Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2022, fimmtudaginn 24. febrúar var haldinn 56. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 13.02. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir og Anna Wojtynska. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ellen J. Calmon, Aron Leví Beck, Þór Elís Pálsson og Örn Þórðarson. Karen María Jónsdóttir sat fundinn með rafrænum hætti. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á verkefninu Römpum upp Reykjavík. MSS22020088
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð fagnar frábæra framtakinu Römpum upp Reykjavík sem byggir á aðgengissjóði Reykjavíkur. Haraldi Þorleifssyni frumkvöðli, Þorleifi Gunnlaugssyni og Margréti Rut Eddudóttur er þakkað kærlega fyrir mikilvægt frumkvæði og ósérhlífin störf. Ráðið styður eindregið við að færa átakið út um allt land, til að bæta aðgengi að þjónustu hvar sem hana er að finna.
Haraldur Þorleifsson, Margrét Rut Eddudóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Tómas Ingi Adolfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 10. febrúar 2022, um fjárhagsáætlun 2023 – 2027 og skil á forsendugögnum. FAS22010020
- Kl. 14.00 víkur Ellen J. Calmon af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði og Alexandra Briem tekur sæti með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram uppfært fundadagatal mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs vor 2022.
MSS22020222Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022, með umsagnarbeiðni til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, um drög að endurskoðaðri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og drög að aðgerðaráætlun. ÞON21070032
Samþykkt að fela formanni mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs að klára umsögn ráðsins fyrir 10. mars.Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins er algjörlega sammála því að Reykjavíkurborg eigi að veita góða og notendamiðaða þjónustu, eins og starfsfólk borgarinnar hefur ávallt verið að veita. Framsetning Þjónustu og nýsköpunarsviðs á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar vekur engu að síður alltaf sömu furðu. Talað er um þróun og aftur þróun og námskeið á þann hátt að látið er eins og starfsfólk hafi enga hugmynd um hvernig á að þjónusta notendur í Reykjavík. Aftur er talað eins og þjónusta við íbúa Reykjavíkur sé svo frábrugðin allri annarri opinberri þjónustu að hér verði að þróa allt frá grunni. Þjónusta við íbúa í Reykjavík er á engan hátt frábrugðin en öll önnur opinber þjónusta. Þjónustuþarfir fólks eru þær sömu hvort heldur það býr í Reykjavík eða Kópavogi. Allir þjónustuferlar eru nú þegar til og einnig liggja fyrir upplýsingar um notendarannsóknir víða eins og hjá einkafyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í slíku. En í Reykjavík er áfram haldið með notendarannsóknir og tilraunasmiðjur Þjónustu og nýsköpunarsviðs eins og enginn sé morgundagurinn. Á meðan á þessu gengur, má sjá þessa sömu lausnir sem þjónustu og nýsköpunarsvið er að rannsaka, þróa og uppgötva vera nú þegar notaðar með góðum árangri hjá öðrum sveitarfélögum og fjölda fyrirtækja hjá hinu opinbera.
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Í drögum þjónustustefnunnar stendur að Reykjavíkurborg sé þjónustuaðili sem leggi áherslu á að veita borgarbúum aðgengilega, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Stærstur hluti starfsemi Reykjavíkurborgar felst í þjónustu með einum eða öðrum hætti. Allt starfsfólk borgarinnar þarf að vera samstíga í að veita góða þjónustu. Með Reykjavíkurborg er átt við sveitarfélagið Reykjavíkurborg sem og öll svið þess, ráð og nefndir, deildir, stofnanir, starfseiningar, kjörna fulltrúa, fyrirtæki og byggðasamlög í meirihlutaeigu þess. Eitt af markmiðum þjónustunnar ætti að vera að jafna félagslega mismunun og vera öryggisnet. Fulltrúi sósíalista nefnir að víða þarf að bæta margt til að tryggja að sem best þjónusta sé veitt, má þar nefna viðmót vegna viðgerða á íbúðum Félagsbústaða (fyrirtækis í eigu Reykjavíkurborgar). Hluti af þessu er viðunandi húsnæði fyrir alla sem er grunnmannréttindi. Borgin verður að bæta húsnæðisstefnu sína og aðgang að félagslegu húsnæði. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir lágtekjufólk heldur er líka neyðarúrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis. Stafrænni þjónustu er ætlað að auka hagræði og hagkvæmni en hún getur aukið á mismunun á aðgangi ýmissa hópa að þjónustu borgarinnar. Stafræn þjónusta minnkar atvinnuframboð til lengdar sem eykur mismun milli þjóðfélagshópa. Íbúar verða að geta valið hvort þeir noti stafræna þjónustu eða mannleg samskipti í samskiptum við borgina.
