Mannréttinda- og lýðræðisráð - Fundur nr. 17

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2019, fimmtudaginn 11. apríl var haldinn 17. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.14.02. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Katrín Atladóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Þór Elís Pálsson og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram reglur um styrki mannréttinda- og lýðræðisráðs. R19020233
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram að nýju til afgreiðslu umsóknir mannréttinda- og lýðræðisráðs um skyndistyrki, sbr. 11. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 28. mars 2019. R19040083:

    Samþykkt að veita umsókn um Leikjadag fjölskyldunnar, styrk að upphæð kr. 50.000.
    Samþykkt að veita umsókn um Regnbogaþráðinn, styrk að upphæð kr. 113.000. 

    Afgreiðslu á umsókn Alþjóðlega friðardagsins er frestað. 
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram skipan valnefndar vegna mannréttindaverðlauna 2019. R19030307 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram að nýju vinnureglur Hvatningarverðlauna mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, sbr. 6. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 28. mars 2019. R19030307
    Samþykkt.

              Fylgigögn

            1. Lagðar fram að nýju verklagsreglur mannréttinda- og lýðræðisráðs, sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 28. mars 2019. R19020232  
              Samþykkt.

              Fylgigögn

            2. Lagt fram bréf borgarráðs dags.15. janúar 2019 vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2020 - 2024. R19010204

              Fylgigögn

            3. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs um Gagnsjá Reykjavíkurborgar, sbr. 4. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 28. mars 2019: 

              Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að opnun Gagnsjár Reykjavíkurborgar. Með Gagnsjá stígi borgin mikilvægt skref að enn ítarlegri upplýsingamiðlun til íbúa borgarinnar. Gagnsjáin styðji við markmið borgarinnar um að eiga frumkvæði að ítarlegri upplýsingamiðlun til íbúa. Gagnsjáin sé þannig hluti af lýðræðis- og samskiptakerfum borgarinnar, stuðli að gagnsæi, bættri þjónustu, upplýsingagjöf og auðveldi borgarbúum að hafa samskipti við borgina, falast eftir ítarlegri upplýsingum, koma að ákvarðanatöku og senda ábendingar og tillögur á einfaldan hátt, í samræmi við stöðu máls innan borgarkerfisins. Í Gagnsjá verði t.d. á einfaldan hátt hægt að sjá stöðu mála og yfirlit yfir mál hvers kjörins fulltrúa ásamt fylgigögnum og tengingu við skyld mál. Einnig nái Gagnsjá yfir önnur mál borgarinnar sem eru ekki undir trúnaði eða falla undir persónuvernd. Skrifstofu þjónustu og reksturs verði falið að greina núverandi stöðu og leggja fram drög að útfærslu og mati á því hvernig best verði að verkinu staðið út frá henni. Einnig leggi skrifstofan mat á kostnaði við verkefnið og dragi upp hugsanlega verk- og tímaáætlun.

              Greinagerð fylgir tillögunni. R19030273
              Samþykkt.

              Fylgigögn

            4. Umræða að nýju á dagskrá um þema opins fundar sem verður haldinn þann 16. maí 2019 á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar, sbr. 10. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 28. mars 2019. R19030307

            5. Lögð fram umsögn mannréttinda- og lýðræðisráðs um  711. mál - frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými). R19040084
              Samþykkt.

            6. Umræðu er frestað um komandi vinnu við gerð Lýðræðis- og samráðsstefnu Reykjavíkurborgar. R18010207
              Frestað

            7. Fram fer umræða um íbúaráð Reykjavíkurborgar. R18030194

            8. Fram fer umræða um réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. R19020187

              Lögð fram svohljóðandi bókun mannréttinda- og lýðræðisráðs:

              Vegna umræðu um nýtt búsetuúrræði fyrir geðfatlað fólk í Hagaseli í Seljahverfi vill mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar ítreka skýlausan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu og sameinandi samfélags án aðgreiningar eins og fram kemur í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ekki stafar sérstök hætta af geðfötluðu fólki og mikilvægt að ala ekki á slíkum fordómum. Það virðist þrautseig mýta að fylgni sé milli geðfötlunar og þess að beita ofbeldi. Reynslan er hins vegar sú að geðfatlaðir eru líklegri til að vera þolendur ofbeldis en gerendur þess. Í dag býr á fimmta hundrað fatlaðra einstaklinga í sambærilegum búsetuúrræðum víðs vegar um borgina. Fyrirhuguð er mikil uppbygging fyrir fatlað fólk í Reykjavík, eða á annað hundrað íbúðir á næstu 10 árum og er þörfin fyrir lóðir í grónum hverfum því brýn. Fatlað fólk á rétt á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum í samfélagi við fatlað og ófatlað fólk. Þann rétt stöndum við vörð um.

              Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

            9. Lagðar fram fundargerðir ofbeldisvarnarnefndar frá 1. apríl og öldungaráði frá 1. apríl 2019. R19040081

              -    Kl. 17.02 víkur Skúli Helgason af fundi.

              Fylgigögn

            Fundi slitið klukkan 17:05

            Dóra Björt Guðjónsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir