Mannréttinda- og lýðræðisráð - Fundur nr. 11

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2018, fimmtudaginn 10. janúar var haldinn 11. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.14.00. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Skúli Helgason, Guðrún Ögmundsdóttir, Katrín Atladóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Hlynur Már Vilhjálmsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 8. janúar 2019, um breytingu á nafni mannréttindaskrifstofu. 

    Frestað.

    -    Kl. 14:45 víkur Óskar J. Sandholt af fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir mannréttinda- og lýðræðisráðs um styrki:

     

    Samþykkt að veita umsókninni Sterkari út í lífið styrk að upphæð kr. 1.000.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Andrými, efnislegt og félagslegt aðgengi að aktívisma og félagsstarfi, styrk að upphæð kr. 400.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Andrými styrk að upphæð kr. 400.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Útmálun, skilta- og borðagerð, styrk að upphæð kr. 97.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Sjúk ást 2019 styrk að upphæð kr. 1.000.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Hatursorðræða á netinu styrk að upphæð kr. 750.000 fyrir framleiðslu fræðsluefnis.

    Samþykkt að veita umsókninni Investigating the Past, evaluating the Present and planning for future, styrk að upphæð kr. 600.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Auðvitað get ég - Sure I can styrk að upphæð kr. 600.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Hjólað óháð aldri - HÓA; fáum vind í vanga, styrk að upphæð kr. 600.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Hæ! Hó! Hjólað með hælisleitendum, í samstarfi við Rauða krossinn, styrk að upphæð kr. 600.000 vegna varahluta, efniskaupa og nasls.

    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ráðið þakkar mannréttindaskrifstofu fyrir faglegt mat á umsóknum, sem byggir á styrkjareglum Reykjavíkurborgar. Matið var lagt til grundvallar styrkúthlutana ráðsins. Mannréttinda- og lýðræðisráð mun á næstunni ráðast í að móta verklagsreglur vegna styrkveitinga. 

    -    Kl. 14:49 víkur Katrín Atladóttir af fundinum.

    -    Kl. 15:02 tekur Katrín Atladóttir sæti á fundinum.

    -    Kl. 15:05 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.

    -    Kl. 15:12 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

    -    Kl. 15:10 víkur Skúli Helgason af fundinum. 

    -    Kl. 15:12 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum. 

    -    Kl. 15:40 víkur Gunnlaugur Bragi Björnsson af fundinum.

    -    Kl. 15:51 tekur Gunnlaugur Bragi Björnsson sæti á fundinum.

  3. Fram fer kynning á niðurstöðum starfshóps um reglur mannréttinda- og lýðræðisráðs um skyndistyrki. 

    Frestað.

  4. Fram fer kynning á stöðu mála í vinnu stýrihóps um hverfisráð. 

    Frestað.

  5. Lagt fram yfirlit um ferðir starfsmanna MAR ásamt þátttöku í lýðræðisverkefnum erlendis.

Fundi slitið klukkan 16:17

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason