Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2019, fimmtudaginn 12. september, var haldinn 4. fundur Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhús, Tjarnarbúð og hófst klukkan 13:00. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Daníel Örn Arnarson, Skúli Helgason, Diljá Ámundadóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Þorkell Heiðarsson, Jórunn Pála Jónasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Halldóra Gunnarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Guðrún Elsa Tryggvadóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. ágúst s.l. þar sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 22. ágúst 2019, að Geir Finnson taki sæti í mannréttinda-, nýsköpunar - og lýðræðisráði í stað Gunnlaugs Braga Björnssonar.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir fjölmenningarráðs 19. ágúst 2019 og ofbeldisvarnarnefndar 2. september 2019.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Kvenréttindafélags Íslands, dags. 9. september 2019 við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar sbr. 16. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs frá 22. ágúst 2019, um verkefnið Kjarajafnrétti strax!
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn um skyndistyrk til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs.
Frestað. -
Lagt fram yfirlit styrkumsókna í hverfissjóð Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að vísa umsóknum samkvæmt framlögðum lista til meðferðar íbúaráða.
Styrkumsókn vegna Rithöfundarskólans í Gerðubergi er hafnað. -
Lagt fram erindisbréf stýrihóps um lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Daníel Örn Arnarsson, Skúli Helgason, Katrín Atladóttir og Diljá Ámundadóttir taki sæti í stýrihópnum.Fylgigögn
-
Lögð fram áfangaskýrsla rannsókna- og nýsköpunarstyrkja sviðs þjónustu – og nýsköpunar.
-
Fram fer kynning á ferð starfsmanna mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu til Varsjár dagana 19. - 20. september n.k.
-
Fram fer kynning á þátttöku fulltrúa mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs á lýðræðishátíð í Danmörku sem fram fór 5. - 6. september sl.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda,- nýsköpunar og lýðræðisráðs:
Mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráð leggur til að Reykjavíkurborg þiggi boð um þátttöku í samtökunum Cities Today Institute - Digitalization & Innovation. Um er að ræða rótgróin, óhagnaðardrifin samtök sem hafa það m.a. að leiðarljósi að tengja saman leiðtoga innan borga er sinna nýsköpun og tæknidrifinni framþróun. Ráðið leggur til að sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði fulltrúi Reykjavíkurborgar í samtökunum. Engin meðlima- eða árgjöld eru innheimt en mælst er til þess að meðlimir taki þátt í einum fundi á ári.Greinagerð fylgir tillögunni. R19090094
SamþykktFylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu aðgerða sem lagðar eru til í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd, sbr. 3. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs 7. mars 2019.
Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð þakkar fyrir kynningu á stöðu aðgerða í innflytjendastefnu Reykjavíkurborgar. Ráðið ítrekar mikilvægi þess að innleiða þessar aðgerðir og vill hvetja mismunandi svið og skrifstofur til góðs samstarfs um aðgerðirnar sem og að leita allra leiða til að innleiða þær.
Joanna Marcinkowska tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram til kynningar tillaga fjölmenningarráðs frá 13. júní 2019, sbr. 5. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs, um tilraunaverkefni um rafræna upplýsingagjöf fyrir innflytjendur, ásamt nánari útfærslu mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og svið þjónustu- og nýsköpunar á tillögunni.
Greinagerð fylgir tillögunni. R19050087
Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð þakkar kynninguna á útfærslu tillögu fjölmenningarráðs og felur mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og formanni ráðsins að vinna þær áfram og leggja fyrir ráðið sem formlega tillögu með endanlegri kostnaðargreiningu.
Joanna Marcinkowska tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á mati mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og sviði mannauðs- og starfsumhverfis, á stöðu aðgerða varðandi launasetningu erlendra starfsmanna Reykjavíkurborgar, sbr. 4. lið fundagerðar mannréttinda-, og lýðræðisráðs, frá 7. mars 2019.
Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð þakkar kynninguna á tillögu að aðgerðum til að draga úr launamun byggt á uppruna og felur mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og formanni ráðsins að vinna þær áfram og leggja fyrir ráðið sem formlega tillögu með endanlegri kostnaðargreiningu. Þetta er afar brýnt málefni sem þolir enga bið.
Joanna Marcinkowska tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks Fólksins:
Flokkur fólksins óskar eftir upplýsingum um stofnun íbúaráðs en fyrir er íbúaráð á svæðinu. Eitt er það hverfi í Reykjavík sem Flokkur fólksins telur að auka þurfi um eitt íbúaráð. Tilgangur er að auka vitund íbúa um þátttökulýðræði og að fulltrúar íbúaráðsins verði í nánari tengslum við fólkið. Samsetning íbúa og hagsmunir geta verið ólíkir á ákveðnum svæðum innan sama svæðisins. Fjölgun íbúaráða í Reykjavík. 1. Hvað þarf að uppfylla til að koma á fót íbúaráði? 2. Forsendur fyrir fjölgun íbúaráða. 3. Reglur Reykjavíkurborgar fyrir stofnun íbúaráða. 4. Ferlið frá upphafi og þar til íbúaráð er stofnað. 5. Lágmarks fjöldi íbúa, æskilegur fjöldi íbúa fyrir nýtt íbúaráð.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks Fólksins:
Flokkur fólksins óskar eftir að fá yfirlit yfir ferðir mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu síðustu þriggja ára og fá upplýsingar um kostnað borgarinnar í því sambandi. Einnig er kallað eftir hvaða stefnu ráðið og skrifstofan hefur um ferðir erlendis og kostnað í sambandi við þær?
Fundi slitið klukkan 15:30
Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason