Mannréttinda- og lýðræðisráð - Fundur nr. 14

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2019, fimmtudaginn 7. mars, var haldinn 14. fundur Mannréttinda- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhús og hófst klukkan 14:05. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Skúli Helgason, Þór Elís Pálsson, Daníel Örn Arnarson, Jórunn Pála Jónasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd.

    Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Helgi Grímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu innflytjenda með félagsvísum Hagstofu Íslands. 

    Joanna Marcinkowska tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. 

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda- og lýðræðisráð þakkar góða kynningu og felur mannréttindaskrifstofu að gera mat á stöðu þeirra aðgerða sem lagðar eru til í innflytjendastefnu Reykjavíkur og gera tillögur að næstu skrefum við innleiðingu aðgerðanna.

    Elín Oddný Sigurðardóttir og Joanna Marcinkowska taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á launasetningu erlendra starfsmanna Reykjavíkurborgar. 

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda- og lýðræðisráð þakkar fyrir kynningu á þeirri góðu gagnaöflun sem gerð hefur verið að undanförnu. Byggt á þessum gögnum felur ráðið mannauðsdeild og mannréttindaskrifstofu að vinna drög að næstu skrefum til að draga úr launamuni eftir uppruna og skila til ráðsins.

    Ragnhildur Ísaksdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir og Harpa Hrund Berndsen taka sæti á fundinum undir þesssum lið.

  5. Lagt fram erindisbréf um stofnun stýrihóps í snjallborgarmálum. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi frá Betri Reykjavík um frístundastyrk fyrir öryrkja. Jafnframt er lögð fram umsögn mannréttindaskrifstofu um erindið.
    Vísað til meðferðar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

    Fulltrúi Flokk fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins styður eindregið að leitað verði leiða til að fatlaðir og öryrkjar geti fengið frístundakort og þannig tekið eðlilega þátt í ýmis konar starfsemi sem Reykjavík býður upp á.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi frá Betri Reykjavík um frítt fyrir börn og unglinga í strætó. jafnframt er lögð fram umsögn mannréttindaskrifstofu um erindið.
    Frestað.

          Fylgigögn

        1. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 18. febrúar 2019, ofbeldisvarnarnefndar frá 4. mars 2019 og öldungaráðs frá 4. mars 2019.

          Fylgigögn

        2. Lögð fram umsögn mannréttindaskrifstofu um þingsályktunartillögu um kynjavakt Alþingis – 48 mál.

          Fylgigögn

        3. Lögð fram umsögn mannréttindaskrifstofu um frumvarp til laga sveitastjórna (kosningaaldur) – 356 mál.

          -    Kl. 16.14 víkur Daníel Örn Arnarson af fundi.

          Fylgigögn

        4. Fram fer kynning á verkefnum og samþykktum aðgengis- og samráðsnefndar Reykjavíkur í málefnum fatlaðs fólks.

          Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

          Mannréttinda- og lýðræðisráð fagnar því að aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkur í málefnum fatlaðs fólks sé að verða að veruleika í takt við ný lög um þjónustu við fatlað fólk. Hér er verið að nota aðgengishugtakið í víðum skilningi þar sem ekki bara er talað um aðgengi að tilteknu húsnæði og þeirri starfsemi sem þar fer fram, heldur einnig aðgengi að þjónustu og upplýsingum og er það vel. Vonin er sú að þetta ráð muni bæta þjónustu við fatlað fólk og auki aðgengi þess að samfélaginu. Gott samráð við notendur allrar þjónustu skiptir miklu máli og þar er fatlað fólk að sjálfsögðu engin undantekning.

          Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum á þessum lið.

          Fylgigögn

        Fundi slitið klukkan 16:57

        Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason