús Davíð Norðdahl, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf, Friðjón R. Friðjónsson, Trausti Breiðfjörð Magnússon og Helga Þórðardóttir. Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Margrét Kristín Pálsdóttir, Jenný I. Ingudóttir og Drífa Snædal. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Einnig sátu eftirfarandi embættismenn og starfsfólk fundinn: Anna Kristinsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilnefning Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. september 2023, um að Margrét Kristín Pálsdóttir taki sæti í stað Huldu Elsu Björgvinsdóttur sem varamaður í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði. MSS22060044

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á störfum Samfélagslögreglu. MSS23090132

    Unnar Þór Bjarnason, Sigmundur Grétar Hermannsson og Þórhildur Vala Kjartansdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl.14.00 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundinum og Helga Margrét Marzellíusardóttir tekur sæti. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á verkefninu Saman gegn ofbeldi. MSS22110176 

    Fylgigögn

  4. Samþykkt að taka á dagskrá umræðu um aukna andúð og hatursorðræðu í garð hinsegin fólks. MSS23090187

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af aukinni andúð og hatursorðræðu í garð hinsegin fólks. Eins og nýleg atvik benda til er stutt á milli öfgafullrar umræðu og beinna ofbeldisverka. Fordómar og ofbeldi eiga ekki heima í okkar samfélagi og nauðsynlegt að samfélagið í heild bregðist hart við hvers konar öfgahyggju og ofbeldi sem af henni leiðir. Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð lýsir yfir fullum stuðningi við hinsegin samfélagið. Ljóst er að baráttan fyrir réttindum hinsegin fólks er aldrei búin og að við þurfum öll að leggja lóð á vogarskálarnar.

  5. Umræðu um úttekt á stöðu ofbeldisvarnarmála innan Reykjavíkurborgar og næstu skref, er frestað. MSS22060211

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.15.52

Magnús Davíð Norðdahl Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Sabine Leskopf

Helga Margrét Marzellíusardóttir Helga Þórðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 28. september 2023