Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2019, fimmtudaginn 26. september var haldinn 5. fundur mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.13.04. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Daníel Örn Arnarsson, Skúli Helgason, Diljá Ámundadóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Einnig sátu fundinn Halldóra Gunnarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Guðrún Elsa Tryggvadóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. september s.l. þar sem fram kemur að samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 17. september 2019, að Sigríður Arndís Jóhannsdóttir taki sæti í mannréttinda-, nýsköpunar - og lýðræðisráði í stað Guðrúnar Ögmundsdóttur. Jafnframt var samþykkt að Ásmundur Jóhannsson taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Sigríðar Arndísar.
Fylgigögn
-
Fram fer kosning varaformanns mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Samþykkt að Diljá Ámundadóttir taki sæti sem varaformaður.
-
Fram fer kynning á kennslu í kynjafræði á öllum skólastigum.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Flokk fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Jafnréttismál eru lykilmálaflokkur þessa ráðs og fræðsla um jafnréttismál gagnvart börnum og nemendum á öllum skólastigum er mikilvæg forsenda frekari árangurs í jafnréttismálum. Nú liggur fyrir jafnlaunavottun borgarinnar og borgin hefur mótað jafnlaunastefnu þar sem segir skýrt að starfsfólk Reykjavíkurborgar skuli njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf og enn fremur að enginn óútskýrður launamunur skuli vera til staðar. Ráðið vill auka jafnréttisfræðslu og kynjafræði í skólum og það er hluti af aðgerðaáætlun ráðsins. Ráðið fagnar vilja skóla og frístundasviðs til náins samstarfs í þessu mikilvæga máli, þakkar góðar hugmyndir sem fram komu í umræðunni á fundinum og stefnir að sameiginlegum fundi með skóla- og frístundaráði og tillögugerð á næstunni þar sem þessi mál verði sett í skýran og lausnamiðaðan farveg.
Helgi Grímsson, Ellen Jacqueline Calmon og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á nýju hönnunarkerfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Hreinn Valgerðar Hreinsson og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á rafvæðingu fjárhagsaðstoðar, þjónustu- og nýsköpunarsvið.
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Með rafvæðingu þjónustu og einföldunar þjónustuferla er verið að auka skilvirkni og skapa meira rými til að veita betri þjónustu. Rafvæðing fjárhagsaðstoðar hefur stytt afgreiðslutíma umsókna úr að meðaltali 8 dögum í 24 klukkustundir. Það er fagnaðarefni að svo vel hafi tekist til og mikil er tilhlökkunin til að fylgjast með næstu skrefum í innleiðingu þjónustustefnu Reykjavíkur sem var mótuð á
vettvangi stjórnkerfis- og lýðræðisráðs á síðasta kjörtímabili.Edda Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram Ársskýrsla umboðsmanns borgarbúa 2018-1019.
Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu Horizon 2020 hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði.
Magnús Yngvi Jósefsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf starfshóps um aukið gagnsæi styrkjaúthlutana Reykjavíkurborgar, dags. 18. september s.l. um stöðu verkefna og ósk um frest á að skila niðurstöðum til 15. nóvember 2019.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar fatlaðs fólks í Reykjavík frá 5. september 2019.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir ferðir formanns mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs september til október 2019.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju umsókn til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um skyndistyrki, sbr. 4. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. september s.l.
Samþykkt að veita umsókn um Frið í mannlegri sambúð, styrk að upphæð kr. 380.000-, -
Lögð fram tillaga Flokks fólksins um mælingu á innleiðingu þjónustustefnu, sem vísað var til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs 12. september 2019. R19090130
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um niðurstöður vinnufundar mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs frá 30. ágúst 2019 og starfsáætlun 2020.
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og þjónustu- og nýsköpunarsviði er falið ásamt Sigríði Arndísi Jóhannsdóttur og Ásgerði Jónu Flosadóttur, að fara yfir niðurstöður MAR og ÞON af vinnufundinum og vinna drög að starfsáætlun 2020.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga að kjörstjórn í verkefninu Hverfið mitt 2019
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagðar fram reglur um rafrænar kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019.
FrestaðFylgigögn
-
Fram fer umræða um samráð mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðsráðs við öldungaráð, ofbeldisvarnarnefnd, fjölmenningarráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og íbúaráð.
Fundi slitið klukkan 15:56
Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason