Mannréttinda- og lýðræðisráð - Fundur nr. 20

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2019, fimmtudaginn 16. maí var haldinn 20. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs. Fundurinn var opinn og haldinn í Tjarnarsal og hófst kl. 08.30. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Skúli Helgason, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Katrín Atladóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Daníel Örn Arnarsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer setning á opnum fundi mannréttinda- og lýðræðisráðs. Yfirskrift fundarins er Orð sem valdatæki – Mörk hatursorðræðu, tjáningarfrelsis og meiðyrða. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar setur fundinn. R19030307

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynningin Hvað er hatursorðræða? Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt og fyrrv. dómari Íslands við mannréttinda dómstól Evrópu. R19030307

  3. Fram fer kynningin Skítugi útlendingurinn – Orsök og afleiðingar haturstjáningar

    Eyrún Eyþórsdóttir aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. R19030307

  4. Fram fara pallborðsumræður ásamt fyrirlesurum, Báru Huld Beck, blaðamanni á Kjarnanum og einn höfundur bókarinnar Þjáningarfrelsið – Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla og Báru Halldórsdóttur aktívista. Fundarstjóri er Arnar Snæberg Jónsson. R19030307

  5. Fram fer samantekt, Gunnlaugur Bragi Björnsson varaformaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. R19030307

Fundi slitið kl. 10.00

Dóra Björt Guðjónsdóttir
Gunnlaugur Bragi Björnsson Skúli Helgason
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir Katrín Atladóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir Daníel Örn Arnarsson

PDF útgáfa fundargerðar
20. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs 16. maí 2019