Mannréttinda- og lýðræðisráð - Fundur nr. 3

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2018, fimmtudaginn 13. september var haldinn 3. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Skúli Helgason, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Jórunn Pála Jónasdóttir og Daníel Örn Arnarsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram samþykktir mannréttinda- og lýðræðisráðs til umsagnar. 

    Lögð fram svohljóðandi umsögn mannréttinda- og lýðræðisráðs:

    Lagt er til að bætt verði aftur inn í samþykktirnar það sem kemur að stjórnkerfisverkefnum og stjórnkerfisnefnd, sbr. það sem var í samþykktum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

    Samþykkt að senda umsögn um samþykktir mannréttinda- og lýðræðisráðs til forsætisnefndar.

    Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á tillögu að rammaáætlun vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2019 R18010348.

    Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs

    Lagt er til að allar fjárheimildir stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 2018 færist yfir til mannréttinda- og lýðræðisráðs. Ásamt öðrum fjárheimildum sem fylgja lýðræðisverkefnum sem eru á verksviði ráðsins.

    Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.

    Sigurður Páll Óskarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á verkefnum umboðsmanns borgarbúa

    Fulltrúi flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur skynjað og heyrt víða að það er almenn ánægja með Umboðsmann borgarbúa. Ljóst er nú að mikil þörf var fyrir að setja þetta embætti á laggirnar enda hefur embættinu borist mun fleiri mál en reiknað var með. Það sýnir að mati borgarfulltrúa að vandi og vanlíðan borgarbúa er greinilega meiri og duldari en borgarstjórnvöld hafa látið sér detta í hug. Það er mjög mikilvægt að borgarstjórn og borgarkerfið allt eigi góð samskipti við Umboðsmanninn. Borgarkerfið þarf styðji vel við embættið að öllu leyti og mæta kalli þess um samráð og samvinnu með markvissum hætti, hratt og vel. 

    Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á tilhögun fjölmenningardags 2018. Jafnframt lögð fram tillaga mannréttindaráðs frá síðasta kjörtímabili, eftir afgreiðslu fjölmenningarráðs 

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er undir ákvörðun fjölmenningarráðs frá dags, 5. september sl. varðandi fyrirkomulag fjölmenningardags 2018.

    Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á stöðu gagnamála.

    Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Páll Hilmarsson og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindisbréf til samþykktar um stýrihóp um framtíðarskipan hverfisráða. Í stýrihópinn verður skilað inn tilnefningum fyrir kl. 14, 14. september 2018. Elísabet Pétursdóttir er starfsmaður stýrihópsins, sem mun skila tillögum til borgaráðs fyrir 13. nóvember 2018.

    Samþykkt.  

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:  

    Lagt er til að mannréttinda- og lýðræðisráð og Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þátttöku í íþróttum og tómstundum. Sjá nánar í greinargerð með tillögunni sem skilað verður inn fyrir fundinn.

    Frestað. 

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokk fólksins: 

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttindi- og lýðræðisráð beiti sér fyrir lausnum í samvinnu við velferðaráð og velferðarsvið til að rjúfa þá félagslegu- og menningarlegu einangrun sem innflytjendur í Fellahverfi búa við. Réttur þeirra er að geta samlagast íslensku samfélagi með eðlilegum hætti. 

Fundi slitið klukkan 17:06

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir