Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2019, fimmtudaginn 14. nóvember var haldinn 7. fundur mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.13.07. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Örn Þórðarsson, Daníel Örn Arnarsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Þór Elís Pálsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt, Guðrún Elsa Tryggvadóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. október 2019, þar sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 15. október s.l., að Örn Þórðarsson taki sæti í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í stað Katrínar Atladóttur. Jafnframt að Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir taki sæti sem varamaður í stað Jórunnar Pálu Jónasdóttur. R18060083
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. nóvember 2019, varðandi útfærslu á tillögu fjölmenningarráðs um heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu sbr. 6. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 13. júní 2019, ásamt fylgiskjölum. R19050087
Samþykkt
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð þakkar Barböru Jean Kristvinsson fyrir góða kynningu og fagnar því að Reykjavíkurborg í samstarfi við Intercultural Cities fari í sameiginlegt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð fólks af erlendum uppruna í borginni okkar. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og með því að fara í þetta átak og efla faglega þekkingu og bæta viðhorf starfsmanna hennar þá er það okkar ósk að skapa borg þar sem allir fá að lifa med reisn í sátt og samlyndi. Hér er samþykkt að halda vinnustofu og vinna út frá henni aðgerðaráætlun um átak gegn fordómum og hatursorðræðu. Vinnustofan yrði þannig byrjun á vegferð sem ætlað er að nái til allra starfsmanna. Óskað er eftir að fá kynningu á áætluninni þegar hún liggur fyrir.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. nóvember 2019, varðandi
útfærslur á aðgerðum til að draga úr launamun erlendra starfsmanna sbr. 13. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. september 2019, ásamt fylgiskjölum. R17060134
Vísað til umsagnar fjölmenningarráðs.
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:Mannréttinda-, nýsköpunar óskar þess að svið mannauðs- og starfsumhverfis vinni aukatillögu um að allar tilkynningar til starfsfólks séu sendar út á að lágmarki tveimur tungumálum, það er að segja íslensku og ensku. Skýra þarf í útfærslu á tillögunni hvaða upplýsingar þetta eigi við um. Tillögunni fylgi kostnaðarmat. Sú tillaga fylgi minnisblaðinu til fjölmenningarráðs og skili sér að því loknu aftur til ráðsins.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að hefja vinnu við að gera öll gögn á vef
Reykjavíkurborgar véllæsileg. Móta skal verklag sem tryggir að öll gögn sem birt verða á vefnum verði véllæsileg auk þess sem yfirfara skal vefsvæði borgarinnar og gera áætlun um hvaða eldri gögnum verði breytt yfir á véllæsilegt form. Tillagan er í samræmi við samþykkt um Gagnsjá Reykjavíkurborgar og mun styðja við innleiðingu hennar. Skrifstofu borgarstjórnar og þjónustu- og nýsköpunarsviði verði falið að fara yfir og móta útfærslu vinnulags við meðferð og umsýslu gagna og meta möguleika á að gera þau gögn sem fyrir eru á vef borgarinnar véllæsileg.Greinagerð fylgir tillögunni. R19110117
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagðar fram umsóknir um skyndistyrk til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. R19040083
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Fræðsluefni um líkamsvirðingu, holdafarsfordóma og ofbeldi gagnvart feitu fólki, að upphæð kr. 750.000,-
Öðrum styrkumsóknum hafnað.
