Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 18

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 15. maí var haldinn 18. fundur, aukafundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi og hófst kl. 13.04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Magnús Davíð Norðdahl, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Þorvaldur Daníelsson, Sabine Leskopf, Sandra Hlíf Ocares, Trausti Breiðfjörð Magnússon og Helga Þórðardóttir. Einnig sátu eftirfarandi embættismenn og starfsfólk fundinn: Anna Kristinsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga og umsögn valnefndar, dags 12. maí 2023, um verðlaunahafa Mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2023. Trúnaður ríkir um verðlaunahafa þar til verðlaunin verða afhent þann 19. maí 2023.

    Samþykkt.

Fundi slitið kl. 13.25

Magnús Davíð Norðdahl Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Sabine Leskopf

Sandra Hlíf Ocares Trausti Breiðfjörð Magnússon

Helga Þórðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 15. maí 2023