- Kl. 15.10 víkur Karen María Jónsdóttir af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði og Óskar J. Sandholt tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins, um viðskipti við félagið Ráðgjöf slf.,sbr. 14. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 13. janúar 2022. MSS22010164
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Ný heimasíða Reykjavíkurborgar hefur litið dagsins ljós en hún er langt í frá að vera tilbúin, má t.a.m. nefna að við yfirfærslu fundargerða yfir á nýja vefinn fór ýmislegt úrskeiðis og vantar upp á að fundargerðir séu birtar með réttum hætti. Unnið er að lagfæringu og er fólki bent á að fara á eldri vef til að skoða fundargerðir. Erfitt er að vinna við þetta fyrirkomulag, þar sem borgarfulltrúar og aðrir þurfa að reiða sig á upplýsingar sem koma fram á vefsíðunni og erfitt er að nálgast gögn og upplýsingar. Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands spyr hvenær vefsíðan verði komin í lag og að fullu tilbúin? MSS22020266
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Hefur einhverjum starfsmönnum borgarinnar verið sagt upp/störf þeirra lögð niður á þessu kjörtímabili eða starfshlutfall þeirra lækkað vegna þess að ekki þótti lengur þörf á starfsframlagi þeirra vegna innleiðingar á stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar? Ef svo er hvað er um að ræða mörg störf eða breytingar á starfshlutfalli? Hefur Reykjavíkurborg markmið um að fækka stöðugildum hjá sér á næstu árum vegna innleiðingar á stafrænni umbreytingu? Ef svo er hversu mörg störf og/eða stöðugildi er um að ræða og á hvaða starfsstöðum? Hvernig ætlar Reykjavíkurborg að takast á við fjórðu iðnbyltinguna og tryggja réttindi starfsfólks í þeim tæknibreytingum sem framundan eru? Hefur einhverju starfsfólki verið sagt upp störfum eða störf verið lögð niður vegna stjórnkerfisbreytinga á sviðum borgarinnar? Ef svo er hvaða svið er um að ræða og hversu mörg stöðugildi? MSS22020267
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins:
Hvaða úrræði hefur Reykjavíkurborg til að styðja við íbúa borgarinnar sem verða fyrir óeðlilegum ágangi/áreitni nágranna? Sem dæmi, ef nágranni breytir einbýlishúsi í sérbýlishverfi í fjölbýlishús án tilskilinna leyfa frá borginni, og leigir út. Afleiðingar m.a. aukin bílafloti í götunni sem yfirtekur m.a. gestastæði og leggur ólöglega við önnur hús. Dómstefna og málaferli eingöngu í þeim tilgangi á hrella íbúa ásamt hótunarbréfum. Hér er um raunverulegt tilfelli að ræða, því er þessi fyrirspurn lögð fyrir þar sem mannréttindi þeirra sem hafa orðið fyrir slíkum ágangi eru virt að vettugi. Hefur borgin einhver úrræði fyrir fórnarlömb slíkra árása svo þeim verði gert kleift að búa óáreitt í sínum hýbýlum? MSS22020268
Fundi slitið klukkan 15:45
Dóra Björt Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
56._fundargerd_mannrettinda-_nyskopunar-_og_lydraedisrad_24._februar_2022.pdf