Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð - Fundur nr. 11

Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 26. janúar var haldinn 11. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu Magnús Davíð Norðdahl, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Sabine Leskopf, Þorvaldur Daníelsson, Trausti Breiðfjörð Magnússon, og Helga Þórðardóttir. Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Halla Bergþóra Björnsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Helga Margrét Marzellíusardóttir. Einnig sat fundinn Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir og Guðný Bára Jónsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. janúar 2023, um að Helga Margrét Marzellíusardóttir taki sæti sem varamaður í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Söndru Hlíf Ocares. MSS22060044 

    -    Kl. 13.07 tekur Linda Dröfn Gunnarsdóttir sæti á fundinum. 

    -    Kl. 13.08 tekur Jenný Ingudóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu úttektar á ofbeldisvarnarmálum hjá Reykjavíkurborg, sbr. samþykkt mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 8. september 2022. MSS22060211

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst miður að úttektin á ofbeldisvarnarmálum hafi tafist. Samkvæmt minnisblaði virðist sem verkefnið sé aðeins á byrjunarstigi. Mikil umræða hefur verið um aukna ofbeldismenningu hjá ungu fólki undanfarið. Það verður að hafa hraðar hendur og greina vandann svo hægt sé að bregðast við á viðunandi hátt. Öll bið og seinkun er mjög bagaleg. Úttektin á að miða að því að fá heildstæða sýn á stöðu ofbeldisvarna hjá Reykjavíkurborg í víðu samhengi. Til þess að fá heildstæða sýn á stöðu mála þá þarf að hafa viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks Til að uppfylla kröfuna um heildarsýn og að skoða málin í víðu samhengi þá verður að tala við fleiri en embættismenn borgarinnar. Í ljósi þessa telur Flokkur fólksins mikilvægt að talað verði líka við þá sem vinna í nánu starfi við ungmenni eins og kennara og starfsmenn félagsmiðstöðva. Jafnframt þá sem vinna í návígi við íbúana eins og t.d. starfsfólk á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Ofbeldi á samfélagsmiðlum virðist hafa aukist mikið og þá sérstaklega hjá ungu fólki. Spurning hvort hægt sé skoða stöðuna í þeim málum sérstaklega í þessari úttekt.

    Kristín Hjálmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á Heimilislaust fólk og heimilisofbeldi, samantekt og tillögur starfshóps um stöðu heimilislauss fólks í tengslum við heimilisofbeldi. MSS23010128 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins vill bæta þjónustuna við heimilislaust fólk. Það er sérkennilegt að tala um heimilisofbeldi hjá heimilislausu fólki en samkvæmt skilgreiningu er það ofbeldi milli skyldra aðila og getur gerst hvar sem er. Það er staðreynd að heimilislaust fólk með fjölþættan vanda er í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart ofbeldi. Það hefur orðið mikil fjölgun í hópi heimilislausra undanfarið ár en það sýna nýtingatölur gistiskýlanna. Gistiskýlin eru einungis opin frá 17 á daginn til 10 á morgnana. Reykjavíkurborg veitir skjól hálfan sólarhringinn og því mætti spyrja þeirrar áleitnu spurningar hvort borgin sé að veita skjól fyrir ofbeldi eingöngu hálfan sólarhringinn. Sennilega væri auðveldara að koma í veg fyrir ofbeldi hjá þessum hópi ef athvarf væri opið fyrir þennan hóp allan sólarhringinn. Það er ekki eingöngu ofbeldi sem ógnar þessum hópi heldur eru miklar vetrarhörkur hættulegar fyrir heimilislaust fólk Það þurfti bæði kraftmikla umræðu og mikinn þrýsting til að fá velferðaryfirvöld í borginni til að hafa skýlin opin yfir mestu kuldatíðina. Segja má að það hafi verið ofbeldi að senda heimilisfólk út í kuldann sem hvergi átti skjól. Flokkur fólksins telur að áherslan eigi fyrst og fremst að vera á að hjálpa fólki að fá þak yfir höfuðið sem er grundvallarmannréttindi

