Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 44

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2021, fimmtudaginn 26. ágúst var haldinn 44. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi og hófst kl. 8.30. Fundinn sátu: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aron Leví Beck og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ellen J. Calmon, Örn Þórðarson, Diljá Ámundadóttir og Daníel Örn Arnarsson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Óskar J. Sandholt sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs dags. 24. ágúst 2021, um tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, sbr. 4. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. ágúst s.l. R19100342

    Samþykkt.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Margar af tillögum stýrihópsins eru ágætar og víst er að það tekur tíma að þróa starf íbúaráðanna bæði innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og meðal íbúa í hverfum. Stýrihópurinn leggur til að íbúaráði Miðborgar og Hlíða verði skipt í tvö íbúaráð. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipta ætti einnig Breiðholtinu sem er stórt hverfi, eiginlega þrjú hverfi í tvö íbúaráð. Þessi breyting ætti að gerast strax og prófa hana út kjörtímabilið og má þá endurskoða hana við upphaf næsta tímabils. Vandi íbúaráðanna eru að þau eru ekki nægjanlega aðgengileg borgarbúum. Hvergi kemur fram hvernig best er að koma erindum til þeirra. Annar vandi er hversu pólitísk þau eru. Meirihlutinn í þeim, hinn pólitíski, yfirskyggir án efa oft skoðanir minnihluta og borgarbúa. Meirihlutinn hefur sínu fram í krafti valds. Sami vandinn er í öðrum ráðum borgarinnar.  Hugsa þarf íbúaráðin sem rödd borgarbúa og þurfa ráðin að hlusta á íbúana og taka mál inn á fundina sem óskað er eftir. Íbúaráðin ættu að fái aukna ábyrgð við mótun nærþjónustu. Íbúaráð ættu að  taka afstöðu til flestra stærri mála sem hverfin snerta. Ekki ætti að setja íbúaráðum of stífar skorður eða ítarlegar reglur. Íbúaráðin eru nefnd sem samskiptaleið í drögum um lýðræðisstefnu þannig að það er mikilvægt að þau virki sem slík.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs dags. 10. ágúst 2021, um menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021 – 2030, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. ágúst s.l. R21080014 

    Samþykkt.

    -    Kl. 9.01 víkur Aron Leví Beck af fundinum. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 09:02

Dóra Björt Guðjónsdóttir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_2608.pdf