Mannréttinda- og lýðræðisráð - Fundur nr. 1

Mannréttinda- og lýðræðisráð

Ár 2018, fimmtudaginn 5. júlí var haldinn 1. fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.14.07. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Daníel Örn Arnarson, Guðrún Ögmundsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Katrín Atladóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Stefán Eiríksson, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, um kosningu sjö fulltrúa í mannréttinda- og lýðræðisráð og sjö til vara á fundi borgarstjórnar 19. júní 2018. Dóra Björt Guðjónsdóttir var kosinn formaður ráðsins. R18060083

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, um stofnun mannréttinda- og lýðræðisráðs. R18060083 

    Fylgigögn

  3. Kosning varaformanns mannréttinda- og lýðræðisráðs.

    Frestað.

  4. Fram fer umræða um fundartíma og fyrirkomulag funda ráðsins. Lögð fram drög að fundardagatali ágúst til desember 2018.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á verkefnum mannréttindaráðs og mannréttindaskrifstofu.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á verkefnum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, skrifstofu þjónustu og reksturs og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

    Unnur Margrét Arnardóttir og Guðbjörg Lára Másdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs um kynhlutlaus salerni og úttekt á klefa- og salernisaðstæðum í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar. R18070064:

    Lagt er til að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar, þ.e. á Höfðatorgi og í Ráðhúsi, verði gerð ókyngreind frá og með hausti 2018. Samráðsferli við starfsfólk fari fram áður en að farið verði í framkvæmdir. Í framhaldi verði gerð úttekt á klefa- og salernisaðstæðum í húsnæði þar sem Reykjavíkurborg veitir þjónustu. Þetta verði gert í samráði við þau hagsmunasamtök er málið varðar. Mannréttindaskrifstofu verði falið að útfæra nánar með hvaða hætti þetta verði unnið. Að þessu loknu verði lagðar fram tillögur til úrbóta sem taki mið af ólíkum þörfum borgarbúa og þeirra sem heimsækja borgina. 

    Greinagerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda- og lýðræðisráð leggur ríka áherslu á mannréttindi, lýðræði og aðgengi allra að samfélaginu í sinni víðustu mynd enda eiga allir að geta blómstrað í mannréttindaborginni Reykjavík. Um leið og fulltrúar mannréttinda- og lýðræðisráðs ítreka mikilvægi tillögunnar er skorað á þær einingar sem koma að uppbyggingu og viðhaldi eigna borgarinnar auk viðeigandi fagráða, að við uppbyggingu nýrra mannvirkja borgarinnar sem og við breytingar og aðrar framkvæmdir sé þess gætt að salernis-, sturtu- og búningsaðstaða sé eins ókynbundin og frekast er unnt. Þannig telja fulltrúarnir að vinna megi gegn mismunun og tryggja að fleiri geti nýtt sér þjónustu borgarinnar.

     

    Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur í jafnréttis og hinsegin málum, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:30

Dóra Björt Guðjónsdóttir