Mannréttinda- og lýðræðisráð - Fundur nr. 8

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2018, fimmtudaginn 22. nóvember var haldinn 8. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.14.00. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Þorkell Heiðarsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Katrín Atladóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Daníel Örn Arnarsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags., 20. nóvember 2018, til velferðarráðuneytisins varðandi reglur um aðgreiningu salerna, snyrtinga og baðaðstöðu eftir kynjum. R18110160.

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda- og lýðræðisráð fagnar framlögðu bréfi mannréttindastjóra til velferðarráðuneytis og telur mikilvægt að fá sem fyrst upplýsingar um afstöðu ráðuneytisins til þeirra álitaefna sem í bréfinu eru rakin. Fulltrúar ráðsins binda vonir við jákvæð viðbrögð og vilja til breytinga, enda telja þeir mikilvægi þess að vinna gegn kynjatvíhyggju og tryggja aðgengi allra að þjónustu og aðstöðu Reykjavíkurborgar ótvírætt.

     

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á skýrslunni Lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar: Greining og tillögur um framtíðarskipan stafrænna samráðs- og lýðræðisverkefna. 

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttindaskrifstofu er falið að móta tillögur um framtíð lýðræðisgátta Reykjavíkuborgar í samstarfi við þá aðila sem komu að gerð skýrslunnar Lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar: Greining og tillögur um framtíðarskipan starfrænna samráðs- og lýðræðisverkefna, og leggja tillögurnar fyrir mannréttinda- og lýðræðisráði.  

    Þröstur Sigurðsson, Helga Björg Ragnarsdóttir og Unnur Margrét Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á verkefninu Sköpunartorg.

  4. Fram fer umræða um tillögur umboðsmanns borgarbúa í árskýrslu umboðsmanns borgarbúa 2018. 

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda og lýðræðisráð tekur undir tillögur umboðsmanns borgarbúa sem fram koma í skýrslu hans. Ráðið felur mannréttindaskrifstofu og umboðsmanni borgarbúa að gera kostnaðarmat og aðgerðaráætlun vegna þeirra. Einnig að leitað verði umsagna hjá helstu aðilum sem málið varða.

    Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Lögð fram greinagerð vegna skyndistyrks mannréttinda- og lýðræðisráðs 2017 til  Andrýmis Félagsrýmis 

  6. Lögð fram drög að erindisbréfi um skipun stýrihóps til að yfirfara reglur um skyndistyrki mannréttinda- og lýðræðisráðs.
    Samþykkt að Gunnlaugur Bragi Björnsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Daníel Örn Arnarsson taka sæti í stýrihópnum. 

  7. Lagðar fram umsóknir til mannréttinda- og lýðræðisráðs um skyndistyrki: 
    Samþykkt að veita 30 ára afmælisfagnaður HIV Ísland – HIV Ísland styrk að upphæð kr. 300.000.
    Samþykkt að veita Kvennafrí 2018 styrk að upphæð kr. 500.000
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

  8. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verkefni á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs varðandi aðgerðir til að auka kosningaþátttöku ungs fólks og innflytjenda sem kynnt var í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 25. október 2018.
    Formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs svarar fyrirspurninni munnlega.

     

    Fylgigögn

  9. Lögð fram að nýju tillaga frá fulltrúa Flokks fólksins, að mannréttinda- og lýðræðisráð beiti sér fyrir lausnum í samvinnu við velferðaráð og velferðarsvið til að rjúfa þá félagslegu- og menningarlegu einangrun sem innflytjendur í Fellahverfi búa við, sbr.7. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 13. september 2018. R18090194.
    Synjað.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um opinn fund mannréttinda- og lýðræðisráðs sem verður haldin 10. desember 2018. 

    -    Kl. 17.18 víkur Gunnlaugur Bragi Björnsson af fundi.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:21

Dóra Björt Guðjónsdóttir