Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 32

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, föstudaginn 10. desember var haldinn 32. fundur, opinn fundur mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi, Tjarnarsal og hófst kl.14.20. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Ellen J. Calmon, Þór Elís Pálsson, Daníel Örn Arnarsson, Marta Guðjónsdóttir og Skúli Helgason. Einnig sat Anna Kristinsdóttir fundinn með fjarfundarbúnaði.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer setning á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Yfirskrift fundarins er mannréttindi á tímum Covid19. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar setur fundinn. R20120108

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynningin Heimilisofbeldi á tímum Covid19. R20120108

    Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynningin Geðheilsa barna og ungmenna á tímum Covid19. R20120108

    Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Fram fara umræður og spurningum svarað af slido.is. R20120108

  5. Fram fer afhending hvatningarverðlauna mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs 2020. R20040098

    Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, Rannveig Ernudóttir og Dröfn Rafnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  6. Fram fer afhending mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020. R20040098

    Sema Erla Serdar og Dagur B. Eggertsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið klukkan 16:20

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_1012_2.pdf