Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 20

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 24. ágúst var haldinn 20. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu Magnús Davíð Norðdahl, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf og Einar Sveinbjörn Guðmundsson. Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Margrét Kristín Pálsdóttir, Jenný I. Ingudóttir og Drífa Snædal. Einnig sátu eftirfarandi embættismenn og starfsfólk fundinn: Anna Kristinsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. júní og 18. ágúst 2023, um að Friðjón R. Friðjónsson taki sæti sem aðalfulltrúi í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Söndru Hlífar Ocares. Jafnframt að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir taki sæti sem varamaður í stað Rannveigar Ernudóttur. MSS22060044

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilnefning Samtaka um Kvennaathvarf, dags. 22. ágúst 2023, um að Ingveldur Ragnarsdóttir taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Laufeyjar Brá Jónsdóttur. MSS22060044

     

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundadagatal mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs haust 2023. MSS22060205

     

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um ráðstefnu tengslanetsins Nordic Safe Cities sem fram fer í Vantaa, Finnlandi dagana 8.- 9. nóvember 2023. MSS21110025 

    -    Kl. 13.15 tekur Linda Dröfn Gunnarsdóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 13.25 tekur Helga Margrét Marzellíusardóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  5. Lögð fram að nýju tillaga mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um samráðsvettvang um börn og ungmenni í tengslum við ofbeldi ásamt greinargerð, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 8. júní 2023. MSS23060018
    Vísað til umsagnar velferðarráðs, skóla- og frístundaráðs, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins fagnar að sjálfsögðu að loksins sé verið að stofna samstarfshóp til að bregðast við auknu ofbeldi meðal ungmenna. Flokkur fólksins er sammála því að í þessum málaflokki þurfi vitundarvakningu og samstillt átak allra aðila til að sporna við þessari óheilla þróun. það má segja að þessi tillaga sé nokkurs konar mótsvar eða breytingartillaga við tillögum Flokks fólksins um stofnun stýrihóps sem myndi kortleggja aukinn vopnaburð meðal ungmenna í Reykjavík, og tillögu flokksins um aukið samráð þriggja ráða. Þessi tillaga er mun viðameiri þar sem lagt er til að fulltrúar frá borgarstofnunum, ríkisstofnunum og grasrótarsamtökum taki sæti í samstarfshópnum.

    -    Kl. 13.55 aftengist Helga Margrét Marzellíusardóttir fjarfundarbúnaði og tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  6. Umræðu um úttekt á stöðu ofbeldisvarnarmála Reykjavíkurborgar, dags. 25. apríl 2023, er frestað. MSS22060211

    -    Kl. 14.03 tekur Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um greiningu á efnahagslegum ójöfnuði í Reykjavík ásamt greinargerð, sbr. 4. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 11. maí 2023. Jafnframt er lögð fram umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 21. ágúst 2023. MSS23040057
    Tillögunni er vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Sjálfstæðisflokks gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og fulltrúa Flokks fólksins.

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Óljóst eru bæði tilgangur og útfærsla tillögunnar á vettvangi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðsins en ekki er skilgreint hvað eigi að leggja til grundvallar greiningar til að fá niðurstöður sem gagnast í vinnu við Mannréttindastefnu borgarinnar. Ekki er tekið fram t.d. hvaða gögn, tímabil. samanburð eða breytur í samhengi t.d. við þá jaðarhópa sem eru innan ábyrgðarsviðs ráðsins eigi að skoða. Tillögunni er þess vegna vísað frá.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa tillögu heilshugar og þykir miður að meirihluti ákveði að vísa tillögunni frá. Eins og komið hefur fram er ójöfnuður að aukast með öllum þeim slæmu afleiðingum sem honum fylgja.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um heimilisleysi hælisleitenda í Reykjavík. MSS23080045 

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins  leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins harma þá stöðu sem upp er komin í málefnum hælisleitenda og að hluti þess hóps sé heimilislaus á götum höfuðborgarsvæðisins. Staðan er sú að bjargarlaust fólk er á götunni í aðdraganda íslensks vetrar en við það verður ekki unað. Brýn nauðsyn er að ríkisstjórn Íslands, sem ber ábyrgð á málaflokknum, láti af núverandi framkvæmd sem brýtur á mannréttindum hælisleitenda og er einkar gróf aðför að okkar norræna velferðarsamfélagi sem öllu jafna myndi ekki koma fram við manneskjur með þeim ómannúðlega hætti sem raun ber vitni.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir þá bókun sem hér um ræðir og telur að það sé algjörlega ótækt að fólk sé að lenda á götunni vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Fulltrúinn vill þó taka fram að hann telur að ný lög um hælisleitendur hljóti að vera fyrsta skref í víðtækari aðgerðum sem nauðsynlegar eru til þess að taka á þessum málum heildrænt til þess að hægt verði að bregðast við þeim vanda sem nú hefur skapast hvað þessi mál varðar.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur undir orð fulltrúa meirihlutans um að staða hælisleitenda sem fengið hafa endanlega synjun í kerfinu en eru enn staddir hér á landi sé með öllu óviðunandi og stangast gegn öllum viðmiðum um mannúð. Að fólk skuli neyðast til þess að sofa á götunni er með öllu óásættanlegt og ófyrirgefanleg framkoma. Þá er lagaleg óvissa um ábyrgð með öllu óásættanleg og hlýtur það að vera forgangsmál fyrir forsvarsmenn sveitarfélaga og ríkis að greiða úr þeirri flækju hið snarasta. Í millitíðinni þarf sveitarstjórnarstigið að stíga varlega til jarðar og hafa eftirfarandi í huga: Vandinn sem nú blasir við er hvorki tímabundinn og var ekki ófyrirsjáanlegur. Viðbrögð þurfa að vera í samræmi við þær staðreyndir. Rétt er að benda á í þessu samhengi að ríki og sveitarfélög eru enn að glíma við botnlausan hallarekstur sem að miklum hluta skrifast á vaxtagjöld opinberra aðila vegna hallareksturs á Covid árunum. Vandinn sem hér um ræðir er ótímabundið ástand, ekki yfirstandandi tímabundin neyð. Slíku má ekki mæta með einskiptisaðgerðum heldur verður að tækla slíkan vanda á skipulagðan hátt og þannig að ráð sé gert fyrir kostnaði við slíku viðbragði í áætlunum borgarinnar.

    -    Kl. 14.37 víkur Árelía Eydís Guðmundsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  9. Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum frá mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar hvort ráðið ætli að bregðast við með einhverjum hætti vegna vanrækslu meirihlutans á málefnum barna sem enn eru föst á biðlistum eftir fagþjónustu í skólum borgarinnar. Spurt er vegna þess að fulltrúi Flokks fólksins telur að sú vanræksla sem fólgin er í því að láta biðlista lengjast ár frá ári án þess að gripið sé inn í með raunhæfum hætti, megi í raun túlka sem ákveðna tegund af ofbeldi. Þess vegna þurfi mögulega að eiga sér stað einhverskonar inngrip af hálfu mannréttinda og ofbeldisvarnarráðs hvað þetta varðar. Fulltrúinn hefur í langan tíma gagnrýnt fyrrverandi og núverandi meirihluta fyrir sinnuleysi varðandi þennan málaflokk sem m.a. hefur haft þær afleiðingar að mörg þessara barna hafa orðið af þeirri þjónustu sem þau áttu rétt á vegna aldurs. Í framhaldi af því er það alveg orðið spurning hvort grundvöllur sé fyrir málsókn á hendur Reykjavíkurborg fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þeirra mannréttindabrota sem átt hafa sér stað undanfarin ár gegn þeim börnum sem ekki hafa fengið þá þjónustu sem borginni ber að veita. MSS23080103

Fundi slitið kl. 15.00

Magnús Davíð Norðdahl Þorvaldur Daníelsson

Sabine Leskopf Einar Sveinbjörn Guðmundsson

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Helga Margrét Marzellíusardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð 24.8.2023 - Prentvæn útgáfa