Mannréttinda- og lýðræðisráð
Ár 2018, fimmtudaginn 23. ágúst var haldinn 2. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Skúli Helgason, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Katrín Atladóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. júlí sl., um kosningu á fulltrúum í mannréttinda- og lýðræðisráð þar sem tilkynnt er að Gunnlaugur Bragi Björnsson taki sæti í mannréttinda- og lýðræðisráði í stað Diljár Ámundadóttur. Einnig var samþykkt að Vilborg Guðrún Sigurðardóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Gunnlaugs. R18060083.
Fylgigögn
-
Fram fer kosning um varaformann mannréttinda- og lýðræðisráðs.
Gunnlaugur Bragi Björnsson er kosin varaformaður. -
Fram fer umræða um landsfund jafnréttisnefnda 2018, sem fram fer þann 20. september næstkomandi.
Fylgigögn
-
Lagðar fram greinagerðir vegna styrkja mannréttindaráðs:
a) Kynjaþing
b) Uppgjör við ástandið.
c) Styrktarfélagið Ás
d) Móðurmál umhverfisverkefnabókFylgigögn
- Greinagerð kvenréttindafélag Íslands - Kynjaþing
- Greinagerð - Uppgjör við ástandið
- Greinagerð styrktarfélagið Ás - Myndlistarnámskeið fyrir fjölfötluð börn
- Fylgiskjal með greinagerð styrktarfélagsins Ás - Námskeiðslýsing Margrét M. Norðdahl
- fylgiskjal með greinagerð styrktrafélagsins Ás - Valgerður Unnarsdóttir forstöðumaður Lyngás
- Móðurmál - Umhverfisverkefni móðurmáls
- Móðurmál - Umhverfisorðabók
-
Fram fer umræða um starfsdag mannréttinda- og lýðræðisráðs sem fram fer 6. september n.k.
-
Fram fer kynning á aðgerðaráætlun í mannréttindamálum 2018-2022.
Halldóra Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fjölmenningarþingum Reykjavíkurborgar. Næsta fjölmenningarþing verður haldið 17. nóvember 2018 n.k.
Mannréttinda- lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar í mannréttinda- og lýðræðisráði þakka Joanna Marcinkowska og Sabine Leskopf fyrir góða kynningu og vandaða skýrslu um niðurstöður fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar 2017. Aðgengi allra íbúa að upplýsingum og samfélaginu í heild er mikilvægt mannréttinda- og lýðræðismál. Ráðið mun áfram beita sér fyrir samtali og þróun í þeim málum og mun taka ábendingar og niðurstöður frá fjölmenningarþingi síðasta árs inn í vinnu ráðsins við endurskoðun aðgerðaáætlunar í mannréttindamálum. Þá skora fulltrúarnir á ríkið og stofnanir að slást í hópinn á fjölmenningarþingi ársins og taka þátt í aðgerðum til að stuðla að aðgengi nýrra íbúa að samfélaginu.
Joanna Marcinkowska sérfræðingur í málefnum innflytjenda af mannréttindaskrifstofu, og Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Evrópuverkefninu Populism and Civic Engagement (PaCE), úr Rannsóknarsjóð Evrópusambandsins, Horizon 2020.
Magnús Yngvi Jósefsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á áfangaskýrslu um innleiðingu þjónustu.
Arna Ýr Sævarsdóttir, Andri Geirsson og Elísabet Ingadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða vegna fyrirspurnar borgarráðs vegna kynhlutlausra salerni og úttekt á klefa- og salernisaðstæðum í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar. R18070064.
Lögð er fram svohljóðandi umsögn mannréttinda- og lýðræðisráðs:
Við umfjöllun og meðferð tillögunnar á vettvangi mannréttinda- og lýðræðisráðs var almennt farið yfir þær aðgerðir sem þyrfti að ráðast í við að gera ókyngreind salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar, þ.e. á Höfðatorgi og í Ráðhúsi, Ekki var sérstaklega fjallað um efni reglugerða vegna tillögunnar enda er Mannréttindaskrifstofu falið að útfæra framkvæmdina nánar. Talið var nauðsynlegt að fyrir lægi vilji/afstaða ráðsins áður en formlegur undirbúningur hæfist, þ.m.t. að sækja um undanþágur vegna reglugerðar nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða. Jafnframt er bent á að í tillögunni er gert ráð fyrir að áður en framkvæmdir við slíkar breytingar hefjist myndi farið í samráðsferli við starfsfólk.
Samþykkt að senda umsögn mannréttinda- og lýðræðisráðs til borgarráðs.
Fundi slitið klukkan 17:10
Dóra Björt Guðjónsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Skúli Helgason