Mannréttinda- og lýðræðisráð - Fundur nr. 16

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2019, fimmtudaginn 28. mars var haldinn 16. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:02. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Katrín Atladóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Þór Elís Pálsson og Skúli Helgason. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Sigríður Magnea Jónsdóttir og Villimey Líf Friðriksdóttir, nemar í þroskaþjálfun sem hafa verið í starfsnámi á mannréttindaskrifstofu. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á hugmyndafræði rökræðulýðræðis og slembivals. R19030280

    -    Kl. 14:04 tekur Gunnlaugur Bragi Björnsson sæti á fundinum. 
    Sævar Finnbogason frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á hverfisskipulagi og samráði Reykjavíkurborgar. R19010131

    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer umræða um komandi vinnu við gerð lýðræðis- og samráðsstefnu Reykjavíkur. R18010207

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata:

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja til að hafinn verði undirbúningur að opnun Gagnsjár Reykjavíkurborgar. Með Gagnsjá stígi borgin mikilvægt skref að enn ítarlegri upplýsingamiðlun til íbúa borgarinnar. Gagnsjáin styðji við markmið borgarinnar um að eiga frumkvæði að ítarlegri upplýsingamiðlun til íbúa. Gagnsjáin sé þannig hluti af lýðræðis- og samskiptakerfum borgarinnar, stuðli að gagnsæi, bættri þjónustu, upplýsingagjöf og auðveldi borgarbúum að hafa samskipti við borgina, falast eftir ítarlegri upplýsingum, koma að ákvarðanatöku og senda ábendingar og tillögur á einfaldan hátt, í samræmi við stöðu máls innan borgarkerfisins. Í Gagnsjá verði t.d. á einfaldan hátt hægt að sjá stöðu mála og yfirlit yfir mál hvers kjörins fulltrúa ásamt fylgigögnum og tengingu við skyld mál. Einnig nái Gagnsjá yfir önnur mál borgarinnar sem eru ekki undir trúnaði eða falla undir persónuvernd. Skrifstofu þjónustu og reksturs verði falið að greina núverandi stöðu og leggja fram drög að útfærslu og mati á því hvernig best verði að verkinu staðið. Einnig leggi skrifstofan mat á kostnaði við verkefnið og dragi upp hugsanlega verk- og tímaáætlun. 

    Greinagerð fylgir tillögunni. R19030273
    Frestað.

      Fylgigögn

    1. Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs:

      Fulltrúar mannréttinda- og lýðræðisráðs leggja til að umgjörðin í kringum tjáningarfrelsisverkefnið ICORN (Reykjavík sem skjólborg) verði skýrð með það að markmiði að gera val á rithöfundi gagnsærra og tryggja faglega umgjörð í kringum dvöl rithöfundar sem dvelur í Reykjavík í boði borgarinnar vegna tjáningarfrelsissjónarmiða. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar skipi hverju sinni nefnd þriggja fulltrúa sem velji rithöfund. Einn fulltrúi komi frá Bókmenntaborginni, einn frá Rithöfundasambandi Íslands og einn frá PEN. Með valnefndinni starfi mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Til þess að skýra verkaskiptingu vegna verkefnisins er lagt til að menningar- og ferðamálasvið, í samstarfi við Bókmenntaborgina, sjái um faglegan stuðning við rithöfundinn. Stuðningurinn felst í að kynna höfundinn fyrir samfélagi rithöfunda í Reykjavík, gefa honum kost á að kynna sig og verk sín ef viðkomandi hefur áhuga á slíku og treystir sér til, aðstoða við faglega upplýsingaöflun og tengslamyndum og vera höfundi innan handar á hvern þann hátt sem getur stutt stöðu hans á sviði rit- og orðlistar. Mannréttindaskrifstofa sjái um, líkt og hingað til, að tryggja dvalarleyfi, húsnæði og framfærslu vegna gestsins og sinna þeirri þjónustu sem hann á rétt á samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar við ICORN.
      R17010102

      Samþykkt.

      Fylgigögn

    2. Lagðar fram vinnureglur um mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. R19030307
      Samþykkt.

      Fylgigögn

    3. Fram fer kynning á neyslurými og hugmyndafræði skaðaminnkunar. R19030325

      Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra verkefnisins Frú Ragnheiður – skaðaminnkun, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

      Fylgigögn

    4. Fram fer umræða um skipan fulltrúa í valnefnd til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2019. R19030307

    5. Lagðar fram vinnureglur hvatningarverðlauna mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. R19030307
      Frestað.

    6. Fram fer umræða um þema opins fundar sem verður haldinn þann 16. maí 2019 á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. R19030307
      Frestað.

    7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir mannréttinda- og lýðræðisráðs um skyndistyrki:
      Frestað.

    8. Lagðar fram verklagsreglur mannréttinda- og lýðræðisráðs. R19020232
      Frestað.

    9. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

      Hver er sundurliðaður heildarkostnaður við verkefnið Hverfið mitt, árið 2018, að engu undanskyldu. Hversu mörg verkefni voru samþykkt síðustu 5 árin í Hverfið mitt og hversu mörg þeirra hafa nú þegar komið til framkvæmda, sundurliðað á hvert ár.
      R19010096

        Fundi slitið klukkan 17:00

        Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

        Sanna Magdalena Mörtudottir