Mannréttinda- og lýðræðisráð
Ár 2019, fimmtudaginn 14. febrúar, var haldinn 13. fundur Mannréttinda- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhús og hófst klukkan 14:06. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Skúli Helgason, Þór Elís Pálsson, Sigrídur Arndis Jóhannsdottir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Geir Finnsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. febrúar 2019, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar var samþykkt að Þór Elís Pálsson taki sæti í mannréttinda- og lýðræðisráði í stað Ásgerðar Jónu Flosadóttur. R18060083.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á persónuverndarstefnu Reykjavíkurborgar.
Dagbjört Hákonardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs:
Lagt er til að mannréttinda- og lýðræðisráð samþykki að ráðist verði í það verkefni að rýna og ́ samræma verklag i ́kringum styrkúthlutanir Reykjavíkurborgar með þeim markmiðum að auka gagnsæi, tryggja sýnileika og einfalda aðgengi íb́úans að styrkumsóknum og upplýsingum um veitta styrki borgarinnar. Starfshópi verði falin vinnan við að móta tillögur að þessum markmiðum sem lagðar verði svo fyrir mannréttinda- og lýðræðisráð.
Samþykkt.
Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillagan felur í sér að samræma verklag og vinnubrögð í tengslum við styrkúthlutanir borgarinnar. Markmiðið er að auka gagnsæi og sýnileika en jafnframt einfalda aðgengi borgarbúa að styrkumsóknum og upplýsingum um samþykkta styrki á vegum borgarinnar. Mannréttinda- og lýðræðisráð telur verkefnið ærið og tímabært.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindisbréf starfshóps um aukið gagnsæi og samræmingu verklags í kringum styrkveitingar Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lagt fram leiðrétt erindisbréf starfshóps um endurskipulagningu lýðræðisverkefna, sbr.6. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 24. janúar 2019.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs:
Tillaga um að mótuð verði nýsköpunar- og snjallborgarstefnu Reykjavíkur sem mun snerta alla starfsemi hennar með sérstaka áherslu á aukna skilvirkni, að styðja við áskoranir í loftslags og samgöngumálum, að styðja við nýsköpun og samfélagslega nýsköpun í Reykjavík, og að virkja enn frekar þátttöku Reykjavíkur í alþjóðlegu rannsóknar og nýsköpunarsamstarfi. Mannréttinda- og lýðræðisráð samþykkir að móta nýsköpunar- og snjallborgarstefnu Reykjavíkur sem ætlað er fyrir tilstilli tæknilausna að auka skilvirkni í allri starfsemi borgarinnar, styðja áform hennar og markmið í loftslags og samgöngumálum, styðja við nýsköpun og samfélagslega nýsköpun í borginni, og að efla enn frekar þátttöku Reykjavíkur í alþjóðlegu rannsókna og nýsköpunarsamstarfi. Stofnaður verði stýrihópur sem ætlað er að móta og skilgreina stefnu Reykjavíkur í snjallborgarmálum og að tryggja nýsköpunar- og snjallborgarverkefnum framgang í stefnumótun og starfsemi Reykjavíkur. Hópnum er ætlað að móta nánar forgangsröðun snjallborgarverkefna í samræmi við þær áherslur er hér hafa verið taldar upp og leggja til sérstök áherslusvið Reykjavíkur sem snjallborgar. Stýrihópnum er sömuleiðis ætlað að gera grein fyrir æskilegum kerfisbreytingum og uppfærslu innviða til að styðja framgang stefnunnar, þar með talið hugsanlegar fjármögnunarleiðir og tækifæri til samvinnu hins opinbera, atvinnulífs og vísindasamfélags. Hópurinn byggi á þeirri reynslu og vinnu sem þegar hefur verið unnin innan borgarinnar og skili hugmyndum, sviðsmyndum og/eða tillögum til mannréttinda- og lýðræðisráðs.
Greinagerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun vegna Snjallborgarverkefnis.
Kristinn Jón Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram til kynningar umsögn mannréttindaskrifstofu um frumvarp til laga um þungunarrof — 393. mál.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins styður ekki þungunarrofs frumvarp heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur um rýmkun á þungunarofi. Flokkur fólksins vill gera allt til að aðstoða verðandi mæður í vanda, hvort heldur um er að ræða félagslegan eða efnahagslegan vanda. Hver einstkalingur á rétt á því að utan um hann sé tekið á hans forsendum. Flokkur fólksins virðir mannréttindi og lífsrétt ófædda barnsins.
Halldóra Gunnarsdóttir og Valgerður Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á dagsetningum vegna hugmyndasöfnunar í verkefninu Hverfið mitt.
Guðbjörg Lára Másdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs:
Lagt er til að mannréttinda- og lýðræðisráð samþykki að hætta nú þegar notkun blárra ljósa á salernum í húsnæði Reykjavíkurborgar og að leita samkomulags við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um hið sama. Hér er um skaðaminnkunar- og öryggissjónarmið að ræða. Blá lýsing á að vinna gegn því að fólk sprauti sig með vímuefnum í æð en sú aðferð hefur takmarkað gildi. Lýsing virðist ekki koma í veg fyrir sprautunotkun á salernunum heldur auka hættu á skaða við athöfnina.
Greinagerð fylgir tillögunni
SamþykktFylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 21. janúar 2019, fundargerðir ofbeldisvarnarnefndar frá 7. janúar og 4. febrúar 2019 og fundargerðir öldungaráðs frá 7. janúar og 4. febrúar 2019.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga flokks fólksins um beint og milliliðalaust lýðræði, sbr. 6. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 24. september 2018 og 7. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar um tillöguna, dags 8. nóvember 2018. R18090206.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja mikla áherslu á íbúalýðræði og jafnframt ábyrga stjórnsýslu. Ein aðgerða í aðgerðaráætlun mannréttinda- og lýðræðisráðs 2019-2023 er að stíga fleiri skref í þá átt að útfæra beinar kosningar. En íbúalýðræði er ekki bara að setja hluti í beina kosningu í hvert skipti sem einhverjum dettur í hug að kalla eftir því og er því ekki hægt að samþykkja tillöguna eins og hún liggur fyrir. Borgarlína er t.d. afrakstur margra ára vinnu sérfræðinga, með aðkomu íbúafunda og kjörinna fulltrúa. Auk þess má benda á að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings í skoðanakönnunum og var mikið í umræðunni fyrir kosningar, en þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta gáfu allir skýr loforð um að úr henni myndi verða. Raunverulegt, beint íbúalýðræði fæst með reglulegri og góðri upplýsingagjöf, samráði, virkri þátttöku íbúa á öllum stigum ferlisins og möguleikum á inngripum eftir lýðræðislega skilgreindum leiðum í kjölfar upplýstrar umræðu um málefnið, en ekki með beinum kosningum eftir hentisemi kjörinna fulltrúa.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúum Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, gegn einu atkvæði fulltrúa Flokk fólksins að vísa tillögunni frá.
Fulltrúar Sósíalistaflokks og Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Lagt er til að fram fari umræður um ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/831 frá 31. janúar sl. og framkvæmd bréfs- og skilaboðasendinga í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í maí 2018.
Frestað
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Lagt er til að Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar beiti sér fyrir því að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hafi eftirlit með kosningum til borgarstórnar Reykjavíkur árið 2022.
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar og utanríkisráðuneytis.
- Kl. 16.45 víkur Skúli Helgason af fundi.
Fundi slitið klukkan 16:47
Dóra Björt Guðjónsdóttir