Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð
Ár 2023, fimmtudaginn 9. mars var haldinn 13. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu Magnús Davíð Norðdahl, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Sabine Leskopf, Þorvaldur Daníelsson, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Helga Þórðardóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 6. febrúar 2023, um skil á gögnum vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2024 – 2028.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 7. mars 2023, með dagskrá vinnufundar við gerð áætlunar Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023 -2026.
- Kl. 13.57 víkur Friðjón R. Friðjónsson og Helga Margrét Marzellíusardóttir tekur sæti á fundinum
Sigríður Finnbogadóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tilaga fulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð stofni til mannréttindakaffis með svipuðu sniði og velferðarráð heldur velferðarkaffi. Á slíka fundi væri hægt að bjóða hagsmunasamtökum minnihlutahópa til að heyra frá fyrstu hendi hvað brennur á þeim. Dæmi um slík félög eru ÖBÍ, Félag eldri borgara í Reykjavík FEB, Þroskahjálp, Geðhjálp, Samtökin 78 og fleiri félög. Ráðið væri þannig að teygja sig út til fólksins og tengja sig við borgarbúa. Flokkur fólksins leggur til að slíkir fundir þ.e. mannréttindakaffi færu fram 2-4 sinnum á ári. MSS23030062
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tilaga fulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð haldi málþing um mannréttindi fatlaðs fólks. Dæmi um mannréttindabrot gagnvart fötluðu fólki eru mýmörg og hefur mannréttindaráð ekki heyrt mikið í grasrótinni. Aðgengiserfiðleikar eru sífellt að koma upp og skemmst er að minnast á erfiðleikar sem komu upp á menningarnótt vegna umtalsverðra lokana fyrir bílaumferð. Fatlað fólk sem er með skerta hreyfigetu þarf að notast við bíl. Það er mat Flokks fólksins að svona umtalsverðar lokanir fyrir umferð ganga ekki upp á viðburðadögum. MSS23030063
Frestað.
Fundi slitið kl. 15.27
Magnús Davíð Norðdahl Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Sabine Leskopf Þorvaldur Daníelsson
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Helga Margrét Marzellíusardóttir
Helga Þórðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
13. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 9. mars 2023