No translated content text
Mannréttinda- og lýðræðisráð
Ár 2018, fimmtudaginn 25. október, var haldinn 6. fundur Mannréttinda- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhús og hófst klukkan 11:07. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Skúli Helgason, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Örn Þórðarson. Fundarritari: Elísabet Pétursdóttir
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að aðgerðaráætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019-2022.
- Kl. 15.00 tekur Ásta Dís Guðjónsdóttir sæti á fundinum.
-
Fram fer kynning á verkefninu Saman gegn ofbeldi.
-
Skýrsla um lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar: Greining og tillögur um framtíðarskipan stafrænna samráðs- og lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 13. september s.l. um að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þátttöku í íþróttum og tómstundum R18090193.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins draga tillöguna til baka þar sem sambærileg tillaga var lögð fyrir í borgarstjórn og samþykkt þar.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa flokk fólksins um auknar fjárheimildir skrifstofu borgarstjórnar til að halda úti skrá yfir fyrirspurnir og tillögur R18090188.
Frestað.
Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkveitinga mannréttinda- og lýðræðisráðs 2017 og 2018:
a)Trans barnið
b)Tabú
c)Heimur Luca
d)Hraðar hendur
-
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins í mannréttinda og lýðræðisráði leggur til að Reykjavíkurborg vinni markvisst að því að tekinn verði upp skólafatnaður í samvinnu við verkalýðsfélögin og eða lífeyrissjóði.
Greinagerð fylgir tillögunni R18100352.
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fyrirspurn frá fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Óskað er eftir kynningu á verkefni á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs varðandi aðgerðir til að auka kosningaþátttöku ungs fólks og innflytjenda sem kynnt var í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga.
Fundi slitið klukkan 16:41
Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason