Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2019, fimmtudaginn 10. október var haldinn 6. fundur mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.13.07. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Skúli Helgason, Diljá Ámundadóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt, Guðrún Elsa Tryggvadóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á aðgengi á framkvæmdarsvæðum Reykjavíkurborgar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokksins þakka Arnari Þór Hjaltested fyrir áhugaverða kynningu á aðgengi við framkvæmdasvæði í borgarlandinu. Það verður að teljast alvarlegt að talsvert sé um að kröfur til afnotaleyfishafa séu brotnar, lagaóvissa sé varðandi málaflokkinn þar með talið varðandi viðurlög og skortur á úrræðum til að bregðast við brotum afnotaleyfishafa og framkvæmdaaðila. Fulltrúarnir leggja áherslu á mikilvægi aðgengismála gangandi, hjólandi og fatlaðs fólks að borgarlandinu, þar með talið á framkvæmdatíma. Það er mikilvægt að allir sem koma að framkvæmdum í borginni séu meðvitaðir um sína ábyrgð hvað þetta varðar. Kallað er eftir stórauknu samtali og samvinnu við framkvæmdaaðila og ríkisvaldið og þar með talið löggjafann til að bæta úr aðgengismálum á framkvæmdatíma. Það er af mörgu að taka hvað verkefni varðar til að auka aðgengi við framkvæmdir. Að auki þarf að huga að því að þróa gjaldskrá, auka gæði svörunar á ábendingarvef, bæta Framkvæmdasjá, auka vitund íbúa um Framkvæmdasjánna og bæta og auka merkingar við framkvæmdarsvæði.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins þakkar kynninguna. Í þessu sambandi vill hann nefna að fjölmargar ábendingar hafa komið frá íbúum í Úlfarsárdal en þar er umhirðu á byggingarstöðum víða verulega ábótavant. Þegar umhirðu er ábótavant eru meiri líkur á að slysahætta skapist. Borist hafa upplýsingar um slaka umhirðu á byggingarstöðum í Úlfarsárdal. Þar ægir sums staðar öllu saman, tæki, tólum og drasli. Sjá má moldar- og vatnspytti á byggingarstöðum, hauga af byggingarefni og annarri óreiðu jafnvel á götum sem tengjast ekki byggingarsvæðinu sjálfu. Sagt er að lóðarhafar til margra ára safna byggingaefni á lóðir án þess að hefja framkvæmdir. Sumum finnst þetta ekki vinnustaðir heldur safnhaugar. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvernig er með eftirlit og eftirfylgni með umhirðu verktaka Reykjavíkurborgar á vinnustað og hver viðurlögin eru séu reglur brotnar. Í stöðluðum útboðsákvæðum borgarinnar segir að verktaki skuli ávallt sjá um að allir efnisafgangar séu fjarlægðir jafnóðum. Verktaki skal sjá svo um að umhirða á vinnustað, vinnuskúrum og á lóðum sé ávallt góð og skal verktaki fara eftir fyrirmælum eftirlitsmanns þar að lútandi. Hér með er þessum ábendingum komið til skila. Betra er að byrgja brunnin áður en barn fellur í hann.
Arnar Þór Hjaltested tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs:
Lagt er til að útbúnar séu samræmdar aðgengismerkingar fyrir allt húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Merkingarnar sýni nauðsynlegar grunnupplýsingar um aðgengismál fyrir þau sem þurfa á góðu aðgengi að halda, t.d. hvort hjólastólanotendur hafi gott aðgengi inn í húsnæðið og hvort aðgengilegt salerni sé á staðnum. Upplýsingarnar væru birtar með merkingum á húsnæði sem og á vef Reykjavíkurborgar.
Aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks er falin frekari útfærsla sem leggja skal fyrir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð að því loknu.
Greinagerð fylgir tillögunni. R19100241
Samþykkt.Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa Flokks fólksins finnst aðgengismál fatlaðra enn í nokkrum ólestri í Reykjavík. Ef enn vantar aðgengi kemur ekki á óvart að merkingar séu ekki góðar. Tillaga um að samræma merkingar er að því leyti góð eins langt og hún nær. Það eru staðir í miðborginni sem eru á vegum borgarinnar þar ekki er hægt að koma við hjólastól og þar sem hættur leynast fyrir sjónskerta svo fátt sé nefnt. Fatlað fólk á að hafa sömu réttindi og ófatlaðir sem þýðir að fatlaðir eiga að hafa aðgengi að sömu stöðum og ófatlaðir. Flokkur fólksins telur að aldrei sé hægt að sætta sig við þá stöðu að aðeins ákveðnir staðir séu fyrir fatlað fólk. Fulltrúi Flokks fólksins finnst að mannréttinda, nýsköpunar- og lýðræðisráð ætti að beita sér af hörku í að koma aðgengismálum í fullnægjandi horf. Setja þarf í þetta aukið fjármagn og málaflokkinn sjálfan í mun meiri forgang en verið hefur. Árlega er veitt í málaflokkinn 69 milljónir. Þessa upphæð þarf að hækka til að hægt sé að gera átak í aðgengismálum. Borgin þarf einnig að skoða að gera kröfur til stofnanna og fyrirtækja í borginni að hafa aðgengismál í lagi. Sé það ekki, þá þarf að koma til hvatning af einhverju tagi og jafnvel einhvers konar þrýstingur.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2020, ásamt
greinagerð fagsviða og áherslur í starfsáætlun mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs fyrir 2020.
Vísað til borgarráðs til fjárhagsáætlunargerðar.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu 2020, aðgerðaráætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2018-2022, ásamt áherslum í starfsáætlun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs fyrir 2020.
Vísað til borgarráðs til fjárhagsáætlunargerðar.
Fylgigögn
-
Lögð fram starfsáætlun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, áherslur ársins 2020.
Samþykkt.Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Talað er um samráð í starfsáætluninni og vísað þá til að nýta sérfræðinga í þjónustu í umbótaverkefnum og stefnumótun þvert á borgina, skipuleggja rýnihópa, búa til vettvang fyrir virkt notendasamráð vegna þjónustuhönnunar, sameina framlínu og greina framlínuþjónustu. Hvað er framlínuþjónusta?Allt hljómar þetta vel en þennan kafla þarf að útfæra betur. Það virðist vera að mismunandi merking er lögð í hvað samráð þýðir. Að mati fulltrúa Flokks fólksins þýðir samráð ekki að borgarbúar eða notendur eru boðaðir til fundar og þeim sagt hvað borgarmeirihlutinn ætlar að gera. Virkt samráð þýðir heldur ekki að bjóða fólki að bregðast við og koma með ábendingar sem síðan eru ekki teknar til greina, ekkert gert með. Virkt samráð þýðir að hlustað er á hverjar forsendur hins aðilans eru þegar kemur að ákvörðunum, breytingum eða framkvæmdum og þær ábendingar, óskir og kröfur séu teknar alvarlega og séu teknar til greina þannig að sameiginleg niðurstaða fáist. Sé mikill munur á væntingum og vilja aðila þurfa báðir kannski að slá af en mest um vert er að aðilar sameinist miðju vegar og gangi báðir frá borði eins sáttir og framast er unnt.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðresinar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Starfsáætlun ráðsins er skjal sem var unnið með það að markmiði að skerpa á áherslum fulltrúa ráðsins næsta árið án þess að skilgreina nánar næstu skref. Aðgerðaráætlun ráðsins 2018-2022 er einnig í gildi þar sem útlistuð eru stærri markmið ráðsins. Ein af aðgerðum er mótun lýðræðisstefnu. Það er búið að skipa stýrihóp um mótun lýðræðisstefnu þar sem verður unnið að mótun umgjarðar um samráð á vegum borgarinnar enda mikilvægt verkefni sem leggjast þarf yfir með ígrundaðri vinnu en er ekki atriði sem verður leyst með einni setningu í starfsáætlun.
