Mannréttinda- og lýðræðisráð
Ár 2019, fimmtudaginn 14. mars var haldinn 15. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.14.05. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Katrín Atladóttir, Daníel Örn Arnarson, Þór Elís Pálsson og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Helga Björg Laxdal og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að fram fari umræða um ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/831 frá 31. janúar sl. og framkvæmd bréfs- og skilaboðasendinga í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í maí 2018, sbr. 13. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 14. febrúar 2019. R17090251
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/831 frá 31. janúar sl. og framkvæmd bréfs- og skilaboðasendinga í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í maí 2018. R17090251
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Ákvörðun Persónuverndar lýtur að því að vinnsla Reykjavíkurborgar og rannsakenda við Háskóla Íslands á persónuupplýsingum hafi ekki samrýmst lögum. Þessi niðurstaða er litin alvarlegum augum. Persónuverndarmál eru sífellt mikilvægari málaflokkur og áhersla á persónuvernd hvers konar hefur verið aukin og mun verða það enn frekar með þeim stjórnsýslubreytingum sem framundan eru. Persónuverndarfulltrúi hefur tekið til starfa og sérfræðingar í persónuverndarmálum verða ráðnir inn á fagsvið borgarinnar. Það hefur hingað til verið almenn skoðun, jafnt innan Reykjavíkur sem og í öðrum sveitarfélögum, að æskilegt sé að leita leiða til að draga úr minnkandi kosningaþátttöku og hafa sveitarfélög sameinast um þá áherslu í stefnumörkun á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ákvörðunin kallar á að því verði svarað hvort og með hvaða hætti sé heimilt að hvetja til kosningaþátttöku, þannig að enginn vafi leiki á lögmæti og hlutleysi slíkra aðgerða í framtíðinni. Þar er mikilvægt að horfa til erlendra fyrirmynda, ekki síst frá Norðurlöndunum sem búa við sambærilega persónuverndarlöggjöf. Mannréttindaskrifstofu er falið í samstarfi við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að fylgja eftir ákvörðun borgarstjórnar frá 14. febrúar s.l. og hefja samtal við sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga og leggja að því samtali loknu fram tillögur í ráðinu um mögulegar aðgerðir til að auka kosningaþátttöku sem uppfylla skilyrði persónuverndar og hlutverk sveitarstjórna.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar því að Reykjavíkurborg hvetji kjósendur til að taka þátt í kosningum og nýti sinn lýðræðisrétt. Jákvætt er að beina skilaboðum til ungs fólks og þá sérstaklega eldri borgara vegna aðstöðu þeirra oft á tíðum og erlendra ríkisborgara sem réttilega hafa kosningarétt. Ljóst er að upplýsingar um veigamikil atriði voru ekki send Persónuvernd sem er ámælisvert. Í bréfi til unga fólksins var talað um skyldu þeirra að kjósa ella væri lýðræðinu ógnað. Með þessum orðum er verið að leggja óþarfa ábyrgð á herðar þeirra. Jafnframt var ekki tekið tillit til viðvaranna stofnanna sem komu að málinu. Flokkur fólksins leggur til í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið af skýrslu Persónuverndar að borgaryfirvöld vandi vinnubrögð við framkvæmd slíkrar rannsóknar og hvatningar til kjósenda í næstu sveitastjórnarkosningum. Alfarið ber að varast að slík skilaboð verði óháð pólitík. Jafnframt er nauðsynlegt að allir borgarfulltrúar séu upplýstir um slíkar aðgerðir og fái upplýsingar um hvers konar skilaboð sem til standi að senda kjósendum.
Dagbjört Hákonardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju erindi frá Betri Reykjavík um frítt fyrir börn og unglinga í strætó, sbr. 7. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 7. mars 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn mannréttindaskrifstofu um erindið, dags. 28. febrúar 2019. R19010063
Samþykkt að vísa erindinu til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins styður eindregið að fundin verði leið til að börn og unglingar fái frítt í strætó, þá sérstaklega börn upp að 12 ára aldri. Leggur til að þessari hugmynd verði fyrst vísað til samgöngu- og skipulagsráðs áður en stjórn Strætó fjalli um málið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skýrslu um verkefnið Saman gegn ofbeldi 2018. R18010220
Halldóra Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Skjólborgarverkefni Reykjavíkur (e. ICORN). R17010102
Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttinda- og lýðræðisráð þakkar kynninguna og felur mannréttindaskrifstofu að hefja samtal við menningar- og ferðamálasvið um mögulega formlegra samstarf um skjólborgarverkefnið. Einnig að vinna tillögu til ráðsins um umgjörð við val á gesti.
– Kl. 15.38 víkur Skúli Helgason af fundinum og Þorkell Heiðarsson tekur sæti.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkir að Reykjavíkurborg skrifi jákvæða umsögn um mál 90 á 149. löggjafarþingi: frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
Greinargerð fylgir tillögunni. R19030126
Samþykkt með sex atkvæðum Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks og Flokk fólksins gegn atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks að vísa tillögunni frá.Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Umsögn er nú þegar í vinnslu á vettvangi borgarráðs og verður lögð þar fyrir til samþykktar. Umsagnir eru unnar á faglegum grundvelli og því ekki unnt að samþykkja tillögu um að fela einhverjum að gera jákvæða umsögn án þess að faglegt mat á frumvarpinu liggi fyrir.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkir að fela fjármálaskrifstofu að breyta framsetningu launaseðla Reykjavíkurborgar og stofnanna hennar með þeim hætti að þar komi fram hvernig staðgreiðslu viðkomandi launþega er skipt. Sérstaklega verði tilgreind fjárhæð tekjuskatts og útsvars launamanns, bæði fjárhæð hvors liðar og hlutfall þeirra af heildarlaunum og einnig komi fram með skýrum hætti sú fjárhæð sem launagreiðandi greiðir vegna launamanns í tryggingagjald og önnur launatengd gjöld.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu. R19030125Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að veita innflytjendum sérstaka fræðslu, sbr. 7. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 13. desember 2018. R18120129
Fulltrúi Flokks fólksins dregur tillöguna til baka.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Vinnueftirlitsins, dags. 4. mars 2019, ásamt tölvubréfi umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 23. janúar 2019, vegna samþykktar mannréttinda- og lýðræðisráðs um kynhlutlaus salerni og úttekt á klefa og salernisaðstæðum í húsnæði í eigu borgarinnar, sbr. 7. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 5. júlí 2018. R18110160
Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttinda- og lýðræðisráð þakkar Birni Þór Rögnvaldssyni frá Vinnueftirlitinu fyrir komuna á fund ráðsins. Það er ljóst af skriflegu svari Vinnueftirlitsins og kynningu Björns að Reykjavíkurborg er heimilt að gera salernisaðstöðu starfsfólks ókyngreinda, að því gefnu að kröfu um lágmarksfjölda lokaðra salerna sé uppfyllt. Ráðið fagnar að nú sé komin niðurstaða í málið og þannig hægt að framfylgja fyrri ákvörðun ráðsins frá 5. júlí 2018. Markmiðið er sem fyrr að vinna gegn mismunun og tryggja aðgengi allra enda eiga allir að geta blómstrað í mannréttindaborginni Reykjavík.
Björn Þór Rögnvaldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:57
Dóra Björt Guðjónsdóttir