    Valgerður Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um verkefnið Barnvæn sveitarfélög. MSS22060213 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þetta verkefni er því miður ekki komið langt hjá Reykjavíkurborg. Mannréttinda og ofbeldisvarnarráð sendi inn erindi til borgarráðs um að innleiða Barnasáttmálann. Borgarráð tók vel í hugmyndina og vill koma verkefninu í gang. Það er hins vegar ekki búið að taka ákvörðun um hver eigi að bera ábyrgð á verkefninu. Áætlað er að hafa fund fljótlega með skóla og frístundaráði ásamt öðrum ráðum og þar á að ákveða hver eigi að bera ábyrgð á verkefninu. Flokkur fólksins vill hvetja til þess að þessi fundur verði haldinn sem fyrst og að innleiðingin komist sem fyrst í gang. Reykjavíkurborg hefur birt yfirlýsingu um að ætla að verða barnvænasta borgi í heimi. Það er langt í land að svo verði því daglega er brotið á börnum í Reykjavík t.d. með því að láta 2048 börn bíða eftir þjónustu.

  5. Fram fer umræða um tækifæri til samstarfs hagsmunaaðila og Reykjavíkurborgar um ofbeldisvarnir. MSS22110178 

  6. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um fundarröð með helstu hagsmunasamtökum minnihlutahópa, sbr. 9. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 12. janúar 2023. MSS23010140 

    Frestað.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um viðbrögð við ofbeldi gagnvart fötluðu fólki, sbr. 10. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 12. janúar 2023. MSS23010141

    Frestað. 

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning skóla- og frístundasviðs á verkferlum vegna ofbeldis/meints ofbeldis starfsfólks í garð barna. MSS23010244 

    Ragnheiður Stefánsdóttir, Ragna Sigrún Kristjónsdóttir og Þórunn Helga Benediktz taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 21. desember 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um aðgerðaráætlun gegn ofbeldi, sbr. 6. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 24. nóvember 2022. MSS2211219 

    -    Kl. 15.55 víkur Linda Dröfn Gunnarsdóttir af fundinum.

    -    Kl. 15.57 víkur Halla Bergþóra Björnsdóttir af fundinum 

    -    Kl. 16.08 víkur Jenný I. Ingudóttir af fundinum.

    -    Kl. 16.09 víkur Helga Margrét Marzellíusardóttir af fundinum.

    -    Kl. 16.16 víkur Helga Þórðardóttir af fundinum. 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um ábyrgð ofbeldisvarnaráðs á Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi. Í áætluninni eru nefndir ýmsir aðilar sem eru ábyrgir fyrir sérstökum verkefnum og að verkefni eigi að vera komin til framkvæmda haustið 2022. Hvort það hafi náðst er allur gangur á. En ef áætluninni er ekki fylgt hver ber á því ábyrgð? Fram kemur í svari að ef um frestun er að ræða eigi að koma á því skýringar eða greina skuli frá ástæðum þess að verkefni hafi ekki verið unnin. Fram kemur að Ofbeldisvarnanefnd hafi sinnt eftirfylgni með að verkefni væru unnin samkvæmt áætlun og t.d. kalla ábyrgðaaðila inn á fund nefndarinnar til að skýra frestun á verki eða ef hætt hafi verið við þau af einhverjum ástæðum. Nú er ekki lengur um sérstaka Ofbeldisvarnanefnd að ræða heldur er búið að færa málaflokkinn inn í mannréttindaráð og ofbeldisvarnarráð. Ekki kemur fram í svari hvort halda eigi samskonar eftirfylgni áfram og sem var hjá Ofbeldisvarnanefndinni. Með fyrirspurninni er Flokkur fólksins ekki að hvetja til að það eigi að refsa fólki fyrir að framfylgja ekki verkefnum eins og ýjað er að í svari. Hér aðeins verið að minna á ábyrgðarskyldu okkar að fylgja eftir verkefnum og áætlunum.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16.20

Magnús Davíð Norðdahl Þorvaldur Daníelsson

Trausti Breiðfjörð Magnússon Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
11. fundur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 26. janúar 2023