Fylgigögn
-
Lagðar fram reglur um rafrænar kosningar vegna verkefnisins Hverfið mitt.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram greinagerð um verkefnið Regnbogaþráðurinn, vegna styrk mannréttinda-,
nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. -
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs þann 16. september 2019.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf stýrihóps um innleiðingu íbúaráða dags. 9. október s.l., um að Geir
Finnson taki sæti í stýrihópnum í stað Gunnlaugs Braga Björnssonar.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf starfshóps um tillögur að nýju skipulagi lýðræðisverkefna dags. 7.
október, þar sem fram kemur að óskað er eftir frest til 15. nóvember, til að skila tillögum.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram til kynningar erindisbréf starfshóps um upplýsingatæknimál
Reykjavíkurborgar.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um mögulegar tímasetningar vegna ferðar mannréttinda-,
nýsköpunar- og lýðræðisráðs til Portúgal vorið 2020. -
Fram fer umræða um sameiginlega fundir mannréttinda-, nýsköpunar- og
lýðræðisráðs með fagráðum. -
Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um stofnun íbúaráða, sbr. 15.
lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. september 2019.Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins langar í bókun við þessum lið að leggja fram nýja tillögu. Eins og fram kemur í fyrirspurninni telur Flokkur fólksins að það sé eitt hverfi í Reykjavík sem ætti að hafa tvö íbúðaráð. Um er að ræða Breiðholt.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að í Breiðholti verði tvö íbúaráð í stað eins. Hér er um eitt stærsta hverfið í Reykjavík að ræða sem samanstendur í raun af 4 svæðum/hverfum. Þau eru dreifð á stórt landsvæði. Lagt er jafnframt til að tillögunni verði vísað til stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir íbúaráð sem mun skoða samþykktina um íbúaráð með tilliti til þessarar tillögu. Rökin eru ekki síst þau að í svo stóru hverfi þar sem mikill og góður fjölbreytileiki ríkir getur verið erfitt að uppfylla væntingar allra hverfisbúa og því veitir ekki af tveimur íbúaráðum.
Frestað
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:
Tillaga Flokks fólksins um að mannréttindaráð beiti sér með formlegum hætti í að bæta réttindi barna á Íslandi og hafi til hliðsjónar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Til að afmarka þessa tillögu frekar vill fulltrúi Flokks fólksins benda á þann ójöfnuð sem ríkir þegar kemur að greiðslu þátttökugjalda á ýmsum viðburðum sem tengjast skólum borgarinnar. Borgarfulltrúi hefur undir höndum svör frá 36 skólum (fengið frá skóla- og frístundasviði) þar sem spurt var um hver greiðir viðburði og ferðir barnanna sem eru í tengslum við skólann. Niðurstöður eru að skólar greiða yfirleitt kostnað vegna ferðalaga og viðburði. Foreldrar standa hins vegar einir straum af ferðum nemenda í 5 skólum og í 10 skólum standa þeir straum að aðgengi á árshátíð og í þremur tilfellum greiða foreldrar sumarhátíð. Samkvæmt þessu eru börn ekki að njóta jafnræðis. Foreldrar með lítið milli handanna geta kannski ekki greitt aðgang að árshátíð, ferðir og sumarhátíð. Ef um systkini er að ræða getur verið óvinnandi vegur fyrir foreldra að greiða sem eru e.t.v. að fá innan við 100 þús. krónur í vasann til að lifa á mánuði eftir leigu. Þessa þætti þarf að samræma og finnst Flokki fólksins að mannréttindaráð eigi að taka þátt í því í samvinnu við aðra sem málið varðar
Frestað
Fundi slitið klukkan 15:40
Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir