Mannréttinda- og lýðræðisráð
Ár 2018, mánudaginn 10. desember, var haldinn 9. fundur Mannréttinda- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst klukkan 10:43. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Skúli Helgason, Guðrún Ögmundsdóttir, Katrín Atladóttir, Daníel Örn Arnarson, Gunnlaugur Bragi Björnsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Fram fer setning á opnum fundi mannréttinda- og lýðræðisráðs. Yfirskrift fundarins er: Alþjóðlegur dagur mannréttinda 2018. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar setur fundinn.
-
Fram fer kynningin Hvers þarfnast barn á flótta? Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi.
-
Fram fer kynningin Mannréttindi eða kvenréttindi? Eva Huld Ívarsdóttir, meistaranemi í lögfræði.
-
Fram fer kynningin Við getum öll gert eitthvað! Auður Jónsdóttir, rithöfundur.
-
Fram fara umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri er Gunnlaugur Bragi Björnsson.
Fundi slitið klukkan 13:00
Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason