Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2021, mánudaginn 14. október var haldinn 48. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 14.02. Fundinn sat Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aron Leví Beck, Ellen J. Calmon, Daníel Örn Arnarsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Diljá Ámundadóttir og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Karen María Jónsdóttir sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum tillögum og skýrslu starfshóps um framtíðar skipulag og framkvæmd jafnréttisskimunar og jafnréttismats. R21020017
-
Lögð fram drög að starfsáætlun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs 2022.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 11. október 2021, um greinargerð sviðsins með fjárhagsáætlun 2022. Jafnframt er lagt bréf mannréttinda-, og lýðræðisskrifstofu dags. 12. október 2021, um greinargerð skrifstofunnar með fjárhagsáætlun 2022, ásamt starfsáætlun mannréttinda, nýsköpunar- og lýðræðisráðs 2022 og aðgerðaráætlun í mannréttinda-, og lýðræðismálum 2019 til og með 2022. R21030087
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands staðfesta að drög að starfs- og fjárhagsáætlun sé í samræmi við ákvarðanir ráðsins um áherslur og forgangsröðun og markaða stefnu í málaflokknum.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Drög að starfsáætlun Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 er yfirgripsmikið skjal. Eftir lestur þess vantar þó töluvert á að eftir standi skýrt og upplýsandi yfirlit um markmið sviðsins og verkefni þess á komandi ári. Það ætti ekki að þurfa að árétta það hve mikilvægt það er að kjörnir borgarfulltrúar, sem bera ábyrgð á rekstri Reykjavíkurborgar, séu vel upplýstir um þau verk sem fjármunum skattgreiðenda er ráðstafað til. Yfirborðslegar lýsingar á þeim fjölmörgum verkum sviðsins, sem sífellt virðast vera í endurskipulagningu og endurmótun, skilja ekki eftir skýra heildarmynd. Öllu frekar styrkist sú tilfinning að á sviðinu sé unnið án markvissrar stefnumótunar og aðalatriðið sé að gera nógu mikið á nógu skömmum tíma án þess að sjá verkefnið til enda. Fjölmargar spurningar vakna við yfirlesturinn og mun fulltrúi Flokks Fólksins leggja þær fram sérstaklega.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Með öllum verkefnum sem fengið hafa samþykktar fjárheimildir í borgarráði hafa fylgt greinargerðir með nákvæmum upplýsingum um verkefnin. Liggur þá fyrir tíma- og verkáætlun vegna stafrænnar umbreytingar borgarinnar. Lögð er rík áhersla á faglega forgangsröðun verkefna út frá skýrum áherslum borgarinnar í Græna planinu, út frá jafnrétti, loftslagsáherslum og virðisauka fyrir borgina. Er því vísað á bug að verkefnin séu óskýr eða vanti markmið.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Þetta eru bara orð, fagrar lýsingar og stórir draumar sem fæstir hafa ræst. Æ fleiri eru farnir að sjá að ekki fer saman hljóð og mynd þegar kemur að stafrænni umbyltingu þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem sogað hefur til sín milljarða og sér ekki fyrir enda á. Verk- og tímaáætlanir hafa ekki staðist, t.d. má nefna Hlöðuna og Gagnsjá og fleiri verkefni sem sviðsstjóri hefur sagt á opinberum vettvangi að hafi ekki klárast.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu aðgerða í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda 2018 - 2022. R17060134
Achola Otieno og Guðný Bára Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á hverfisverkefnum Breiðholts um upplýsingamiðlun til innflytjenda. R21100258
Jasmina Vajzovic Crnac og Óskar Dýrmundur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fulltrúa í valnefnd vegna styrkja til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs 2022. R21100249
Samþykkt að Daníel Örn Arnarsson og Ellen J. Calmon, fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs taki sæti í valnefnd.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju framhaldsfyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins, um Gróðurhúsið, sbr. 13. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 9. september 2021. R21040037
