Mannréttinda- og lýðræðisráð
Ár 2018, mánudaginn 24. september, var haldinn 4. fundur Mannréttinda- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Bárubúð, Ráðhúsi og hófst klukkan 16:41. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Daníel Örn Arnarson, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Sigrídur Arndis Jóhannsdottir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lagðar fram umsóknir mannréttinda- og lýðræðisráðs um skyndistyrki.
Samþykkt að veita umsókninni Fest Afrika 2018, styrk að upphæð kr. 300.000.
Samþykkt að veita umsókninni Móður Teresu systur – strætókort, styrk í formi 400 strætómiða, að upphæð kr.174.000. -
Fram fer kynning á Snjallborgir, yfirlitsskýrsla.
Kristinn Jón Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á málþingi á vegum Nordic Safe Cities í Kristiansand sem fram fór 28.-31. ágúst 2018 og fulltrúi mannréttindaskrifstofu Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir sótti.
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram til samþykktar reglur og skipan kjörstjórnar á hverfakosningar - Hverfið mitt.
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs um breytingu á kjörstjórn:
Mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkir breytingar á reglum og skipan kjörstjórnar í hverfakosningum – Hverfið mitt, og ákveður að mannréttindastjóri Anna Kristinsdóttir taki einnig sæti í kjörstjórn.
Samþykkt.
Guðbjörg Lára Másdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á notendaráð – ferlinefnd fatlaðs fólks.
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs:
Lagt er til að haldinn verði samráðsfundur hagsmuna- og grasrótarsamtaka um málefni fatlaðs fólks í október 2018. Mannréttindaskrifstofu er falið að skipuleggja viðburðinn og er hann í samræmi við aðgerðaráætlun í mannréttindamálum 2018-2022.
Samþykkt.
Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur fram tillögu um að Reykjavíkurborg taki upp beint og milliliðalaust lýðræði í Reykjavík þegar valdhafar borgarinnar ákveða framkvæmdir á umdeildum málum. Telur Flokkur fólksins það mannréttindamál að íbúar í Reykjavík gefist kostur á að segja sitt álit á málefnunum áður en til framkvæmda kemur. Þá er mikilvægt að íbúar geti forgangsraðað framkvæmdum í borginni með hag þeirra sjálfra í huga. Verkefni sem eru vel til þess fallin að leggja fyrir borgarbúa í dag eru eins og borgarlínan, uppbygging á Kringlusvæðinu, í Mjóddinni, Sundabraut og lokun gatna fyrir bílaumferð í miðborg Reykjavíkur svo dæmi séu tekin.
Greinargerð fylgir tillögunni
Frestað.
Fundi slitið klukkan 16:45
Dóra Björt Guðjónsdóttir