Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2021, fimmtudaginn 11. febrúar var haldinn 35. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi og hófst kl.13.05. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir og Ellen J. Calmon. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Geir Finnson, Kolbrún Baldursdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Örn Þórðarson og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Óskar J. Sandholt.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. febrúar 2021, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 19. janúar 2021 á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu Hverfið mitt 2021 - Hugmyndasöfnun og næstu skref. R20050238
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir góða kynningu á framvindu verkefnisins Hverfið mitt. Verið er að breyta verkefninu og lengja í tímalínunni í takt við ákvörðun ráðsins, stækka pottinn á móti og auka samráð við hugmyndahöfunda og íbúa. Verkefnið hefur vaxið frá ári til árs og er gleðilegt að sjá hversu vel hefur gengið við hugmyndasöfnun að þessu sinni. Innsendum hugmyndum íbúa fjölgar um 300 milli ára og fjölgar þeim í öllum hverfum borgarinnar nema einu. Þá eru næstum tvöfalt fleiri heimsóknir á vef verkefnisins en í fyrra og voru þær næstum 70 þúsund talsins að þessu sinni. Ljóst er að reynsla fyrri ára hafi verið nýtt, sem endurspeglast meðal annars í fjölgun í hópi bæði yngri og eldri borgarbúa sem láta sig verkefnið varða og hafa sent inn tillögur.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir og Eiríkur Búi Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf stýrihóps um mótun lýðræðisstefnu dags. 10. febrúar 2021, þar sem fram kemur að Ásgerður Jóna Flosadóttir tekur sæti í stýrihópnum í stað Þórs Elís Pálssonar. R18010207
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 21. janúar 2021, yfir verkefni þjónustu- og nýsköpunarsviðs desember 2020. R20010055
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. janúar 2021, með tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2022 til 2026, ásamt fylgiskjölum. R21010179
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R20120043
- Kl. 14.25 víkur Geir Finnsson af fundi og Diljá Ámundadóttir tekur sæti með fjarfundarbúnaði.
Óli Örn Eiríksson og Kristinn Jón Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins, um úttekt á jafnréttisfræðslu í skólum, sbr. 14. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 28. janúar 2021. R2101098
Vísað til umsagnar starfshóps um kynja- og hinsegin fræðslu.Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Flokks fólksins að Reykjavíkurborg geri úttekt á jafnréttisfræðslu í skólunum, hvernig henni er háttað og hvernig hún hefur þróast undanfarna áratugi hefur verið vísað til skoðunar í hóp. Ástæðan fyrir tillögu Flokks fólksins er að grunur leikur á að nokkuð vanti upp á að jafnréttisfræðsla sé í samræmi við jafnréttislög. Skólabörn kvarta sjálf yfir að fá ekki fræðslu í jafnréttismálum í skólunum. Reykjavíkurborg ber hér ábyrgð. Þær upplýsingar sem liggja fyrir um viðhorf og þróun jafnréttisfræðslunnar virðast vera fremur fullorðinsmiðaðar. Til að vita með vissu hvar skóinn kreppir er fyrsta skrefið að kanna hvaða jafnréttisfræðsla krökkum og foreldrum þeirra finnst vera gagnleg og góð og hvaða þætti hennar mætti bæta og dýpka og hvaða og hvernig fræðslu hreinlega vantar. Einhverjir vita kannski ekki einu sinni að til eru jafnréttislög. Enn fremur þyrfti að kanna sérstaklega hvort og þá að hvað miklu leyti jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum borgarinnar er samræmd milli skóla enda þótt sú hugmynd sé ekki hluti af þessari tillögu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Við leggjum mikla áherslu á jafnréttisfræðslu í skólunum og minnir á sameiginlega samþykkt mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs og skóla - og frístundaráðs um stofnun starfshóps um eflingu hinsegin fræðslu og kynjafræðslu. Sá hópur er nú að störfum og vinnur að tillögum um hvernig megi auka fræðslu um málefni kynjanna í skólum. Markmiðið er að auka slíka fræðslu og stuðla að því að hún standi öllum nemendum til boða. Til að ná settu marki er farsælast að vinna þétt með kennurum, skólastjórnendum að skipulagningu fræðslunnar og nýta þekkingu og reynslu starfsfólks. Aukin og öflug jafnréttisfræðsla er mikilvægur hluti af mannréttindastefnu borgarinnar og í góðu samræmi við áherslur menntastefnu borgarinnar á sjálfseflingu og félagsfærni.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um samning við Samtökin 78, sbr. 15. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 28. janúar 2021. R2101099
Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fjárfestingum þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2021. R21020061
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Ákveðið hefur verið að nútímavæða þjónustu borgarinnar með 10 milljörðum á þremur árum í stað tíu ára. Það mun gjörbylta þjónustuviðmótinu og aðgengi íbúa að þjónustunni. Minnka vesen, minnka sóun og minnka mengun. Meðal verkefna er umfangsmikil þróun lýðræðis- og gagnsæisgátta í kjölfar vinnu á vettvangi ráðsins á þessu kjörtímabili. Fjárfesting í auknu aðgengi er fjárfesting í mannréttindum, lýðræði og tækifærum. Með því að nútímavæða þjónustu er verið að spara til lengri tíma og auka velferð íbúa. Með Græna planinu sem er viðspyrnuáætlun borgarinnar vegna Covid var ákveðið að setja stóraukinn kraft í stafræna umbreytingu til að spara til lengri tíma og nýta ástandið sem stökkpall til framtíðar, öllum í hag.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Farið er yfir fjárfestingar, stafræna umbreytingu. Fulltrúi Flokks fólksins viðurkennir að vera enginn sérfræðingur í stafrænni umbreytingu en horfir á milljarða fara í ótal verkefni hjá sviðinu sem nú virðast vera brýnast af öllu að ganga í. Má túlka þetta svo að ekkert af því sem verið hefur hafi verið nógu gott eða gengið vel? Það eru nokkur atriði sem Flokkur fólksins vill setja á oddinn og það er að haldið sé vel utan um starfsfólk borgarinnar og þar með staðið vörð um störf og að vel og skynsamlega sé farið með fjármunir borgarinnar, og að grunnþarfir, húsnæði, fæði og klæði fólks séu sett í forgang. Að mannrétti séu virt, að lýðræði og jafnrétti sé leiðarljósið í öllu sem gert er. Í þessa þætti þarf að setja fjármagn.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu Fylkið hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. R21010098
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fylkið er gagnsær og skýr rammi í kringum forgangsröðun fjárfestingarverkefna á þjónustu- og nýsköpunarsviði út frá ákveðnum áhersluatriðum sem tengjast meðal annars umhverfis-, jafnréttis-, aðgengis- og hagkvæmnismarkmiðum borgarinnar. Með þessu er tryggt að verkefnin gangi í takt við stefnur borgarinnar og Græna planið og byggi á faglegu mati.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins verður bara að viðurkenna að hann botnar lítið í þessari uppsetningu „Fylkið“ Matrix? Hvernig verkefni sem dæmi er hér verið að hugsa um að fari í gegnum þetta kerfi? og fyrir hverja eru þetta? Hér er erfitt að átta sig á að þetta sé eitthvað forgangsröðunarkerfi, þetta má túlka út og suður og aðeins þröngur hópur mun skilja þetta út á hvað þetta gengur. Hér er ekkert gegnsæi. Með allri virðingu fyrir höfundi, hönnuði og kynni þá er þetta ekki lýsandi ferli. Svona hlutir verða að vera á mannamáli, þannig að bæði 12 ára og 90 ára geta skilið þá. Að horfa á þessa kynningu er eins og að horfa á afrakstur úr myndasögukeppni sem fjallar á hvað? Kallast þetta nýsköpun? Nú má spyrja hvað mikill tími og fé fer í þetta, Fylkið? Fulltrúi Flokks fólksins hefur orðið alvarlegar áhyggjur af fjármagni sem fer í alls konar eitthvað hjá ÞON.
Erlingur Fannar Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefni UNICEF um barnvænt sveitarfélag. R20020251
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir góða kynningu á verkefninu Barnvænt sveitarfélag og ljóst er að UNICEF er að vinna mikið og metnaðarfullt starf í að tryggja réttindi barna í sveitarfélögum landsins. Reykjavíkurborg tekur þátt í verkefninu Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og er einnig að innleiða Barnasáttmálann í leikskólastarfi með markvissum hætti í samstarfi við UNICEF sem hefur gefist vel. Mikilvægt er að tryggja réttindi barna og öryggi þeirra í tengslum við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi.
Hanna Borg Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 26. janúar 2021, um drög að Alþjóðastefnu Reykjavíkurborgar til 2030, ásamt fylgiskjölum. R21010287
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta er metnaðarfull stefna og fagnar fulltrúi Flokks fólksins henni og tekur á sama tíma undir nokkra þætti sem þarf að bæta. Má þar nefna mikilvægi þess að það sé samhljómur milli orða og aðgerða. Þarna er talsverð gjá eins og fram kemur í gögnum, oft fögur orð á blaði en síðan ekkert bak við það. Einnig forgangsröðun. Leggja á umfram allt áherslu á kjarnaþjónustu og linna ekki látum fyrr en hver einasti borgarbúi getur sagt að hann fái þá þjónustu sem hann á rétt á og sem hann þarfnast. Nú er fátækt vaxandi, biðlistar í sögulegu hámarki í flesta þjónustu á vegum borgarinnar á sama tíma og milljarðar fara í alls konar óskiljanleg verkefni á vegum upplýsinga og nýsköpunarþjónustu og öðrum verkefnum útvistað annað. Viðmót borgarinnar til borgarbúa þarf að einkennast af virðingu. Enn ber á að fólk fái ekki svör við erindum sínum og hafi ekki hugmynd um réttindi sín. Borgin þarf að hafa kjörorðið Fólkið fyrst að leiðarljósi. Ef eitthvað er ábótavant sem snýr að grunnþörfum fólks og upplýsingaflæði til þeirra hvort sem það eru ungmenni eða eldri borgarar þarf að bæta það hið snarasta, allt annað getur beðið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 9. febrúar 2021, um yfirlit yfir innkaup MAR 2020, skv. 7. grein innkaupareglna. R21020087
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn um skyndistyrk til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð. R21020040
Hafnað. -
Lagt fram svar mannréttindaskrifstofu dags. 20. janúar 2021, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við auglýsingar vegna verkefnisins Hverfið mitt, sbr. 11. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 14. janúar 2021. R21010198
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 4. febrúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um uppsagnir á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sem vísað var til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. nóvember 2020. R20110200
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Flokks Fólksins hefur efasemdir um að útvistun á innri tölvuþjónustu Reykjavíkurborgar, sé „rétti þáttur upplýsingatækninnar“ eins og segir í svari. Við útvistun tapast heildarsýn og þekking og reynsla. Er hér virkilega um hagræðingu að ræða? Ekki er deilt um reglur um framkvæmd fjárhagsáætlunar en það getur ekki verið skynsamlegt að útvista notendaþjónustu Reykjavíkurborgar sem byggst hefur upp á áraraðir. Kannski hefði mátt gera hvorutveggja, standa vörð um störfin og nýta einnig þjónustu verktaka á álagstímum. Ef horft er til innanhússrekstur eins og komið er að í svari þá er sérkennilegt að bjóða verktökum að vera innanhúss með aðgang að öllu tölvukerfi borgarinnar eins og þeir væru fastráðið starfsfólk. Er það í takt við öryggisstaðla? Fulltrúi Flokks fólksins telur að lögfræðingar eigi að skoða þessi mál og einnig innri endurskoðandi sem hefur það hlutverk að fylgjast hvort fjármunir séu nýttir með skynsamlegum hætti. Í eineltiskönnun kemur ÞON verst út hvað varðar ánægju og vellíðan starfsfólks á vinnustað. Staðreyndin er sú að stjórnandi/yfirmaður hefur það hvað mest í hendi sér hvort einelti fær þrifist á vinnustað. Þetta hafa rannsóknir marg sýnt.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Áhugi Flokks fólksins á upplýsingatæknimálum borgarinnar er vissulega fagnaðarefni enda ljóst að þau mál skipta sköpum við skilvirkan rekstur og starfsemi Reykjavíkur. Rétt er að benda á að Þjónustu- og nýsköpunarsvið lítur sama eftirliti og aðhaldi frá eftirlitsstofnunum borgarinnar og önnur svið hennar og eru engar vísbendingar um að þörf sé á sérstakri úttekt eða könnun á starfsemi sviðsins umfram það sem reglubundið er. Hvað varðar athugasemdir borgarfulltrúans um stöðu eineltismála á sviðinu er skal áréttað augljóst er af svari sviðsins að tekið er á þeim málum af fullri alvöru. Þjónustu- og nýsköpunarsvið er að fara leiða mjög umfangsmikla stafræna umbreytingu í starfsemi og þjónustu borgarinnar og nýtur sviðið fulls traust til verksins af hálfu meirihluta borgarfulltrúa Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð hvetji til þess að kannað verði hvort og þá að hvað miklu leyti jafnréttisfræðsla er samræmd í leik- og grunnskólum. Tillaga Flokks fólksins að Reykjavíkurborg geri úttekt á jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum, hvernig henni er háttað og hvernig hún hefur þróast undanfarna áratugi er vísað í hóp til frekari skoðunar og mætti þessi tillaga um samræmingu gjarnan fylgja með. Allir eru sammála um að jafnréttisfræðsla eigi að vera í skólum enda er það í lögum. Ekki er vitað hvort og þá hvernig slíkri fræðslu er háttað. Eitt er að setja lög, reglur, námsskrá, skýrslur og viljayfirlýsingar en annað að fylgja því eftir, sjá til þess að þessu verður framfylgt. Einnig þarf að vera til viðeigandi og vandað námsefni sem er enn önnur ella. R2101098
Vísað til umsagnar starfshóps um kynja- og hinsegin fræðslu.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins:
Fram hefur komið í svari við áður framlögðum fyrirspurnum Flokks fólksins: Í reglum Reykjavíkurborgar um framkvæmd fjárhagsáætlunar er kveðið á um að sviðsstjórar og stjórnendur skuli hafa frumkvæði að því að innleiða umbætur í rekstri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og lækka kostnað. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvernig stendur á því að þrátt fyrir þessa lýsingu hér að ofan, sé ákveðið að leggja niður innri notendaþjónustu Reykjavíkurborgar sem var búið að byggja upp í mörg ár og útvista þessari þjónustu á sama tíma þegar tölfræðilegar upplýsingar gefa til kynna mikinn kostnaðarauka á borgarsjóð vegna þessa? R20110200
Lagt fram svohljóðandi svar fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata:
Á fundi borgarráðs 28. janúar s.l. var lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar m.t.t. útvistun á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 2020. Á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs í dag var lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar m.t.t. uppsögnum á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. nóvember 2020. Jafnframt hafa trúnaðargögn vegna málsins verið gerð aðgengileg borgarfulltrúum sbr. svar skrifstofu borgarstjórnar sem lagt var fram í borgarráði þann 12. nóvember 2020, 20. lið. Í þessum ítarlegu svörum og gögnum sem þegar hafa verið lögð fram, er að finna allar þær upplýsingar sem beðið er um. R20110200
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins:
Fram hefur komið í svari við áður framlögðum fyrirspurnum Flokks fólksins: Hvað varðar störf þeirra sem á er minnst í fyrirspurninni, er ljóst að það fyrirkomulag sem viðhaft var gat ekki lengur tekið við vaxandi eftirspurn eftir þjónustu og er nokkuð um liðið síðan það varð ljóst. Þolmörkum var náð fyrir all nokkru. Útilokað hefði verið að viðhalda eðlilegu þjónustustigi ef ekki hefðu komið til breytingar nema þá með því að fjölga umtalsvert í starfsmannahópnum með tilheyrandi kostnaði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Kom aldrei þá til greina að halda í starfsfólkið og nýta svo þjónustu verktaka að hluta og á álagstímum? Með því hefði mátt halda verktakagreiðslum niðri miðað við núverandi áætlanir, ásamt því að nýta þann mannskap sem fyrir var. R20110200
Lagt fram svohljóðandi svar fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata:
Á fundi borgarráðs 28. janúar s.l. var lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar m.t.t. útvistun á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 2020. Á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs í dag var lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar m.t.t. uppsögnum á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. nóvember 2020. Jafnframt hafa trúnaðargögn vegna málsins verið gerð aðgengileg borgarfulltrúum sbr. svar skrifstofu borgarstjórnar sem lagt var fram í borgarráði þann 12. nóvember 2020, 20. lið. Í þessum ítarlegu svörum og gögnum sem þegar hafa verið lögð fram, er að finna allar þær upplýsingar sem beðið er um. R20110200
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins:
Fram hefur komið í svari við áður framlögðum fyrirspurnum Flokks fólksins: Á hverjum tíma er breytilegt, t.d. vegna tækniþróunar, hvaða þætti nauðsynlegt er að hafa í innanhússrekstri og hvað þolir meiri fjarlægð. Þetta á sérstaklega við í upplýsingatæknirekstri þar sem tækniþróun og breytingar gerast á hvað mestum hraða. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Ætti ekki einmitt svona þjónusta, eins viðkvæm og hún er, að vera veitt af fastráðnu fólki sér í lagi ef horft er til öryggisstaðla? Hefur verið gerð lögfræðileg úttekt á þessu fyrirkomulagi? R20110200
Lagt fram svohljóðandi svar fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata:
Á fundi borgarráðs 28. janúar s.l. var lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar m.t.t. útvistun á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 2020. Á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs í dag var lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar m.t.t. uppsögnum á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. nóvember 2020. Jafnframt hafa trúnaðargögn vegna málsins verið gerð aðgengileg borgarfulltrúum sbr. svar skrifstofu borgarstjórnar sem lagt var fram í borgarráði þann 12. nóvember 2020, 20. lið. Í þessum ítarlegu svörum og gögnum sem þegar hafa verið lögð fram, er að finna allar þær upplýsingar sem beðið er um. R20110200
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins:
Fram hefur komið í svari við áður framlögðum fyrirspurnum Flokks fólksins: Með því að útvista réttum þáttum upplýsingatækni fæst aðgangur að nýjustu tækni, sérfræðingum og sérfræðiþekkingu á mun virkari og breiðari grunni en fýsilegt er að byggja upp innan einingar, auk sveigjanleika sem gerir upplýsingatækniþjónustu borgarinnar kleift að bregðast hraðar við breytingum í ytra umhverfinu en annars væri fært. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvernig kemur hraði þessu við? Hvernig getur það staðist að aðeins með útvistun fáist nýjasta tækni og aðeins með útvistun verður sérfræðiþekking á virkari og breiðari grunni? Þetta mætti kannski skilja ef starfsmenn fái ekki tækifæri til endurmenntunar en varla er það raunin í Reykjavíkurborg, að starfsmenn séu bara látnir staðna? R20110200
Lagt fram svohljóðandi svar fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata:
Á fundi borgarráðs 28. janúar s.l. var lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar m.t.t. útvistun á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 2020. Á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs í dag var lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar m.t.t. uppsögnum á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. nóvember 2020. Jafnframt hafa trúnaðargögn vegna málsins verið gerð aðgengileg borgarfulltrúum sbr. svar skrifstofu borgarstjórnar sem lagt var fram í borgarráði þann 12. nóvember 2020, 20. lið. Í þessum ítarlegu svörum og gögnum sem þegar hafa verið lögð fram, er að finna allar þær upplýsingar sem beðið er um. R20110200
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins:
Fram hefur komið í svari við áður framlögðum fyrirspurnum Flokks fólksins: Ein af þeim fjölmörgu stefnum sem þjónustu- og nýsköpunarsvið starfar samkvæmt er eineltisstefna Reykjavíkurborgar en í henni er framtíðarsýn borgarinnar sú að borgin verði ætíð fjölbreyttur vinnustaður sem leggur áherslu á að skapa og viðhalda starfsumhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heiðarleiki og faglegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Samkvæmt þeim eineltisstarfsmannakönnunum sem gerðar hafa verið undanfarin ár, hefur Skrifstofa þjónustu og reksturs (sem varð að ÞON árið 2019), ávallt komið verst út hvað varðar ánægju og vellíðan starfsfólks á vinnustað. Hverjar eru taldar ástæður fyrir þessu, hefur það verið greint og skoðað út frá stjórnunarþáttum? R20110200
Lagt fram svohljóðandi svar fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata:
Á fundi borgarráðs 28. janúar s.l. var lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar m.t.t. útvistun á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 2020. Á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs í dag var lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar m.t.t. uppsögnum á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. nóvember 2020. Jafnframt hafa trúnaðargögn vegna málsins verið gerð aðgengileg borgarfulltrúum sbr. svar skrifstofu borgarstjórnar sem lagt var fram í borgarráði þann 12. nóvember 2020, 20. lið. Í þessum ítarlegu svörum og gögnum sem þegar hafa verið lögð fram, er að finna allar þær upplýsingar sem beðið er um. R20110200
- Kl. 15.50 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum.
- Kl. 16.01 víkur Diljá Ámundadóttir af fundinum.
Fundi slitið klukkan 16:10
Dóra Björt Guðjónsdóttir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
mnl_1102.pdf