Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 14

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 23. mars var haldinn 14. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu Magnús Davíð Norðdahl, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Sabine Leskopf, Þorvaldur Daníelsson, Trausti Breiðfjörð Magnússon, Friðjón R. Friðjónsson og Helga Þórðardóttir. Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Margrét Kristín Pálsdóttir, Jenný I. Ingudóttir og Drífa Snædal. Einnig sátu eftirfarandi embættismenn og starfsfólk fundinn: Anna Kristinsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram tilnefning Stígamóta dags. 22. mars 2023, um að Drífa Snædal taki sæti  sem áheyrnarfulltrúi í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur. MSS22060044

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 21. mars 2023, um útgáfu á Kynlegum tölum 2023. MSS23030019

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Það er margt mjög áhugavert sem kemur fram í skýrslunni/bæklingnum Kynlegar tölur. Finna má upplýsingar sem gætu reynst borginni gagnlegar þegar verið er að skipuleggja og þróa þjónustu við borgaranna. Nefna má í þessu sambandi mannfjöldatölur eftir aldurshópum í hverfum. Elsti aldurshópurinn býr sem dæmi helst í Laugardal, Háaleitis og Bústaðahverfi. Ef horft er á innflytjendur eru karlar í meirihluta. Áhugavert er að skoða myndina: Fjöldi starfandi í Reykjavík eftir kyni og hverfaskiptingu 2021. Upp vakna ýmsar spurningar í þessu sambandi og Fjöldi starfandi í Reykjavík eftir kyni og hverfaskiptingu 2021 en karlar er flestir atvinnulausir í Miðborg Hlíðum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvað meirihlutinn í Reykjavík vill gera með þessar niðurstöður. Það yrði synd ef þær væru ekki nýttar á uppbyggilegan hátt.

  Guðný Bára Jónsdóttir og Valgerður Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á frumniðurstöðum embættis landlæknis á áhrifum af rafrænu aðgengi barna og ungmenna að klámi á heilsu þeirra og líðan. Um kynninguna ríkir trúnaður þar til eftir birtingu á niðurstöðum rannsóknar. MSS23030141 

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Aðgengi barna að klámi er áhyggjuefni. Oft ráða foreldrar ekki við neitt og vita jafnvel ekki af því að börn þeirra skoði klám. Áhrif og afleiðingar geta verið alvarlegar og fylgt einstaklingnum inn í fullorðins lífið. Flokkur fólksins minnir á barnaverndarskyldu okkar og tilkynningaskylduna ef einhver hefur grun eða vitneskju um að barn viðhafi skaðlega hegðun. Flokkur fólksins vill vinna með ríkisvaldinu í þessum málum og leggja til að stjórnvöld hefti aðgengi barna undir 18 ára aldri að klámi. Þetta mætti gera með því að nota rafræn skilríki til að loka á efni af þessu tagi fyrir ólögráða einstaklinga. Aðgengi að klámi hefur sennilega aldrei verið meira en nú. Því meira sem eftirspurn er eftir klámi því meira blómstrar þessi iðnaður. Dæmi eru um að börn niður í 10 og 11 ára skoði klám. Hér getur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð beitt sér með ýmsum hætti. Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns opinberum á skaðlegu efni s.s. klámi. Með klámáhorfi eykst einnig hætta á að þau verði fyrir líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Allir eiga að finna til ábyrgðar gagnvart börnum og geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að vernda þau gegn skaða.

 4. Fram fer kynning á Jafnréttisskóla Reykjavíkur. SFS22060175 

  -    Kl. 14.53 víkur Magnús Davíð Norðdahl af fundinum. 

  Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 23. mars 2023, um greinagerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar, við framlagningu ársuppgjörs Reykjavíkurborgar 2022. Greinagerðin eru trúnaðarmerkt þar til eftir framlagningu ársuppgjörs í borgarráði.  MSS23010175

  Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

 6. Fram fer umræða um fulltrúa í valnefnd vegna mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2023. MSS23030124
  Samþykkt að fela starfsmanni mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs að hefja undirbúning valnefndar og mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar. 

 7. Lögð fram drög að útfærslu á tillögu mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs, um úttekt á kynþáttafordómum og birtingarmyndum þeirra innan stofnanna Reykjavíkurborgar, sbr. samþykkt mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 30. júní 2022. MSS22060212

  Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Sósíalista lýsir yfir ánægju með að farið verði í úttekt á kynþáttafordómum innan Reykjavíkur. Mikilvægt er að reynsluheimur þeirra sem eru með erlendan bakgrunn verði skoðaður og að skýrir verkferlar séu til staðar um hvernig eigi að taka á kynþáttfordómum, fordómum og andúð, svo þessi mál endi ekki á þeim sem upplifa slíkt.

  Sema Erla Serdaroglu tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

 8. Fram fer umræða um tækifæri til samstarfs hagsmunaaðila og Reykjavíkurborgar um ofbeldisvarnir. MSS22110178 

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins fagnar umræðu um ofbeldisvarnir og hvaða tækifæri eru til samstarfs hagsmunaaðila og Reykjavíkurborgar um þessar varnir. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á mikilvægi samstarfs við hina ýmsu aðila í tillögum sínum í mannréttindaráði á þessu kjörtímabili. Í því samhengi má nefna tillögu fulltrúa Flokks fólksins um samvinnu vegna aukins ofbeldis ungmenna. Flokkur fólksins hefur jafnframt komið fram með nokkrar tillögur um meira samráð við hagsmunasamtök minnihlutahópa.

 9. Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Flokkur fólksins hefur miklar áhyggjur af auknu aðgengi barna að klámi og þeim afleiðingum sem það áhorf hefur á líf þeirra. Flokkur fólksins vill því spyrja hvort mannréttindaráð hafi einhver áform um að beita einhverjum ráðum til að sporna við þessari þróun? Flokkur fólksins spyr jafnframt hvort ráðið gæti hugsað sér að vinna með stjórnvöldum að því að hefta aðgengi barna undir 18 ára aldri að klámi með rótækum lausnum? Menntamálaráðuneytið var með til skoðunar að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða einstaklinga. Í nóvember 2021 talaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir um að skipa starfshóp ýmissa ráðuneyta auk sambands íslenskra sveitarfélaga. Það væri fróðlegt að vita hvar málið er statt í kerfinu. MSS23030188

Fundi slitið kl. 15.50

Sabine Leskopf Þorvaldur Daníelsson

Unnur Þöll Benediktsdóttir Trausti Breiðfjörð Magnússon

Helga Þórðardóttir Friðjón R. Friðjónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 23. mars 2023