Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2021, mánudaginn 11. október var haldinn 47. fundur, aukafundur mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 09.10. Fundinn sat Dóra Björt Guðjónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Diljá Ámundadóttir, Ellen J. Calmon, Örn Þórðarson og Daníel Örn Arnarsson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir með fjarfundarbúnaði.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttinda-, og lýðræðisskrifstofu dags, 7. október 2021, um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar 2021 -2030. R18010207
Samþykkt og vísað til borgarráðs.- Kl. 09.27 tekur Aron Leví Beck sæti á fundinum.
- Kl. 09.34 tekur Ásgerður Jóna Flosadóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrsta lýðræðisstefna Reykjavíkur til 2030 með aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum hefur verið unnin í þverpólitísku samstarfi fulltrúa allra flokka í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði frá hausti 2019. Þannig skipa sex fulltrúar stýrihópinn í stað oddatölu sem venjan er enda hefur verið lögð mikil áhersla á gott samstarf og sátt. Byggir stefnan á niðurstöðum umfangsmikils og metnaðarfulls samráðsferils sem lögð var áhersla á að væri aðgengilegur öllum óháð fötlun, stöðu og tungumálakunnáttu þar sem boðið var upp á víðtækt samtal um lýðræði og þátttöku í Reykjavík. Opið samráðsferli stóð yfir bæði við upphaf og lok vinnunnar, skipulagðir voru rýnihópar með slembivöldum íbúum borgarinnar, haldnir voru margir vinnufundir með starfsfólki í stjórnsýslunni sem og opinn fundur fyrir íbúa. Markmið stefnunnar eru fjögur og endurspegla hringrás lýðræðislegra vinnubragða sem eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Undir þau heyra svo áherslur og verður þessu fylgt eftir með aðgerðaráætlun til þriggja ára og mælanlegum markmiðum. Sérstakt áhersluatriði meðal margra áhugaverðra aðgerða er að efla gagnsæi, upplýsingamiðlun og lýðræðslega þátttöku ungmenna.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 09:50
Dóra Björt Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
mnl_1110.pdf