-
Lagt fram bréf borgarskjalavarðar dags. 15. október 2019, ásamt úrbótaáætlun Reykjavíkurborgar vegna skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands um Borgarskjalasafn Reykjavíkur. R19110071
Svanhildur Bogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um valnefnd fulltrúa mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs vegna afgreiðslu styrkja úr borgarsjóði. Samþykkt að Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Daníel Örn Arnarsson, taki sæti í valnefnd. R19110070
-
Lögð fram skoðunarskýrsla Vinnueftirlitsins á salernum í Borgartúni 12 -14, dags. 14. október 2019, ásamt andmælum mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags.18. október s.l. R19100011
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar , Pírata, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins
leggja fram svohljóðandi bókun:Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði þakka mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur fyrir greinagott svar og andmælabréf vegna fyrirmæla Vinnueftirlitsins. Fulltrúar ráðsins taka heilshugar undir andmælin. Farið var í gegnum langan feril til þess að tryggja að það væri í lagi samkvæmt reglum og lögum að gera salernin í stjórnýsluhúsnæði Reykjavíkurborgar ókyngreind og eftir að hafa fengið minnisblað og starfsmann Vinnueftirlitsins á fund til að staðfesta að það mætti var merkingum breytt en nú hafa borist fyrirmæli um að gera salernin aftur kyngreind. Vekur sú afstaða Vinnueftirlitsins furðu sem og vinnubrögðin. Gengur afstaðan í berhögg við samfélagslega þróun og aukið umburðarlyndi með lögum um kynrænt sjálfræði og vitnar afstaðan um viðhorf afturhalds og fortíðar.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks þakkar góða og skýra yfirferð mannréttindaskrifstofu um málið. Tekið er undir sjónarmið um aukið umburðarlyndi fyrir kynrænu sjálfræði. Í yfirferðinni kemur fram að túlkun og fyrirmæli frá Vinnueftirlitinu varðandi kyngreiningu salerna í stjórnsýsluhúsnæði borgarinnar eru afar misvísandi. Nauðsynlegt er að fá úr þessu ósamræmi eftirlitsstofnunarinnar skorið hið fyrsta áður en brugðist verður við fyrirmælum stofnunarinnar.
Fylgigögn
- Andmæli mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu
- Skoðunarskýrsla Vinnueftirlitsins 19. september 2019
- Umsögn Vinnueftirlits um erindi Reykjavíkurborgar 11. desember 2018
- Erindi Reykjavíkurborgar til Velferðarráðuneytis vegna kynhlutlausra salerna 20. nóvember 2018
- Tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs um kynhlutlaus salerni samþykkt 5. júlí 2018
-
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálsviðs dags. 15. október 2019, með beiðni um umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Jafnframt eru lögð fram drög að umsögn ráðsins. R18100018
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ódags. við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, um kostnað við verkefnið Hverfið mitt, sbr. 13. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 28. mars 2019. R19010096
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um opinn fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs sem haldinn verður þann 10. desember 2019. Til umræðu.
Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að hefja undirbúning að opnum fundi ráðsins.
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Flokks fólksins um stofnun íbúaráða í Breiðholti sbr. 14. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 10. október 2019. R19100354
Vísað til stýrihóps um innleiðingu íbúaráða.Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að bæta réttindi barna á Íslandi sbr. 15. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 10. október 2019. R19100246
Frestað.Samþykkt að óska eftir að skóla- og frístundasvið kynni innleiðingu barnasáttmála út frá jafnræði barna óháð efnahag.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir fjölmenningarráðs dags.17. október 2019, ofbeldisvarnarnefndar dags. 14. október 2019 og aðgengis og samráðsnefndar fatlaðs fólks í Reykjavík dags. 17. október 2019 og fundargerðir öldungaráðs dags. 2. október og 7. október 2019. R19040081
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga Flokks fólksins, um að fram fari úttekt á akstursþjónustu eldri borgara í borginni:
Borgarfulltrúi Flokk fólksins leggur til að Mannréttindaráð- nýsköpunar og lýðræðisráð hafi frumkvæði á að úttekt verði gerð á akstursþjónusta eldri borgara. Komið hefur fram að karlar nota akstursþjónustuna mun minna en konur. Samkvæmt greiningu á akstursþjónustu kemur fram að notendur akstursþjónustunnar á tímabilinu frá janúar til júní 2019 komur í ljós að 17% eru karlar en 83% eru konur. Í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Flokk fólksins í Velferðarráð 13. nóvember s.l. í lið 14. er m.a. bent á að vert væri að gerð verði úttekt á akstursþjónustu borgarinnar hvað varðar eldri borgara.
Greinagerð fylgir tillögunni. R19110135
Frestað.
- Kl. 16.07 víkur Örn Þórðarson af fundinum.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:18
Dóra Björt Guðjónsdóttir