Mannréttinda- og lýðræðisráð - Fundur nr. 12

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2018, fimmtudaginn 24. janúar var haldinn 12. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.14.06. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Katrín Atladóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Daníel Örn Arnarsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Halldóra Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkefninu En by for alle í Kristiansand.  

    -    Kl. 14.13 tekur Þorkell Heiðarsson sæti á fundinum.

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Ráðið felur mannréttindaskrifstofunni að kalla saman fulltrúa sviðanna til að koma með hugmyndir að útfærslu sem lagðar verða fyrir ráðið.

    Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2020-2024. R19010204.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundadagatal og verklagsreglur mannréttinda- og lýðræðisráðs.Einnig er lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags., 21. janúar um breytingar á fundum borgarráðs og annarra fastanefnda Reykjavíkurborgar. R18060129.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf frá skóla- og frístundasviðs, dags. 20. desember 2018, um breytingar á skipuriti skóla- og frístundasviðs. R18100334.
     

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram niðurstöðum starfshóps, ódags., um reglur mannréttinda- og lýðræðisráðs um skyndistyrki.
    Samþykkt.

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillögur hópsins samþykktar og ákveðið að fela sama hópi að fara yfir almennu styrktarreglurnar.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um endurskipulagningu lýðræðisverkefna.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:42

Dóra Björt Guðjónsdóttir