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins, um kostnað á prentaðri útgáfu Ársskýrslu Þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2020, sbr. 14. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 9. september 2021. R21090039
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins, um árshlutauppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 15. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 9. september 2021. R21090041
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins, um skýrsluna Snjöll og jöfn, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 23. september 2021. R21090215
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurnir fulltrúa Flokks fólksins í tengslum við verkefni og verk Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir 2022. Í ljósi þess að verk sviðsins virðast vera í sífelldri endurskipulagningu og endurmótun leggur fulltrúi Flokks fólksins fram eftirfarandi fyrirspurnir: Hefur verið notaður hugbúnaður hjá borginni sem ekki eru leyfi fyrir? Hafa verið tekin í notkun tölvukerfi sem ekki hefur verið leyfi fyrir? Hafa fjárfestingarverkefni ekki verið skilin frá almennum rekstrarkostnaði eins og áskilið var í reikningsskilum sveitarfélaga fyrir rúmum 20 árum síðan? Hvaða verkefni eru fjármögnuð með styrkveitingunni frá Bloomberg? Hvaða erindi á Reykjavíkurborg í því sambandi í hóp borga sem telja milli 7 og 9 milljón íbúa? R21030087
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins:
Eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur marg oft nefnt er ekki að sjá miklar tilbúnar afurðir þrátt fyrir útstreymi hárra fjárhæða til sviðsins, þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Hægt er að finna sorphirðudagatal á vefnum og rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð en þá er að mestu upptalið. Fjármagn fer að mestu leyti í sviðið sjálft, alls kyns breytingar, og fjármunum er eytt við það að leggja niður og útvista allri upplýsingatækniþjónustu á Upplýsingatækniskrifstofu sviðsins sem og í erlenda og innlenda ráðgjöf. Einnig í hugmyndasmiðjur og stofnun hugbúnaðarfyrirtækis innan sviðsins sjálfs. Gerðar hafa verið dýrar uppfærslur á húsgögnum og búnaði sviðsins langt umfram önnur svið og skrifstofur í Höfðatorgi. Spurt er: hversu margar lausnir, fyrir utan sorphirðudagatal og rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð hefur Þjónustu- og nýsköpunarsvið klárað og gert aðgengilegar fyrir borgarbúa? R21030087
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurn frá fulltrúa Flokks fólksins um af hverju fjárfestingaverkefni eru færð í eignasjóð. Tekið er eftir því að fjárfestingaverkefni eru færð í eignasjóði (ES) þ.e. eru eignfærð og síðan færð á rekstur miðlægt eftir afskriftartíma. Hvernig stendur á því að 10 milljarðarnir eru eignfærsluverkefni sem ekki kemur fram í rekstri fyrr en byrjað er að afskrifa? Spurt er um þetta vegna þess að það er sérstakt ef allur kostnaður við stafræna umbreytingu (10 milljarðar) er fært sem fjárfesting á eignasjóð. Margt af því snýst ósköp einfaldlega um að það sé verið er að innleiða ný vinnubrögð og leggja af eldra vinnulag. Taka má dæmi um skönnun á teikningum og tengdum skjölum hjá byggingarfulltrúa. Það er búið að vinna slíkt verk hjá sveitarfélögum víða um land. Það hefur engum dottið í hug að færa kostnaðinn við það sem fjárfestingu og ætla síðan að afskrifa hann. Í eignasjóð eru einungis færð verðmæti mannvirkja sem verða afskrifuð. Óskað er skýringar á þessu. Það er t.d. farið mjög varlega víðast hvar í að eignfæra tölvubúnað vegna þess hve hratt þarf að endurnýja hann. Hann er víðast hvar metinn sem rekstrarkostnaður og færður til gjalda á viðkomandi ári. Fulltrúi Flokks fólksins mun skoða að senda erindi til Reikningsskila- og upplýsinganefndar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til að fá mat ráðuneytisins á þetta. R21030087
Fundi slitið klukkan 15:49
Dóra Björt Guðjónsdóttir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
mnl_1410.pdf